Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Page 54

Frjáls verslun - 01.04.1975, Page 54
Almenn trésmiðja Gluggasmíði Hurðasmíði Innréttinga- smíði Trésmiðja Þorsteins * og Arna hf. Fossnesi, Selfossi Sími 991553 0 Skipaútgerðin gagnrýnd Árni Gestsson, stórkaupmað- ur, taldi að ýmsar hafnir á landinu væru orðnar jafnþýð- ingarmiklar og hinar svo- nefndu aðalhafnir hjá Eimskip. Varpaði hann fram þeirri spurningu, hvort félagið gæti ekki komið á ferðum til fleiri hafna úti á landi og veitt þar með Skipaútgerðinni aukið að- hald. Ræðumaður taldi nauð- synlegt að komið yrði á betri reglu í pakkhúsunum, því að stundum tæki tvo eða þrjá daga að finna vöruna þar. Árni beindi þeirri fyrirspurn til Arnar Johnsen, hvort vara- hlutasendingar gætu ekki feng- ið að njóta forgangs í flutn- ingum með flugi. Bjarni Bragi Jónsson, hag- fræðingur, greindi frá störfum Efnahagsstofnunarinnar og síð- ar Framkvæmdastofnunar rík- isins að athugun á samgöngu- málum á Islandi. Skipaútgerð ríkisins og skipulag ferða á hennar vegum hefði verið til sérstakrar meðferðar. Hefði þótt sýnt vegna ferðaáætlana útgerðarinnar og lélegrar nýt- ingar ferða hjá henni, að þær væru rangt skipulagðar og hefði verið bent á „pendul“- ferðir í staðinn fyrir hring- ferðirnar. Allar skýrslur sýndu, að skipin skrölluðu tóm fyrir Norðurlandi. Það þýddi, að í stað þess að snúa til baka og þjóna t. d. Vestfjörðum í baka- leiðinni væri skip látið sigla fyrir allt Norðurland, áður en það raunverulega byrjaði sina ferð suður með Austfjörðum. Einn hængur væri þó á þessu, þ. e. a. s., að Akureyri er þarna á milli, eina verulega iðnaðar- miðstöðin úti á landi. Það hefði einnig virzt fara framhjá forsvarsmönnum Skipaútgerðarinnar í gjald- skrármálum og samkeppni og samvinnu, að útgerðin nyti ekki lengur einkasöluaðstöðu í sambandi við flutninga á hina ýmsu firði landsins. Nú starf- aði hún í samkeppni við aðra og þetta tæki kannski vissan umiþóttunartíma. Aðalatriðið væri að sjá samvinnumöguleik- ana og hvernig hægt væri að nota önnur tæki til að bæta við ferðirnar. Óttarr Möller sagði um aðal- hafnir Eimskips, að fyrir nokkrum áratugum hefðu gilt sömu flutningsgjöld til Reykja- víkur og allra hafna úti á landi. Verðlagsákvæðin hefðu gengið svo langt, að fyrir fóð- urvöru hefði verið $12 flutn- ingsgjald frá Bandaríkjunum og dugði það fyrir lestunar- kostnaði vestanhafs og ekkert var eftir til að flytja vöruna fyrir heim og út á land. Þá voru flutningsgjöldin aðeins látin gilda til Reykjavíkur. Fyrirkomulagið var svo gert betra með aðalhöfnum úti á landi. Sagði ræðumaður, að bæta mætti við fleiri aðalhöfn- um en það kostaði hærri flutn- ingsgjöld. Aukin þjónusta kost- aði meiri peninga og þá yrði líka spurt: „Á ekki að flytja á sama verði til Hellu eða Víkur í Mýrdal?“ 0 Glundroðinn í vörugeymslunum Um glundroðann í vöru- geymslum sagðist Óttarr viður- kenna, að hann væri fyrir hendi þrátt fyrir nýbyggingar á nokkrum árum í Faxaskála og inni við Sundahöfn, þar sem er 13000 fermetra geymslu- pláss. Áframhaldandi bygging- ar væru fyriríiugaðar þar, ef fjármagn leyfði. Eimskipafé- laginu væri ljóst, að geymslu- rýmið þyrfti að auka um 50% til þess að reksturinn yrði við- unandi. Að lokum sagðj ræðumaður, að sjá þyrfti til þess, að ríki og bæjarfélög legðu sambærileg gjöld á allar tegundir flutn- ingatækja, en hefðu það ekki eins og í dag, þegar borga þarf mörg þúsund krónur í vöru- gjald, ef varan er látin fara með skipi en ekkert ef hún fer með bíl. Skipafélögin ættu heldur ekki að borga milljónir í hærri tryggingagjöld vegna skemmda á bryggjum en bíleig- endur ekkert vegna veganna. Við skulum taka tillit til, að 54 FV 4 1975

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.