Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Side 45

Frjáls verslun - 01.04.1975, Side 45
Þessi mynd var tekin er hraðfrystur fiskur var í fyrsta sinn flutt- ur vestur um haf með Loftleiðum. Það var gert á vegum Sambands ísl. samvinnufélaga. leyti með svipuðum hætti og hjá öðrum þjóðum, að flutning- ur farþega hefur setið í fyrir- rúmi fyrir vöruflutningum. Far- þegar, farangur þeirra og einn- ig póstur, hafa yfirleitt forgang á flutningsrými í áætlunarferð- um flugfélaganna, innanlands og milli landa, og aðeins í litl- um mæli innanlands eru hafnar sérstakar áætlunarferðir með vörur eingöngu. Meirihluti farmflutninga íslenzku flugfél- aganna fer fram með svipuðum hætti og mest tíðkast erlend- is, þ. e. a. s. í lestum flugvél- anna þar sem farangur farþeg- anna er jafnframt geymdur og er því flutningsgetan í hverri ferð nokkuð háð því rými, sem eftir verður þegar búið er að koma fyrir farangri, eða a. m. k. áætla rými fyrir farangur. Á þeim árstimum sem farþega- flutningar eru í hámarki getur því oft orðið minna rými fyrir vörurnar, en gert hafði verið ráð fyrir, ekki sízt ef meirihluti farþega eru íslendingar, en far- angur þeirra vill oft verða í meira lagi. Vörur eru :þó fluttar í öllum áætlunarferðum ísl. flugfélag- anna að heita má, bæði á inn- anlands og millilandaleiðum, enda yfirleitt nokkuð rými eftir þótt hvert sæti sé skipað, t. d. fyrir u. þ. b. 5 lestir í DC8- 63 flugvélum Loftleiða og 2-3 lestir í Boeing-vélum Flugfé- lagsins. Millilandavélar beggja félaganna eru líka með bún aði, sem gerir flutning vöru- palla mögulegan þegar far- Flugvélar F. í. fluttu í fyrra 4800 lestir af vörum á flugleið- um innanlands. þegarými er ekki fullnýtt, þ. e. a. s. stórum frakthurðum og styrktum gólfum o. fl. nauðsyn- legum atriðum. í Boeing-vél- unum er sá háttur hafður á, á vetrum, að í meirihluta ferða eru þær með tvo vörupalla á kostnað farþegarýmis. Ein af Fokker-flugvélunum er einnig búin frakthurð, jafnframt því sem þær eru allar fimm með hreyfanlegum skilrúmum þann- ig að auðvelt er að auka vöru- rými eftir þörfum og kemur það að góðum notum. 7800 LESTIR í FLUGI í FYRRA Á s.l. ári fluttu flugvélar Flugfélags íslands um 4.800 lestir af vörum innanlands og vélar beggja félaganna, Loft- leiða og Flugfélags íslands, fluttu 3.000 lestir til og frá landinu. Eru þá ekki taldir með flutningar Loftleiða milli Bandaríkjanna og E.vrópu. Hafa vöruflutningar íslenzku flugfélaganna fjórfaldast á s.l. tíu árum og er sú aukning hér- umbil tvöföld aukning farþega- flutninga á sama tíma. Enn eru þó vöruflutningar í lofti aðeins smávægilegt bi’ot af heildai’- flutningum landsmanna, að magni til, en sú þjónusta er okkur þó mjög nauðsynleg og munu íslenzku flugfélögin stefna að því að auka hana vei’U- lega á komandi árum. Ljóst er þó, að ekki mun koma til stökk- breytingar á þessu sviði fyrr en FV 4 1975 45

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.