Frjáls verslun - 01.01.1975, Page 29
ur 20. Matvælaiðnaður er lang
stærsta iðngrein landsmanna
og hafa um 40% starfandi
manna í iðnaði atvinnu sína af
henni. Undir þennan flokk
falla slátrun og kjötiðnaður,
mjólkuriðnaður, fiskiðnaður
allur, síldarsöltun, niðursuða
og reyking fiskafurða, brauð
og kökugerð, kexgerð, sælgæt-
isgerð, og síðan annar mat-
vælaiðnaður. Sá flokkur inni-
felur mjög margvíslegar vörur,
svo sem smjörlíki, kaffi, korn,
tómatsósu, krydd, fóðurblönd-
un og skepnufóður, hvalsúrsun
og þangmjölsvinnslu, og fjöl-
margt annað. Þá eru drykkjar-
vörur, sem eru öl og gos-
drykkjagerð og framleiðsla Á-
fengisverzlunar ríkisins. Sér-
stakur flokkur er fyrir tó-
baksiðnað, sem hér er aðeins
framleiðsla á neftóbaki, eftir
að vindlagerð lagðist niður
fyrir fjölda ára.
ULL OG FATNAÐUR.
Næst kemur vefjariðnaður,
sem er ullarþvottur, spuni og
vefnaður, framleiðsla á prjóna-
voð og prjónafötum, köðlum,
færum og netum, og fleiru. Þá
kemur skógerð, fatagerð og
framleiðsla á öðrum fullunn-
um vefnaðarvörum.
TRÉIÐNAÐUR.
Nr. 25 er timburiðnaður
margs konar, svo sem sögun-
arverksmiðjur, framieiðsla
flekahúsa, trétunnu- og tré-
kassagerð. Nr. 26 er húsgagna-
gerð og glugga og innréttinga-
smíði. Þess má geta að þegar
innréttingar eru smíðaðar á
byggingarstað, teljast þær í
flokki 4 með byggingarstarf-
semi.
PAPPÍR OG PRENT.
Flokkur 27 er pappírsiðnað-
ur, framleiðsla á pappír og
pappa og ýmsum vörum úr
þeim. Flokkur 28 er prentun,
bóka- og blaðaiðnaður af ýmsu
tagi. Undir hann fellur prent-
myndagerð, bókband, blaða- og
bókaútgáfa og starfsemi bóka-
forlaga. Nr. 29 er skinna- og
leðuriðnaður, annar en skó- og
fatagerð. Nr. 30 er gúmmíiðn-
aður, sem hér á landi er aðal-
lega sólun á hjólbörðum.
EFNAIÐAÐUR.
Nr. 31 er kemískur iðnaður,
framleiðsla tilbúins áburðar,
ammóníaks, súrefnis, hval-
vinnsla, lifrarbræðsla, lýsis-
hreinsun og lýsishersla, síldar-
og fiskimjölsvinnsla, málning-
argerð og önnur kemisk fram-
leiðsla, svo sem sápur og
þvottaefni. Þá er kola og olíu-
iðnaður, og framleiðsla úr
þeim efnum, svo sem vatns-
heldur tjörupappi.
STEINEFNI.
Nr. 33 er steinefnaiðnaður,
framleiðsla úr leir og postulíni,
gleriðnaður, sementsfram-
leiðsla, malar- og sandnám,
námugröftur, og annar stein-
efnaiðnaður, svo sem fram-
leiðsla á blandaðri stein-
steypu, fínpússningu, steinull,
hellum, pípum, hleðslusteinum,
malbiki, og fleiru. Þá kemur
málmnám nr. 34 og frum-
vinnsla málma og er hér á
landi eingöngu um álfram-
leiðslu að ræða.
MÁLMIÐNAÐUR.
Nr. 35 er málmsmíði, sem
er mjög margvísleg hér á
landi. Nr. 37 er smíði og við-
gerðir rafmagnstækja, og er
þar aðallega um að ræða elda-
vélar og ofna hér á landi. Þá
er einnig framleitt allmikið
af raftækjum í skip og báta.
Undir þetta fellur starfsemi
rafvélaverkstæða og fram-
leiðsla á rafmagnsmótorum.
Númer 38 er smíði og viðgerð-
ir flutningatækja. Stærstu lið-
ir í þessum flokki eru bíla-
viðgerðir og skipasmíði og við-
gerðir á skipum. Þá er einnig
all stór iðnaður í framleiðslu
yfirbygginga á bíla og fram-
leiðsla á sturtum og pöllum á
vörubílum.
PLAST OG FLEIRA.
Flokkur 39 nefnist ýmisleg-
ur iðnaður og kennir þar
margra grasa. Má þar nefna
smíði og viðgerðir á vísinda-
og mælitækjum, viðgerðir á
klukkum og úrum, skartgripa-
gerð og góðmálmasmíði, og
burstagerð. Þar er einnig
plastiðnaður, sem nú er orðinn
mjög fjölbreyttur hér á landi.
Má nefna framleiðslu á ein-
angrunarplasti, leikföngum úr
plasti, búsáhöldum, slöngum
og rörum, einangrun á raflínum
og fleira. Loks er flokkur yfir
iðnað sem er annars staðar ó-
talinn þar sem nefna má t. d.
leikföng, íþróttatæki, lampa-
skerma, skiltagerð, stimpla,
dúnhreinsun, kolsýruhleðsiu,
og fjöimargt annað.
FV 1 1975
29