Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Page 57

Frjáls verslun - 01.04.1975, Page 57
Selfyssingar eignast orkulindir: IVIikið jarðhitasvæði fundið í landi Laugardæla — á borð við Reykjasvæðið í IVIosfellssveit Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós að jarðhitasvæðið í Laugardælalandi, skamnit austan við Selfoss, getur gefið af sér álíka magn af heitu vatni og Reykjasvæðið í Mosfellssveit. Selfosshreppur keypti virkjunarréttinn harna af Kaupfélagi Árnesinga um áramótin 1968—1969 á 14 milljónir króna. Að sögn Óla Þ. Guðbjartsson- ar oddvita Selfosshrepps, opnar þetta geysilega möguleika fyrir hreppsfélagið og er þegar í al- varlegri athugun að leggja leiðslur úr jarðhitasvæði Sel- fosshrepps til Eyrarbakka og Stokkseyrar til að leysa olíu- kyndingar af hólmi á báðum stöðum. Selfoss mun einnig hafa nægilegt heitt vatn um ó- fyrirsjáanlega framtíð og eins og Óli komst að orði, væri hit- ans vegna ekkert til fyrirstöðu að reisa heila höfuðborg aust- anfjalls. FJÖLBREYTT ATVINNULÍF Selfoss er héraðsmiðstöð og við uppbyggingu staðarins er stefnt að því að hann þjóni sem best miðstöðvarhlutverkinu. Þar eru atvinnumöguleikar fjöl- breyttari en víðast á stöðum af svipaðri stærð og alls ekki hægt að tala um einhæfni í atvinnu- lífinu. í fyrra greiddu 43 aðilar aðstöðugjöld þar, auk 79 ein- staklinga, en þessar tölur gefa nokkra vísbendingu um fjöl- breytta starfsemi á staðnum. Fyrsti vísir að þorpi fór að myndast þarna upp úr árinu 1929, að Mjólkurbú Flóamanna reisti mjólkurstöð skammt frá Ölfusárbrú, sem byggð var 1891. -Skömmu síðar var þar stofnað Kaupfélag Árnesinga, en það var ekki fyrr en á styr- jaldarárunum síðari, að verú- leg aukning varð á íbúatöiunni í byggðinni við Ölfusárbrú. Flykktist fólk þá til bæjanna við Faxaflóa, en það margfald- aði mjólkurþörfina þar og mjólkuriðnaðurinn við Ölfusá dafnaði. Svo var það 1947, að Selfosshreppur var stofnaður úr spildum þriggja næstu hreppa. ÍBÚAR 2822 I DES. SL. Þótt staðurinn sé einhver sá yngsti á landinu voru íbúarnir orðnir 2822 í des. sl. og hefur enn fjölgað. Fjölgun á Selfossi í fyrra var um 7%, en lands- meðaltalsfjölgunin var þá tæpt hálft annað prósent. Taldi Óli hina fjölbreyttu atvinnumögu- leika eiga þar mikinn þátt að, Eitt fyrsta fjölbýlishúsið á Selfossi nývígt. Óli telur, að innan ör- fárra ára verði hreppsfélagið komið í vandræði með landsvæði undir nýjar byggingar. FV 4 1975 57

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.