Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Side 83

Frjáls verslun - 01.04.1975, Side 83
flugsins, þrátt fyrir allar þær tálmanir sem stöðugt eru lagð- ar í veg fyrir þær.“ 0 Frjálslyndir A I fargjaldamálum Eins og þessi ummæli bera með sér höfðu flest ríki í Evr- ópu tekið upp mjög harða flugmálapólitík og hin lágu far- gjöld, sem Loftleiðir höfðu boð- ið á N-Atlantshafsleiðinni allt frá árinu 1953 voru yfirvöldum ýmissa landa þyrnir í augum. Um það ieyti, sem flugið til Luxemborgar hófst, höfðu sænsk flugmálayfirvöld til- kynnt stjórnvöldum á Islandi, að Loftleiðum yrði bannað að fljúga með farþega frá Svíþjóð nema á leiðinni milli Gauta- borgar og Reykjavikur. Luxem- borgarmenn voru aftur á móti miklu frjálslyndari í þessum efnum og hafa verið æ síðan, þannig að Loftleiðir hafa al- veg áhindrað getað flutt far- þega milli Evrópu og Banda- ríkjanna, með áfangastað í Lux- emborg, á miklu lægra far- gjaldi en önnur flugfélög hafa gert. Loftferðasamningurinn er af svonefndri „Chicago-gerð“ og heimilar félaginu sjálfu að ákveða fargjöld. Lengi vel börðust Loftleiðamenn fyrir því, að fargjöld milli íslands og Luxemborgar yrðu lækkuð til muna og gerð hagstæðari en fargjöld til annarra Evrópu- landa. Til þessa fengust þó aldrei leyfi íslenzkra yfirvalda, sem höfðu samkeppnisaðstöðu Flugfélags íslands þá í huga, en það hefur jafnan verið bund- ið af fargjöldum Alþjóðasam- taka flugfélaga, IATA, sem fé- lagið er aðili að. Hlutfallið milli fargjalda Loftleiða og annarra félaga hefur verið nokkuð mis- jafnt á hinum ýmsu tímabilum en oft hefur fargjald þeirra milli Luxemborgar og New York verið lægra en hið gild- andi fargjald milli Luxemborg- ar og íslands. En á þessum merku tíma- mótum, á tuttugu ára afmæli í næstum samfelldri frægðarsögu Loftleiða i Luxemborgarflug- inu, er afar eðlilegt að spurt sé: „Af hverju Luxemborg, og hvernig?“ Við þessu eru ekki til nein viðhlítandi svör, ennþá. Þetta er svo tiltölulega ung saga, að aðalsöguhetjurnar eru ekki enn farnar að setja sig í stellingar og skrá skýringar sín- ar á blað. Loftferðasamningur- inn frá 1952 var, eftir því sem næst verður komizt, fyrst og fremst verk Agnars Kofoed- Hansen, og Pierre Hamer, starfsbróður hans í Luxemborg. Með þeim tókst náin vinátta, er þeir sátu saman á alþjóðafund- um, báðir fulltrúar fyrir smá- ríki í Evrópu. Innan Loftleiða varð fljótt vart áhuga á ferðum til Luxem- borgar og í þvi sambandi hefur Sigurður Magnússon, fyrrver- andi blaðafulltrúi, verið sér- staklega nefndur, en af alkunn- um dugnaði við að afla sínum hjartans málum fylgis, mun hann hafa eflt áhuga félaga sinna á Luxemborg. Þá kemur þar líka við sögu maður að nafni Blomqvist, Bandaríkja- maður, er lengi vann að ráð- gjafarstörfum fyrir Loftleiðir. Hann lagði eindregið til, að möguleikarnir, sem Luxem- borgarflug byði upp á, yrðu nýttir. # Aakrann meft frá byrjun Sá maður, sem einna gerst hefur fylgzt með vexti og við- gangi Loftleiða í Luxemborg, er Einar Aakrann, framkvæmda- stjóri félagsins þar. Aakrann er Norðmaður, sem hóf störf fyrir Loftleiðir í Luxemborg árið 1955 en hann hafði áður starf- að hjá Braathens S.A.F.E. í Noregi, sem þá átti umfangs- mikið samstarf við Loftleiðir. Við ræddum við Einar Aakrann eina morgunstund fyrir skömmu, í aðalstöðvum Loft- leiða í miðborginni í Luxem- borg. í fyrra minnkuðu flutningar félagsins á leiðinni milli Lux- emborgar og Bandaríkjanna um 2% frá árinu áður. Þetta er kannski ekki stórvægilegt mið- að við sum önnur flugfélög, sem fluttu 10, 12, eða jafnvel 15% færri farþega á umrædd- um tíma. Við spurðum Aakr- ann, hvort betur horfði nú á afmælisárinu: „Það hefur orðið 20% aukn- ing á farþegafjölda hjá okkur fyrstu þrjá mánuði þessa árs miðað við sama tíma í fyrra“, svaraði Aakrann. „Það hefur aftur lifnað yfir ferðum Banda- ríkjamanna hingað til Evrópu, t. d. höfum við flutt um 1800 manns frá Ameríku til skíða- ferða í Kitzbúhl í Austurríki nú yfir vetrarmánuðina, auk allra hinna sem ferðast til meginlandsins á eigin vegum sem ferðamenn. Það er líka á- berandi, að kaupsýslumenn nota ferðir okkar mikið nú orð- ið og geri ég ráð fyrir að þrengri fjárhagsstaða fyrir- tækja leiði til þess að þau fari að spara í ferðalögum eins og svo ýmsu öðru. Þessu til við- bótar er svo augljóst, að Evr- ópubúar ferðast meira nú en verið hefur síðustu misseri.“ # Fargjaldamunur allt að 30% Um þessar mundir auglýsa Loftleiðir í dagblöðum í Lux- emborg ferðir þaðan til New York, fram og til baka, fyrir 11,400 franka, sem eru um 50.000 krónur. Þetta fargjald er um 30% lægra en fargjöld annarra flugfélaga á sömu leið. Að sögn Einars Aakrann er þetta 21 dags fargjald án lág- marksdvalar, en hjá öðrum er lágmarksdvöl 14 dagar þegar um afsláttarfargjöld er að ræða. Sagði Aakrann, að þessir skilmálar hefðu gert Loftleiða- flug eftirsóknarverðara fyrir kaupsýslumennina, sem eru í förum heimsálfa á milli. # Hipparnir á „Hdtel Gras“ Langmestur hluti Loftleiða- farþega í Luxemborg eru ein- staklingar. Hópferðafarþegar eru mjög lítill partur af heild- inni. Aðspurður um „hippa- FV 4 1975 83

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.