Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Síða 54

Frjáls verslun - 01.04.1975, Síða 54
Almenn trésmiðja Gluggasmíði Hurðasmíði Innréttinga- smíði Trésmiðja Þorsteins * og Arna hf. Fossnesi, Selfossi Sími 991553 0 Skipaútgerðin gagnrýnd Árni Gestsson, stórkaupmað- ur, taldi að ýmsar hafnir á landinu væru orðnar jafnþýð- ingarmiklar og hinar svo- nefndu aðalhafnir hjá Eimskip. Varpaði hann fram þeirri spurningu, hvort félagið gæti ekki komið á ferðum til fleiri hafna úti á landi og veitt þar með Skipaútgerðinni aukið að- hald. Ræðumaður taldi nauð- synlegt að komið yrði á betri reglu í pakkhúsunum, því að stundum tæki tvo eða þrjá daga að finna vöruna þar. Árni beindi þeirri fyrirspurn til Arnar Johnsen, hvort vara- hlutasendingar gætu ekki feng- ið að njóta forgangs í flutn- ingum með flugi. Bjarni Bragi Jónsson, hag- fræðingur, greindi frá störfum Efnahagsstofnunarinnar og síð- ar Framkvæmdastofnunar rík- isins að athugun á samgöngu- málum á Islandi. Skipaútgerð ríkisins og skipulag ferða á hennar vegum hefði verið til sérstakrar meðferðar. Hefði þótt sýnt vegna ferðaáætlana útgerðarinnar og lélegrar nýt- ingar ferða hjá henni, að þær væru rangt skipulagðar og hefði verið bent á „pendul“- ferðir í staðinn fyrir hring- ferðirnar. Allar skýrslur sýndu, að skipin skrölluðu tóm fyrir Norðurlandi. Það þýddi, að í stað þess að snúa til baka og þjóna t. d. Vestfjörðum í baka- leiðinni væri skip látið sigla fyrir allt Norðurland, áður en það raunverulega byrjaði sina ferð suður með Austfjörðum. Einn hængur væri þó á þessu, þ. e. a. s., að Akureyri er þarna á milli, eina verulega iðnaðar- miðstöðin úti á landi. Það hefði einnig virzt fara framhjá forsvarsmönnum Skipaútgerðarinnar í gjald- skrármálum og samkeppni og samvinnu, að útgerðin nyti ekki lengur einkasöluaðstöðu í sambandi við flutninga á hina ýmsu firði landsins. Nú starf- aði hún í samkeppni við aðra og þetta tæki kannski vissan umiþóttunartíma. Aðalatriðið væri að sjá samvinnumöguleik- ana og hvernig hægt væri að nota önnur tæki til að bæta við ferðirnar. Óttarr Möller sagði um aðal- hafnir Eimskips, að fyrir nokkrum áratugum hefðu gilt sömu flutningsgjöld til Reykja- víkur og allra hafna úti á landi. Verðlagsákvæðin hefðu gengið svo langt, að fyrir fóð- urvöru hefði verið $12 flutn- ingsgjald frá Bandaríkjunum og dugði það fyrir lestunar- kostnaði vestanhafs og ekkert var eftir til að flytja vöruna fyrir heim og út á land. Þá voru flutningsgjöldin aðeins látin gilda til Reykjavíkur. Fyrirkomulagið var svo gert betra með aðalhöfnum úti á landi. Sagði ræðumaður, að bæta mætti við fleiri aðalhöfn- um en það kostaði hærri flutn- ingsgjöld. Aukin þjónusta kost- aði meiri peninga og þá yrði líka spurt: „Á ekki að flytja á sama verði til Hellu eða Víkur í Mýrdal?“ 0 Glundroðinn í vörugeymslunum Um glundroðann í vöru- geymslum sagðist Óttarr viður- kenna, að hann væri fyrir hendi þrátt fyrir nýbyggingar á nokkrum árum í Faxaskála og inni við Sundahöfn, þar sem er 13000 fermetra geymslu- pláss. Áframhaldandi bygging- ar væru fyriríiugaðar þar, ef fjármagn leyfði. Eimskipafé- laginu væri ljóst, að geymslu- rýmið þyrfti að auka um 50% til þess að reksturinn yrði við- unandi. Að lokum sagðj ræðumaður, að sjá þyrfti til þess, að ríki og bæjarfélög legðu sambærileg gjöld á allar tegundir flutn- ingatækja, en hefðu það ekki eins og í dag, þegar borga þarf mörg þúsund krónur í vöru- gjald, ef varan er látin fara með skipi en ekkert ef hún fer með bíl. Skipafélögin ættu heldur ekki að borga milljónir í hærri tryggingagjöld vegna skemmda á bryggjum en bíleig- endur ekkert vegna veganna. Við skulum taka tillit til, að 54 FV 4 1975
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.