Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Side 61

Frjáls verslun - 01.04.1975, Side 61
Steypustöð Suðurlands hf. á Selfossi: Getur sent steypu um allt Suðurland Sleypustöð Suðurlands h/f, nefnist fyrirtæki, sem staðsett er við Hrísmýrarklett, skammt norðan við Selfoss. Olafur Jónsson er þar forstjóri og einn af eigendum. Hann sagði í viðtali við FV, að fyrir- tækið hefði keypt notaða steypustöð árið 1971 og reist á fyrrnefnd- um stað enda væri Selfoss mjög miðsvæðis á Suðurlandi og því heppilegur staður fyrir svona rekstur. Hægt er að aka steypu frá stöðinni allt upp í Sigöldu og austur undir Eyjafjöll og þá að sjálfsögðu til allra þéttbýlis- kjarna á Suðurlandi og í sveit- irnar. Þetta fyrirkomulag er mikil breyting frá eldri vinnu- brögðum við steypugerð. Áður þurfti að draga aila efnisflokka að á steypustað, fá þangað steypuhrærivél og laga steyp- una á staðnum. Ólafur sagði að með því móti hefðu hráefnin rýrnað verulega og erfitt ver- Ólafur Jónsson, forstjóri: Vil gjarnan laga steypu í hrú yfir Ölfusárósa. ið að halda steypunni nákvæm- lega jafnri. Með hliðsjón af þessu og fleiri atriðum, taldi hann steypu frá steypustöðinni koma hagkvæmari út en ef menn væru að laga sjálfir á hverjum byggingarstað. FIMM BÍLAR Hráefni fær stöðin víða að. Sementið kemur með tankbíl frá Reykjavík og er dælt í tanka stöðvarinnar. Sandurinn kemur að mestu frá Reykjavík, enda sagði Ólafur að erfitt væri að fá góðan sand nær. Mölin er svo fengin úr gömlum sjávar- kömbum að Hvammi í Ölfusi. í stöðinni er efnunum blandað saman í viðkomandi hlutföllum eftir tegund steypu hverju sinni, og er efnið hitað þannig að unnt er að steypa í frostum. Efninu er svo hleypt niður í bil- ana sem hræra steypuna og aka henni út. Ólafur byrjaði með tvo bíla en þeir eru nú orðnir fimm og taka 25 rúmmetra samanlagt í einu. Stöðin annar vel að blanda í þá og fleiri bíla ef vegalengdirnar eru langar. SAMSTARF VIÐ STEYPU- STÖÐINA í REYKAVÍK Viðskiptavinir stöðvarinnar eru fjölmargir, t. d. flestir bygg- ingameistarar í Árnessýslu. ■ ltt,> i Verið að ferma einn bílanna. Skammt þarna frá stendur nýja vcrk- stæðisbygg- ingin. FV 4 1975 61

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.