Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Síða 55

Frjáls verslun - 01.04.1975, Síða 55
Frá aðalfundi Félags ísl. stórkaupmanna á Hótel Sögu. Þar fóru fram líflegar umræður um vöriu- flutninga innanlands og milli landa og voru fyrirspurnir margar. tollar eru greiddir af bílnum og þungaskattur, sagði Óttarr. Þetta skulum við láta hlutlausa aðila athuga. Ég þori að full- yrða, að flutningar munu stór- aukast með skipum á strönd- ina, þegar jafnrétti hefur verið náð að þessu leyti. Skip munu sigla daglega til ísafjarðar og Akureyrar, með gáma eða vör- ur á pöllum. En hvernig á þetta að geta gerzt í dag, þegar skip- ið verður að endurgreiða til ríkis og bæja allt upp í helm- ing af flutningsgjaldinu? ísleifur Runólfssón, sagði, að bílarnir væru ekki vandamál í sambandi við flutninga á landi heldur lélegir vegir. Flugvélar myndu ekki lenda á brautum, sem voru notaðar fyrir 30 ár- um og skipin koma ekki inn á jafngamlar hafnir, nema þær hefðu verið dýpkaðar. Bilarnir hefðu þjónað stöðum, sem skipin komust ekki á, á ísárun- um, t. d. nokkrum stöðum á Norðausturlandi. Ræðumaður gat þess, að 10 tonna 'bíll, sem færi 50 ferðir til iHúsavíkur greiddi 515 þús. krónur í þungaskatt. Slíkur bíll kostaði um 10 milljónir í dag. Ef skip, sem kostaði 300 milljónir, væri tekið til sam- anburðar væru þar komnar 15 milljónir í skatt miðað við verð tækisins. Fólkið í landinu ætl- ast til að njóta þjónustu vöru- flutningabílanna. Það þykir hagkvæmt. Ekkert réttlæti kvaðst ræðumaður geta séð í því að skattleggja bílana, af því að engin pakkhúsleiga er tekin vegna flutninga þeirra. Af- hverju að skattleggja þá fyrir að taka ekki, það sem þeir þurfa ekki að taka? 0 Vandamál flugsins Örn O. Johnson svaraði fyr- irspurn Árna Gestssonar um flutninga varahluta erlendis frá, þegar mikið lægi við. Þetta kvað Örn vera meginvandamál Flugleiða í sambandi við flutn- inga á milli landa. Það stafaði fyrst og fremst af því, að rými væri hreinlega ekki fyrir hendi og þeirri stefnu, að farþegar, farangur þeirra og póstur hefðu forgang. Vandinn yrði ekki leystur fyrr en sérstakar áætl- unarferðir með vörur yrðu skipulagðar og það með svo stórum tækjum, að þau gætu annað þessum flutningum. Til frekari skýringar nefndi Örn, að gjarnan safnaðist sam- an á einn stað meiri flutningur en félagið réði við. Þá væri reynt að nýta rýmið til hins ýtrasta, þegar flugvél legði af stað og þá tekið til allt það, sem talið væri hægt að flytja með. Stundum vill farþega- flutningur verða mun meiri en gert var ráð fyrir og þá er brugðið á það ráð að láta vörur fara tilbaka að einhverju leyti en reynt að meta, þrátt fyrir þröngan tíma, hvað helzt þurfi að fara. Safnist vörur saman að einhverju marki væru gerð- ar sérstakar ráðstafanir, annað hvort með því að takmarka far- þegarými í næstu ferð og setja vörupalla í staðinn eða fara aukaferðir. Örn gat um sérstök vanda- mál á vissum áfangastöðum er- lendis, þar sem ruglingur komst á vörusendingar um leið og ný tækni var tekin í notkun við greiningu sendinga og flutninga á færiböndum út að flugvélunum. Nú væri við slíkt vandamál að glíma í Lond- on. Miðað við reynslu undan- farinna ára væri ástandið nú almennt í þokkalega góðu lagi á endaptöðvum félagsins erlend- is. Um forgang fyrir vissar vörutegundir sagði ræðumaður, að það væri vandamál, erfitt viðfangs. í reynd væri lögð á- herzla á að taka frá allar lyfjasendingar og senda með fyrstu flugvél. En þetta væri erfitt í framkvæmd vegna tímaskorts, og þess líka, að fé- lagið réði ekki yfir pakkhúsun- um erlendis. í þriðja lagi yrði líka að fara varlega í þessa hluti, því að ekki væri gerður munur á farmgjöldum eftir vörutegundum. FV 4 1975 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.