Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Page 91

Frjáls verslun - 01.04.1975, Page 91
treysta á skjóta aðdrætti, eftir því sem hreyfingar verða á vörunum. Skip í Austurlanda- siglingum fá tæpast nokkurn flutning sem stendur. Vegna þessara aðstæðna hafa flutn- ingar Cargolux aukizt allveru- lega að undanförnu miðað við, sama tíma í fyrra. Fullhlaðin getur stærri DC-8 þotan tekið 44 tonn af vörum en CL-44 tek- ur 25 tonn og yfirleitt er ekki stanzað á áfangastað nema fá- einar klukkustundir meðan vél er affermd og hlaðin á ný. Farmurinn fer á pöllum um borð í þoturnar og í Hong Kong sjá starfsmenn Cargolux, en þeir eru 11 talsins, um að vörurnar sem fara eiga til Evr- ópu séu tilbúnar á pöllum, þegar vélin kemur og handtök eru mjög hröð við afgreiðslu hennar. Þannig verður viðdvöl- in kannski ekki lengri en tvær klukkustundir. Yfirleitt eru margir eigendur að farminum, kannski 10—-12 aðilar og til gamans má geta þess að fyrir hyert kíló til Hong Kong eru greiddir $1.15 með Cargolux. Kostnaðurinn við rekstur þotunnar í einni ferð milli Luxemborgar og Hong Kong, fram og aftur, mun vera um 78 þús. dollarar og ferðin tekur tæpa tvo sólar- hringa. f öðrum ferðum er oft- ast um heila farma að ræða á vegum eins aðila, t. d. í Afríku- fluginu. Sölustarfsemi hjá Cargolux fer öll fram á telex-tækjum og í síma, og þannig leita menn til félagsins um tilboð í flutninga. ® BOÐ OG BONN Einar Ólafsson sagði, að ólíkt því sem gerðist um sigiingar á heimshöfunum, sem væru öll- um frjálsar og heimilar, byggi flugreksturinn við alls konar boð og bönn. Kemur þetta mjög ljóslega fram í Austurlanda- ferðum Cargolux. Þegar flogið er í Evrópu eða Ameríku er yfirferð flugvéla ekki háð nednumfyrirframleyf- isveitingum. Öðru máli gegnir um Austurlönd. Fyrir hverja flugferð þangað austur verður að senda skeyti fyrir milli- göngu Alþjóðaflugmálastofnun- arinnar til stjórnvalda í við- komandi ríkjum, tilkynna um áætlun flugvélarinnar með 7 daga fyrirvara, æskja leyfis til að fljúga yfir landið. í sumum tilvikum eru það ef til vill 15 aðilar, sem ættu að senda svar- skeyti en sumir svara aldrei og þeir eru verstir, því að þeir fara að nöldra, þegar flugvélin er komin að bæjardyrum hjá þeim og þarf að halda áfram. Nýlega voru gerðir loftferða- samningar milli Luxemborgar, Thailands og Singapore. í bcinu framhaldi af honum mun hagur Cargolux vænkast tals- vert í Austurlandafluginu, því að hinar reglubundnu ferðir þangað verða enn tryggari og tilkynningarskyldan leggst af. Nú er í ráði að taka upp reglu- bundnar ferðir einu sinni í viku til Singapore og Kuala Lumpur í Malasíu. DC-8-þotan sem er I ferðum til Ajusturlanda fjær. Hún fer reglu- lega þrisvar í viku milli Luxemborgar og Hong Kong. CL-44 flug- vél í skoð- un í nýja skýlinu í Luxem- borg. Á hinni myndinni sést Cargo- lux-áhöfn ganga í land í Singapore. FV 4 1975 91

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.