Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Qupperneq 23

Frjáls verslun - 01.04.1975, Qupperneq 23
tóku gildi, voru nánast engar takmarkanir á rafeindanjósn- um. Eftir lagabreytinguna virð- ist nokkuð hafa dregið úr þess- um njósnum, a. m. k. af 'hálfu sambandsstjórnarinnar. Það, sem hefur vakið athygli manna, er áhugaleysi íbúa Kan- ada á þessum umfangsmiklu simahlerunum, sem þar hafa verið stundaðar. Einn gagnrýn- andi þingsins segist vera undr- andi á því „hve afskiptalausir Kanadamenn virðast vera gagnvart þessum innrásum í einkalíf fólks“. SUÐUR-AMERÍKA: NJÓSNIR ERU „DAGLEGT BRAUГ Símahleranir eru algengar í Suður-Ameríku og einn aðili, sem þekkir vel til mála í Arg- entínu segir: „Yfirvöld hafa í fórum sínum einhver fullkomn- ustu njósnatæki, sem völ er á og í miklu úrvali. Vertu varkár þegar þú talar í síma“. f Boli- víu segir erlendur diplomat: „Ef þú getur komið hingað í sendiráðið, til að ræða málið, gleður það mig, en það er ekki hægt að ræða það í símann“. Njósnir og hleranir eru ekki löglegar í flestum tilfellum, en fllest ríkin hafa lagasetningu um ríkisöryggi, lög gegn skæru- liðastarfsemi og umsátri, sem leyfa njósnir í einstökum til- fellum. Upplýsingar, sem fást með njósnum, eru oftast notaðar til þess að hafa hendur í hári and- stæðinga stjórnvalda. Fæstir hafa verulegar áhyggjur af þessu og einn þeirra sagði: ..Þetta hefur verið daglegt brauð um langt árabil, og breytist ekki í bráð“. PARÍS: SÍMAHLERANIR NOTAÐAR TIL KÚGUNAR f nóvember 1973 kom fram í skýrslu frönsku öldungadeild- arinnar, að áætlað væri að stjórnvöld eyddu árlega milli 10 til 15 milljónum dollara til að greiða fvrir símahlerunar- kostnað. f sömu skýrslu segir, að stjórnvöld hleruðu milli 1000 til 5000 símatæki daglega, eða a. m. k. reglulega, en það er með öllu ólöglegt og í 99% tilfella var verið að njósna í pólitískum tilgangi, eða til kúg- unar. Einum mánuði eftir að skýrslan birtist, var komið að hópi „pípara", sem voru að koma fyrir hlustunartækjum í skrifstofu franska ádeilurits- ins „Le Canard Enchainé“ í París, en það hefur löngum farið háðulegum orðum um frönsk stjórnvöld, sem aðra. Þá hefur einnig komið í ljós, að 'hlerunarbúnaði var komið fyrir á heimili Francois Mitterand, leiðtoga jafnaðarmanna, þegar verið var að lagfæra íbúðina. Einnig hefur orðið uppvíst um hleranir á heimilum 15 hátt- settra embættismanna, þar á meðal lögreglustjórans. Þegar Giscard D‘Estaing tók við embætti Frakklandsforseta í maí 1974, var eitt fyrsta verk hans að banna hleranir og láta eyðileggja allar símahlerunar- upplýsingar, sem safnað hafði verið saman á löngu árabili. Nú er að koma í Ijós, að tekin voru afrit af sumum þessara skjala og þau geymd. f könnun, sem gerð var skömmu eftir að uppvíst varð um innbrotið á skrifstofu Le Canard Enchainé, kom í ljós, að 69% landsmanna álitu hleranir í landi eins og Frakklandi hættulegar, og 65% töldu að einstaklingsfrelsi væri ekki nægilega vel verndað þar. BONN: STRANGT EFTIRLIT MEÐ HLERUNUM, EN .... Opinberar heimildir í V- Þvzkalandi segja. að strangt eftirlit sé haft með niósnum og hlerunum og að Þióðverjar vrðu hissa ef beir vissu ..hve sialdan" óheimilar hleranir eru framkvæmdar. Eneu að síður hafa Þjóðverjar. eins og Banda- rikiamenn. miklar áhyggjur af bessum málum. Niósnastofnun landsins. Bundesnachrichtendi- enst — BND —. sem er svinuð stofnun oí CIA, má aðeins stunda starfsemi sína utan landamæra r'kisins. En. eins oe CIA, hefur BND verið ásakað nm að hlera og niósna um a. m. k. 13 stiórnmálaleiðtoga og aðra framámenn í V-Þýzka- landi. Vestur-þýzkir njósnaað- ilar. hæði borgara- og hernað- arlegir, mega hlera síma og opna sendibréf með fengnu leyfi Innanríkis- eða Varnar- málaráðuneytisins. Þar að auki mega þessar stofnanir veita bandarískum, frönskum og breskum njósnastofnunum að- stoð, ef um sameiginleg ör- yggismál er að ræða. Þegar njósnamál yfirvalda skjóta upp kollinum þar í landi, reynast viðbrögð al- mennings ekki eins mikil og t. d. í Bandaríkjunum. Ástæð- an fyrir því er talin vera sú, að V-Þjóðverjar gera sér grein fyr- ir því, að austur-þýzka njósna- stofnunin og aðrar njósnastofn- anir kommúnista eru mjög um- fangsmiklar í landinu og að nauðsynlegt sé að mæta þessari starfsemi kommúnistaaflanna með gagnaðgerðum. RÓM: NÝJAR TAKMARK- ANIR, EN KOMA ÞÆR AÐ HALDI? Frá því í apríl ’74, hafa raf- eindanjósnir verið verulega takmarkaðar með nýjum ítölsk- um lögum. Nú er bannað að koma fyrir hlerunarbúnaði, stunda símanjósnir, opna sendi- bréf eða aðrar sambærilegar njósnir án skriflegs leyfis frá viðkomandi fógeta í hvert skipti, sem slíkt þarf að fram- kvæma. Mikil skriffinnska fylgir í kjölfarið og leyfi gilda oftast í takmarkaðan tíma. í flestum tilfellum þarf að sanna fyrir fógeta, að nauðsynlegt sé að njósna um einstaka menn, sem grunaðir eru um alvarlega glæpi, sem hægt væri að dæma viðkomandi aðila í a. m. k. 5 ára fangelsi fyrir, ef sannanir kæmu í Ijós. Áður en þessi ströngu lög tóku gildi, greindu ítalskir fjölmiðlar oft frá hneykslismálum, sem fullyrt var að hefðu komið i ljós með síma- eða hlerunarnjósnum. Margir landsmenn fagna lögun- um, sem skrefi í átt að aukinni friðhelgi einstaklingsins, og skrefi í átt frá gamla ríkislög- reglukerfi Mussolini-tímans. Lögregluyfirvöld eru aftur á móti óánægð með nýju lögin, sem þau segja að standi í vegi fyrir starfsemi sinni. Einn lög- regluforingi sagði: „Við vitum öll, að ótakmörkuð hlerunar- FV 4 1975 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.