Frjáls verslun - 01.04.1975, Qupperneq 28
í öðru sæti, segir í bókinni, en
afkoma almennings í fyrsta,
þegar hagsmunaágreiningur
kemur upp milli þessara
tveggja flokka.
Leggja ber meiri áherslu á
almenna þjónustu en einka-
neyslu, segir einnig í Hvítu
bókinni. Þar eiga Norðmenn t.
d. við að bæta beri heilbrigðis-
þjónustu, auka langskólagöngu
og fjölga dagheimilum fyrir
börn, sem ekki eru komin á
skólaskyldualdur. Gert er ráð
fyrir verulegri aukningu á þess-
um liðum samhliða auknum
tekjum þjóðarbúsins. Þá ber
að leggja áherslu á bætt
umhverfi íbúanna, með því að
gera t. d. umhverfi vinnustaðar
þægilegra og auka og endur-
bæta húsakost þjóðarinnar al-
mennt. Þrátt fyrir þessi atriði,
verður afkoman fram til 1980
svo góð, að árleg aukning
einkaneyslu verður 4,3%.
NÆG ORKA í 100 ÁR
í Hvítu bókinni segir, að
náttúruvandamálið sé alþjóð-
legt og staða Noregs á alþjóð-
legum vettvangi sé mjög góð,
vegna þess að landið býr nú
yfir miklum náttúru- og elds-
neytisauðæfum. Að mati ríkis-
stjórnarinnar eru ýmsar viðsjár
í orkumálum framundan og tel-
ur hún, að þróun olíuverðs sé
snar þáttur í því máli. í bók-
inni er varað við því, að efna-
hagsvandinn í heiminum kunni
að hafa langvarandi áhrif á
Noreg. Bent er á, að Noregur
geti best haft áhrif á þessa
þróun, með því að vinna að því
að hin auðugu iðnríki dragi úr
of mikilli eldsneytisnotkun
sinni. Noregur notar ekki hlut-
fallslega mikið af óbætanlegum
eldsneytistegundum (olíu og
gasi) miðað við aðrar iðnþjóðir,
en engu að síður ber þjóðin
hluta af ábyrgðinni í að beina
þróun orku- og eldsneytismála
inn á rétta braut, segir í bók-
inni. Tekið er fram, að orku-
skorturinn verði ekki átakan-
legur næstu hundrað árin, en
engu að síður beri að fara að
öllu með gát í þeim efnum.
HLUTSKIPTI FÁTÆKU
RÍKJANNA
Aðalvandi mannkynsins nú á
tímum er ekki of lítið hráefna-
framboð, heldur hlutskipti
hinna fátækustu hluta jarðar-
innar, að dómi norsku stjórnar-
innar. Aukin efnahags- og þró-
unaraðstoð Noregs á að bein-
ast að því hlutverki, að hraða
tilfærslu auðs úr höndum hinna
efnaðri ríkja til hinna fátæku.
Noregur verður að sætta sig við
aðgerðir fátæku ríkjanna, til að
knýja fram hærra verð fyrir
hráefni, sem þau selja iðnríkj-
unum, sjálfum'sér til lífsviður-
væris. Hvíta bókin segir, að
þróunarríkin verði sjálf að bera
ábyrgð á eigin þjóðfélags- og
stjórnmálaþróun. Noregur geti
veitt þeim aðstoð, sé þess óskað
og þá í völdum tilfellum.
LÍFSAFKOMA NORÐMANNA
Umhverfisvernd og endur-
bætur á lífsafkomu lands-
manna, eru tvö aðalefni Hvítu
bókarinnar. T. d. á að leggja
mikla áherslu á að draga úr
loftmengun, vernda líffræði-
lega hlið umhverfisins, nýtingu
úrgangs, og Noregur á að taka
frumkvæði í gerð alþjóðlegra
sáttmála um nýtingu auðlinda
heimsins. Noregur verður einn-
ig að gefa gaúm tilraunum þró-
unarríkjanna til að auka út-
flutning sinn. Stjórnin ætlar að
leggja mikla áherslu á það
heima fyrir, að bæta heilsufar
og vinnuumhverfi launþega, og
jafnframt draga skipulega úr
flutningi fólks til borganna,
með áframhaldandi uppbygg-
ingu byggðastefnu og aukinni
dreifingu framleiðslutækja út
um landsbyggðina. Hagsmunir
neytandans verða að vera
grundvallaratriði varðandi
markaðskönnun og vörufram-
leiðslu.
Þá segir í Hvítu bókinni, að
olíutekjurnar eigi að skapa
grundvöll til að takmarkið
„vinna fyrir alla“ náist. Hér er
átt við aukna atvinnumögu-
leika fyrir konur og meira jafn-
rétti kynjanna á vinnumarkað-
inum. Stjórnin heitir nýjum
lögum um jafnrétti kynjanna
og að auka framboð hálfsdags-
vinnu og venjulegri fjölgun
dagvistunarheimila.
Vélsmiðjan hf.
VIÐ HAFNARBRAUT,
AKRANESI.
SÍMAR 93-1487 OG
93-1725.
• JÁRN- OG
VÉLSMÍÐI
• VÉLAVIÐGERÐIR
• RENNISMÍÐI
• NYSMIÐI
Vélsmiðjan hf.
AKRANESI.
28
FV 4 1975