Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Síða 67

Frjáls verslun - 01.04.1975, Síða 67
vristarverur, sem aðkomu- íþróttafólk getur búið í við heimsóknir. Um þessar mundii' er unnið að kappi við frágang og mikill áhugi fyrir því meðal íþróttafólks. Magnús vildi sér- staklega nefna framlag ÍA í þessu sambandi, en nú vinna skipulagðir gjálfboðaliðaflokk- ar ÍA-manna að því að einangra loft hússins, en það hefði ann- ars kostað um eina og hálfa milljón króna. Unnið verður við húsið fyrir 34 miljónir í ár. Nýlokið er stórri viðbygg- ingu við gagnfraeðaskólann og er hann nú einn af fáum á landinu einsetinn. í því húsi fer fram mikil félagsstarfsemi, bæði á vegum skólans og Æsku- lýðsráðs Akraness. Neðri hæð er ekki fulllokið. Barnaskólinn er að verða of lítill og verður væntanlega ráðist í byggingu nýs barnaskóla í nýju hverfi innan tíðar. SJÚKRAHÚSIÐ STÆKKAÐ Við sjúkrahúsifj verður unn- ið fyrir um 50 milljónir króna í ár. Þar er verið að fullgera nýtt eldhús og unnið að gerð nýrrar lyflækingadeildar, þar sem verða um 30 legurúm. Verður því væntanlega lokið snemma á næsta ári og þá verða um 100 legurúm í sjúkra- húsinu. Vegna þess að á næstunni kann að verða mikiði jarðrask í bænum vegna hugsanlegra hita- veituframkvæmda, er ekki lagt mikið í varanlega gatnagerð að sinni. í ár eru þó lagðar þrjár nýjar götur í ný bygginga- hverfi. NÝ BRYGGJA í SMÍÐUM Nú er verið að byggja nýja bryggju í höfninni, sem mun auka viðlegupláss verulega. Öðrummegin við bryggjuna mun Akraborgin fá aðstöðu þannig að hægt verður að aka bílum beint um borð í hana, eins og hún er útbúin fyrir. Unnið verður að þessari fram- kvæmd fyrir um 50 milljónir í ár. Magnús sagði, að Akraborg- in væri stór þáttur í góðum samgöngum við Reykjavík, enda fer skipið þrjár ferðir á dag milli staðanna. Hann sagði Unnið að gatnagerð í nýju hverfi. Þar eiga að rísa fjölbýlis- hús. að skipið hefði reynst afbragðs- sjóskip í öllum veðrum og væri hinn þarfasti hlutur fyrir stað- inn. Annars koma sérleyfisbílai' einnig við á Akranesi og land- leiðin til Reykjavíkur verður mjög sjaldan ófær. DVALARHEIMILI ALDRAÐRA KOMIÐ VEL Á VEG Unnið er við byggingu dval- arheimilis aldraðra, Höfða, en framkvæmdir hófust árið ’72. í fyrsta áfanga verða 36 íbúðir, bæði fyrir einstaklinga og hjón. Ráðgert er að heimilið verði ekki hjúkrunarheimili, heldur fremur fyrir fólk sem getur séð um sig sjálft, en þó verður þar vakt allan sólarhringinn og sameiginlegt mötuneyti fyrir vistmenn. Magnús sagði að mik- il áhersla væri lögð á að koma þessu húsi sem fyrst í notkun og verðiur það fokhelt í sumar. SJÁVARÚTVEGUR ER AÐALATVINNUGREININ Aðalatvinnugrednar á Akra- nesi eru sjávarútvegur og iðn- aður í vaxandi mæli. 16 stærri bátar eru gerðir þaðan út, þrír togarar ag talsverð trilluútgerð er einnig. Trillurnar veiða mik- ið af grásleppu og á síðasta ári voru útflutningsverðmæti grá- sleppuhrogna frá Akranesi 25 til 30 milljónir króna. Þau eru fullunnin á Akranesi. Einum þriggja togaranna var nýlega lagt og er hann til sölu. Það er togarinn Ver, nýr 700 lesta pólskur togari. Útgerðarfélagið Krossvík á hann ásamt öðrum minni skuttogara. Báðir togar- arnir hafa aflað vel, en þrátt fyrir það reyndist ekki rekstr- argrundvöllur fyrir stóra togar- ann og hyggst útgerðarfélag- ið kaupa einn eða jafnvel tvo litla skuttogara fyrir andvirði Vers. Ef ekki rætist úr þessu máli, hefur það alvarleg áhrif á atvinnulíf staðarins. Þriðji togarinn, Víkingur, er síðutog- ari, sem lengi hefur verið gerð- ur út frá Akranesi. Margskonar iðnaður er á Akranesi og má nefna tvö stór fyrirtæki, skipa- smíðastöð Þorgeirs og Ellerts og Sementsverksmiðju ríkis- Nýja íþrótta- húsið verð- ur nothæft fyrir landsmót UMFÍ á Akranesi í sumar . , | |g 1 .. . r" 1 1 W: ■' J FV 4 1975 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.