Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Side 29

Frjáls verslun - 01.04.1975, Side 29
SamUðamaénr Sigur&ur Jóhannsson, vegamálastjóri: „Stjórnvöld hafa aldrei mótað samræmda heildarstefnu í samgöngumálum" „Athuga þarf, hvaða hlutverki hver samgöngugrein á aö gegna frá þjóðhagslegu og félagslegu sjónarmiði'"’ Nú, þcgar vegaáætlun til ársins 1977 hefur veriðl til meðferðar hjá Alþingi þótti Frjálsri verzlun rétt að ræða við vegainálastjóra og kynnast viðhorfum hans til vegamálanna á breiðum grundvelli. Þar eð vegaáætlun var ekki samþykkt er vegamálastjóri svaraði spurningum blaðsins verður hér ekki vikið að einstökum verkefnum næstu ára. F.V.: — Nú þegar þjóðhátíð- arvíman er runnin af íslend- ingum, leyfist mönnum kannski að velta fyrir sér gildi eða c- kostum framkvæmdar eins og opnunar hringvegarins. Finnst yður sem vegamálastjóra, að hringvegurinn hafi verið á rétt- um stað í framkvæmdaáætlun vegamálanna, eða að hann hafi verið ótímabær vegna brýnni verkefna og þess aukna við- halds, sem fylgir því að slík flóðgátt fyrir umferð hefur ver- ið opnuð? S. Jóh.: — Þegar ríkisstjórn og Alþingi ákváðu snemma á árinu 1972 að lokið skyldi lagn- ingu vegar yfir Skeiðarársand á þjóðhátíðarárinu 1974, var rætt um þessa framkvæmd sem afmælisgjöf til þjóðarinnar. Því var það að sjálfsögðu ekki athugað sérstaklega, hvort þessu fé yrði e. t. v. betur var- ið til annarra vegafram- kvæmda. Kostnaður við verkið var á- ætlaður 500 m. kr. miðað við verðlag í ágúst 1971. Sú áætl- un hefur staðizt, þegar tekið er tillit til verðibreytinga. Ég er þeirrar skoðunar, að engin jafnódýr framkvæmd i vegamálum hefði valdið jafn- Sigurður Jóhannsson varð vegamálastjóri 1956. Hann er Snæfell- ingur að ætt, fæddur 1918. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1937 og prófi í byggingarverkfræði frá Danmarks Tekniske Höjskole 1942. Sigurður starfaði í þrjú ár í Danmörku og Svíþjóð en réðst sem verkfræðingur til vegagerðar- innar árið 1945. stórvægilegri breytingu á vega- kerfi landsins og þessi fram- kvæmd. Má í því sambandi nefna, að fyrir sömu upphæð hefði tæplega verið unnt að leggja Keflavíkurveginn, en endurbyggja hefði mátt um 70 km á leiðinni milli Reykjavík- ur og Akureyrar með olíumal- arslitlagi. F.V.: — Hvað er vegakerfi landsins langt? S. Jóh.: — Samkvæmt tillögu FV 4 1975 29

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.