Frjáls verslun - 01.03.1976, Qupperneq 12
4
Tölvunotkun á Islandi:
Tölvur senn um borð í skipum
og í frystihúsunum?
íslenzk fyrirtæki jafnfætis erlendum í tölvutækni eftir 3 — 4 ár
Notkun tölva er orðin útbreidd hér á landi og ínargar greinar atvinnulífsins hata tileinkað
sér tölvutækni. Þessar „gáfuðu“ vélar leysa á örskammri stundu flókna útreikninga, sjá um
bókhald, stjórna og skipuleggja ýmis verkefni, sem hefðu ella valdið manninum miklum heila-
brotum og tekið hann langan tíma að vinna. Tölvur eru farnar að seilast inn á mörg starfs-
svið mannsins og hafa þær m. a. verið þróaðar upp í að skynja mannlegt mál, þær geta teflt,
samið tónsmíðar og fleira og fleira.
Úr reikni-
stofu
Háskólans,
sem þjón-
ar Háskól-
anum og
öðrum
með tölvu-
vinnslu.
Það gildir um tölvur eins
og marga þætti tæknilegra
framfara, að það þarf vissa
kunnáttu og þjálfun til að
geta hagnýtt þær svo sem
best verður á kosið. Með
aukinni útbreiðslu og almenn-
ari kunnáttu, sem smátt og
smátt kemur, er það vafalaust,
að íslendingar nái betri og
betri tökum á þessari grein.
Leggja ber áherslu á að tölv-
ur með sjálfvirka gagnavinnslu
séu ekki settar undir þann
sama 'hatt og alls konar vasa-
og borðreiknivélar „calculat-
ors“, sem í munni almennings
hafa fengið tölvunafn. Skil hér
á milli verða að vísu ekki
dregin hárnákvæmt, þar seil-
ist hvor flokkurinn um sig
stundum alllangt inn á svið
hins.
TÖLVUR OG ATVINNULÍFIÐ.
Frá því að sjálfvirk gagna-
vinnsla hófst hér á landi hef-
ur hið opinbera verið stærsti
tölviunotandinn.Hér er þó í
raun um að ræða margvíslega
þætti stjórnsýslu og þjónustu
á vegum ríkis- bæjar- og
sveitarfélaga.
Skýrsluvélar ríkisins og
Reykjavíkurborgar hafa
stærstu tölvusamstæðuna og er
hún notuð við ýmis verkefni
fyrir ríkis- og borgarstofnanir
og ýmsa aðra aðila. Af bæjar-
og sveitarfélögum hefur
Reykjavíkurborg mest notað
tölvutæknina, en í seinni tíð
eru önnur bæjar- og sveitarfé-
lög að komast í gang. Þess má
geta að gert hefur verið staðl-
að forritakerfi fyrir sveitarfé-
lög til að vinna gjaldendabók-
hald. Var það tekið í notkun
um síðustu áramót á nokkrum
stöðum og mun auðvelda alla
vinnu við innheimtu og skrán-
ingu útsvara og fasteigna-
gjalda.
Bankar eru trúlega sá at-
vinnurekstur, þar sem tölvu-
notkun er algengust miðað við
fjölda stofnana. Reiknisstofa
bankanna hefur stóra tölvu,
sem þjónar öllum bönkum og
einnig eru þar vélar, sem lesa
og raða ávísunum. Nokkrir
bankar hafa yfir að ráða eigin
tölvum og eru það Landsbank-
inn, Iðnaðarbankinn, Verzlun-
arbankinn og Sparisjóður
Keflavíkur.
Ýmis önnur fyrirtæki nota
tölvur að marki og má þar m.
a. nefna Flugleiðir hf., Sam-
vinnuhreyfinguna, fyrirtæki á
12
FV 3 1976