Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Page 69

Frjáls verslun - 01.04.1975, Page 69
Tökum til vinnslu allar sjávar- afurðir Haförninn hf. Akranesi Sími 93-2032 ins, bæði fyrirtæki með á ann- að hundrað starfsmenn, en flesta starfsmenn 'hafa fyrir- tæki Haraldar Böðvarssonar. Það er stefna bæjaryfirvalda að styðja við nýjan iðnað og í nýju iðnhverfi á staðnum býður bær- inn nýjum fyrirtækjum endur- gjaldlaus afnot af lóðum fyrstu þrjú árin. Þá má einnig benda á að, raforkuverð á Akranesi er með því lægsta á landinu og t. d. 20% ódýrara en í Reykjavík. FLESTIR í ÚRVINNSLU- GREINUM Samkvæmt úttekt, sem gerð var árið 1972 á fjölda fólks i starfsgreinum, er atvinnugrein- um skipt niður í þrjá aðal- flokka. Frumvinnsla skiptist í landbúnað, með 9 starfsmönn- um, og fiskveiðar með 201 manni. Samtals 210. Úrvinnsla skiptist í fiskiðnað með 289, annan iðnað með 436, bygging- ar og mannvirkjagerð með 148, rafveita, vatnsveita o. fl. með 12 og samgöngur með 78. Sam- tals 963. Þjónusta skiptist í verslun og viðskipti með 120 og aðra þjónustu með 264. Sam- tals 384. Samanlagður starfs- mannafjöldi úr öllum greinum var 1557 og íbúar 1. des. það, ár 4406. Magnús taldi að hlut- fallið væri svipað enn, nema hvað starfsmönnum í flokknum byggingar og mannvirkjagerð, hafi fjölgað hlutfallslega meira en í öðrum. Ef litið er á þróun íbúafjölda á Akranesi á þessari öld, voru þeir 808 árið 1910. Síðan virð- ist þróunin vera nokkuð jöfn nema hvað mikið stökk verður frá árinu 1930 úr 1270 íbúum upp í 1840 árið 1940. 1960 voru þeir orðnir 3850 og tíu árum síðar 4253, sem er hlutfallslega minnsta fjölgunin á einum ára- tug þessarar aldar. 1. des. í fyrra voru íbúar orðnir 4470, svo aftur virðist vera að koma skriður á fjölgunina, enda sagði Magnús að nú ríkti meiri fram- farahugur á staðnum en var á síðasta áratug. ÓTTAST EKKI ÁHRIF GRUNDARTANGAVERK- SMIÐJUNNAR Að lokum spurði FV Magnús um hugsanleg áhrif verksmiðju- reksturs á Grundartanga á Akranesbæ, en Grundartangi er í um 15 km. fjarlægð. Sagðist hann búast við að fjöldi verk- smiðjustarfsmanna myndi setj- ast að á Akranesi og verksmiðj- an yrði til að efla byggð sunnan Skarðsheiðar. Þegar verksmiðj- an verður fullbyggð, er reiknað með 115 manna starfsliði, sem þýðir um 700 til 800 manna fjölgtiin á svæðinu vegna fjöl- skyldna þeirra og tilsvarandi fjölgun í þjónustugreinum. Sagði hann að Akurnesingar hefðu reynslu af stofnun Sem- entsverksmiðjunnar, þar sem yfir 100 manns vinna, og gætu menn verið sammála að fengur hafi verið að henni, hún hefði eflt atvinnulíf á staðnum og staðinn sjálfan. Óttaðist hann því ekki neina röskun af Grundartangaverksmiðj. Varð- andi mengunarhættu af henni, sagðist hann treysta sérfræð- ingum okkar í þeim málum, sem segja að hún verði hverf- andi lítil, sé fyllsta aðgát höfðu Nýja við- byggingin við gagn- fræðaskól- ann, efri hæðin er fullbúin FV 4 1975 69

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.