Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Síða 50

Frjáls verslun - 01.04.1975, Síða 50
Guftjón Teitsson, forstjóri Skipaútgerftar ríkisins „IMý 4000 fermetra vörugeymsla í Reykjavík bætir aðstöðunaM „Yfirleitt hefur verið mjög gott samstarf milli Skipaútgerðarinnar og heildverzlunarinnar. Samt sem áður er æskilegt að ræðta mörg sameiginleg hagsmunamál, er staðið geta til bóta. Eg vil því hefja mál mitt með'því að gera grein fyrir í hverju sé helzt áfátt hjá því fyrirtæki, sem ég stend fyrir. Það er aðstaða fyrirtækisins í Reykjavík,“ sagði Guðjón Teitsson, forstj. Skipaútgerðar ríkisins- Aðstaða í Reykjavík stendur þó til bóta, því að búið er að teikna hús fyrir starfsemi Skipaútgerðarinnar, en það mun koma á uppfyliingu vest- an Grófarbryggju. Verður það myndarlegt hús, upp á 4000 fermetra, og aðallega hugsað sem vöruskemma. Þegar hún verður fullgerð vonast ég til að þægilegra verði um afgreiðslu á vörum og hætta á skemmdum minnki verulega frá því sem nú er, þegar vörur verða að standa úti á hafnahbakka vegna plássleysis í skemmunum. Þó tel ég mest um vert, að tafir hjá bílum viðskiptamann- anna megi minnka. Eins og nú er koma bílar viðskiptamanna inn á ökuleiðir út- og uppskip- unartækjanna, sem fara á milli skipanna og geymsluhúsanna, og hlýzt af þessu mikið umferð- aröngþveiti, sem er fráfælandi fyrir viðskiptamennina og veld- ur okkur sjálfum töfum við af- greiðslu skipanna. NÝI SKIPAKOSTURINN Mér þykir rétt að gera hér grein fyrir þvi, hvað fyrir okk- ur vakti, þegar breytt var um skipakost útgerðarinnar. Eins og þið vitið voru byggð tvö ný strandferðaskip á Akureyri til hringferða í kringum landið, aðallega vöruflutningaskip, þö að nokkrir möguleikar séu líka á farþegaflutningum. Þegar skipin voru hönnuð, vissum við að erlendis var mest í tízku að aka með vörur af hafnarbakka beint um borð í skipin. Hér er Guðjón Teitsson, forstjóri Skipaútgerðar ríkisins. ekki aðstaða fyrir þetta í höfn- um, munur mikill á flóði og fjöru auk þess sem veðurfar hamlar gegn þessu. Skipin eru hins vegar vel löguð fyrir ein- ingaflutninga, í gámum og á vörupöllum sem nú tíðkast í al- þjóðlegum flutningum. Mið- skips höfum við krana, sem lyftir fimm tonnum og 20 tonna lyftigeta er að framan. Frysti- rúm er í tveimur lestum fyrir u. þ. b. 250 rúmmetra, sem er mjög þægilegt fyrir innanlands- markaðinn, svo sem fyrir beitu- flutninga og kjöt- og fiskflutn- inga. Allt er þetta gagnlegt og þægilegt. Skipin eru í gerð sinni mjög heppileg sem strand- ferðaskip, svo langt sem þau ná. 55-58 HRINGFERÐIR Á ÁRI. Ýmsir eru óánægðir með tíðni ferðanna, telja hana of litla. Við erum með 55-58 hring- ferðir þessara skipa á ári, sem þýðir, að ekki er farið nema hálfsmánaðarlega hvora leið á báðum skipunum. Mönnum á Vestfjörðum og Austfjörðum t. d. hættir til að meta þá ferð- ina, sem frá Reykjavík kemur, miklu hærra verði heldur en hina, er kemur að norðan. Þetta hringferðafyrirkomulag er þó að ýmsu leyti heppilegast fyrir okkur, að mínum dómi. Hef ég iðnaðinn í landinu þá einkan- lega í huga. Markaðurinn fyrir iðnfyrirtækin er nú ekki sér- lega stór hér á landi. Við skul- um taka sem dæmi, að iðnaður rísi upp á Þingeyri eða Pá- skrúðsfirði og hefði markað fyrir allt landið. Ég vil, að þessi fyrirtæki hafi möguleika til sölu á öllum höfnum, sem strandferðaskipin koma á, án umhleðslu. Hægt er að hugsa sér ókeypis umhleðslu að því er snertir framhaldsflutning, og að umhleðslukostnaður félli niður t. d. á Akureyri. Umhleðslan getur þó aldrei komið í staðinn fyrir beinar ferðir. Hún tefur og skapar kostnað og skemmdahættu. Létum við skipin snúa við á Akureyri, og annað skipið færi vestur um og hitt austur, myndu þau lenda á sama tíma í Reykjavík. Það yrði óhagstætt varðandi nýtingu á mannafla við starfsemina. 50 FV 4 1975
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.