Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Page 94

Frjáls verslun - 01.04.1975, Page 94
INlMANHUSSTALTÆkl Hagræði - Tímasparnaður Radíóstofan Óðinsgötu 2, flytur inn norsku Ring-Master innanhúss- taltækin, en Ring-Master talkerfin eru einhver þau fullkomnustu í heiminum með tilliti til breytinga og stækkana. Stöðvar annarra talkerfa eru bundnar við ákveðinn númera- og rásafjölda og þurfi að fjölga númerum eða rásum, þarf að skipta alveg um stöðvar. Ring-Master kerfið, eitt allra svona kerfa í heiminum, er hins vegar þannig útbúið, að unnt er að fjölga númerum og rásium með að stinga sérstökum spjöldum inn í stöðivarnar, en það er mun ódýrara og tekur auk þess margfalt skemmri ttíma í fram- kvæmd. Viðtækin líkjast í fljótu bragði heilum standandi síma- viðtækjum, eins og eitthvað er af hérlendis, enda er miðað við að hægt sé að tala í tækið bæði sem borðtæki og þá úr fjar- lægð og einnig sem símatæki, vilji viðkomandi ekki að aðirir í herberginu heyri hvað við- mælandinn er að segja. Annars er tækið hátalandi og mjög hljóðnæmt. Það, ásamt þvi að ekki þarf að ýta á skiptirofa á m<eðan á samtali stendur, gerir það að verkum að viðkomandi getur sinnt öðru um leið og og hann talar í tækið, svo sem leitað að gögnum, flett upp í skjölum o. fl. Ef viðkomandi vill ekki láta trufla sig, leggur hann tækið á grúfu og þá gefur tækið frá sér ákveðinn tón við þann sem reynir að ná sam- bandi, en Ijós kviknar á tæki viðkomandi og gefur það frá sér örstuttan tón, til að gefa til kynna að einhver vilji ná sam- bandi. Að sögn umboðsaðila er mik- ill tímasparnaður og hagræði að tækjum þessum á vinnustöð- um enda hafa mörg stórfyrir- tæki tekið þau i notkun á skrif- stofum sínum' að undanförnu, svo sem Sjóvá, Loftleiðir, FÍ o. fl. Tækin eru ekki einungis hentug á skrifstofum og má í því sambandi benda á að verið er að koma upp svona kerfum í stórverslun Hagkaups og bíla- verkstæði Þ. Jónssonar. Simi Radíóstofunnar Óðinsgötu 2 er 14131. Arftaki Dodge Weapon kominn hingað Chrysler verksmiðjurnar bandarísku hafa framleitt fjór- hjóladrifna bíla í árat'ugi og sjálfsagt þekkja allir lands- menn Dodge Weapon torfæru- og dugnaðarbílana frá Chrysler. Stutt er síðan þær hófu fram- leiðslu annars fjórhjóladrifins bíls, Dodge Ramcharger. Fyrir- tækið Vökull hf. að Ármúla 3G cr umboðsaðili hér og hefur þegar flutt inn nokkra, bíla af hinni nýju gerð. Til saman- burðar svipar honum einna helst til Chevrolet Blazer. Sérstakur og mjög fullkom- inn drifútbúnaður er í þessum bíl, svonefnt quadra trac, en Chrysler verksmiðjurnar komu fyrst fram með þá nýjung. Með þessu móti verður átakið jafnt og stöðugt á öll hjól, sem gerir bílinn mun öruggari í akstri, bæði í ófærum og á betri veg- um. Mismunadrif er í milli- kassa, sem gefur jafna orku á fram- og afturöxul, þó með þeim möguleika að hjólin á öðrum öxlinum geti snúist hraðar en á hinum, sem kemur að notum sérstaklega í torfær- um. Billinn hefur hátt og lágt drif. Aðrir eiginleikar bílsins eru Dodge Ramcharger. 94 FV 4 1975

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.