Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Qupperneq 83

Frjáls verslun - 01.04.1975, Qupperneq 83
flugsins, þrátt fyrir allar þær tálmanir sem stöðugt eru lagð- ar í veg fyrir þær.“ 0 Frjálslyndir A I fargjaldamálum Eins og þessi ummæli bera með sér höfðu flest ríki í Evr- ópu tekið upp mjög harða flugmálapólitík og hin lágu far- gjöld, sem Loftleiðir höfðu boð- ið á N-Atlantshafsleiðinni allt frá árinu 1953 voru yfirvöldum ýmissa landa þyrnir í augum. Um það ieyti, sem flugið til Luxemborgar hófst, höfðu sænsk flugmálayfirvöld til- kynnt stjórnvöldum á Islandi, að Loftleiðum yrði bannað að fljúga með farþega frá Svíþjóð nema á leiðinni milli Gauta- borgar og Reykjavikur. Luxem- borgarmenn voru aftur á móti miklu frjálslyndari í þessum efnum og hafa verið æ síðan, þannig að Loftleiðir hafa al- veg áhindrað getað flutt far- þega milli Evrópu og Banda- ríkjanna, með áfangastað í Lux- emborg, á miklu lægra far- gjaldi en önnur flugfélög hafa gert. Loftferðasamningurinn er af svonefndri „Chicago-gerð“ og heimilar félaginu sjálfu að ákveða fargjöld. Lengi vel börðust Loftleiðamenn fyrir því, að fargjöld milli íslands og Luxemborgar yrðu lækkuð til muna og gerð hagstæðari en fargjöld til annarra Evrópu- landa. Til þessa fengust þó aldrei leyfi íslenzkra yfirvalda, sem höfðu samkeppnisaðstöðu Flugfélags íslands þá í huga, en það hefur jafnan verið bund- ið af fargjöldum Alþjóðasam- taka flugfélaga, IATA, sem fé- lagið er aðili að. Hlutfallið milli fargjalda Loftleiða og annarra félaga hefur verið nokkuð mis- jafnt á hinum ýmsu tímabilum en oft hefur fargjald þeirra milli Luxemborgar og New York verið lægra en hið gild- andi fargjald milli Luxemborg- ar og íslands. En á þessum merku tíma- mótum, á tuttugu ára afmæli í næstum samfelldri frægðarsögu Loftleiða i Luxemborgarflug- inu, er afar eðlilegt að spurt sé: „Af hverju Luxemborg, og hvernig?“ Við þessu eru ekki til nein viðhlítandi svör, ennþá. Þetta er svo tiltölulega ung saga, að aðalsöguhetjurnar eru ekki enn farnar að setja sig í stellingar og skrá skýringar sín- ar á blað. Loftferðasamningur- inn frá 1952 var, eftir því sem næst verður komizt, fyrst og fremst verk Agnars Kofoed- Hansen, og Pierre Hamer, starfsbróður hans í Luxemborg. Með þeim tókst náin vinátta, er þeir sátu saman á alþjóðafund- um, báðir fulltrúar fyrir smá- ríki í Evrópu. Innan Loftleiða varð fljótt vart áhuga á ferðum til Luxem- borgar og í þvi sambandi hefur Sigurður Magnússon, fyrrver- andi blaðafulltrúi, verið sér- staklega nefndur, en af alkunn- um dugnaði við að afla sínum hjartans málum fylgis, mun hann hafa eflt áhuga félaga sinna á Luxemborg. Þá kemur þar líka við sögu maður að nafni Blomqvist, Bandaríkja- maður, er lengi vann að ráð- gjafarstörfum fyrir Loftleiðir. Hann lagði eindregið til, að möguleikarnir, sem Luxem- borgarflug byði upp á, yrðu nýttir. # Aakrann meft frá byrjun Sá maður, sem einna gerst hefur fylgzt með vexti og við- gangi Loftleiða í Luxemborg, er Einar Aakrann, framkvæmda- stjóri félagsins þar. Aakrann er Norðmaður, sem hóf störf fyrir Loftleiðir í Luxemborg árið 1955 en hann hafði áður starf- að hjá Braathens S.A.F.E. í Noregi, sem þá átti umfangs- mikið samstarf við Loftleiðir. Við ræddum við Einar Aakrann eina morgunstund fyrir skömmu, í aðalstöðvum Loft- leiða í miðborginni í Luxem- borg. í fyrra minnkuðu flutningar félagsins á leiðinni milli Lux- emborgar og Bandaríkjanna um 2% frá árinu áður. Þetta er kannski ekki stórvægilegt mið- að við sum önnur flugfélög, sem fluttu 10, 12, eða jafnvel 15% færri farþega á umrædd- um tíma. Við spurðum Aakr- ann, hvort betur horfði nú á afmælisárinu: „Það hefur orðið 20% aukn- ing á farþegafjölda hjá okkur fyrstu þrjá mánuði þessa árs miðað við sama tíma í fyrra“, svaraði Aakrann. „Það hefur aftur lifnað yfir ferðum Banda- ríkjamanna hingað til Evrópu, t. d. höfum við flutt um 1800 manns frá Ameríku til skíða- ferða í Kitzbúhl í Austurríki nú yfir vetrarmánuðina, auk allra hinna sem ferðast til meginlandsins á eigin vegum sem ferðamenn. Það er líka á- berandi, að kaupsýslumenn nota ferðir okkar mikið nú orð- ið og geri ég ráð fyrir að þrengri fjárhagsstaða fyrir- tækja leiði til þess að þau fari að spara í ferðalögum eins og svo ýmsu öðru. Þessu til við- bótar er svo augljóst, að Evr- ópubúar ferðast meira nú en verið hefur síðustu misseri.“ # Fargjaldamunur allt að 30% Um þessar mundir auglýsa Loftleiðir í dagblöðum í Lux- emborg ferðir þaðan til New York, fram og til baka, fyrir 11,400 franka, sem eru um 50.000 krónur. Þetta fargjald er um 30% lægra en fargjöld annarra flugfélaga á sömu leið. Að sögn Einars Aakrann er þetta 21 dags fargjald án lág- marksdvalar, en hjá öðrum er lágmarksdvöl 14 dagar þegar um afsláttarfargjöld er að ræða. Sagði Aakrann, að þessir skilmálar hefðu gert Loftleiða- flug eftirsóknarverðara fyrir kaupsýslumennina, sem eru í förum heimsálfa á milli. # Hipparnir á „Hdtel Gras“ Langmestur hluti Loftleiða- farþega í Luxemborg eru ein- staklingar. Hópferðafarþegar eru mjög lítill partur af heild- inni. Aðspurður um „hippa- FV 4 1975 83
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.