Frjáls verslun - 01.03.1976, Qupperneq 14
gæti verkefnið farið áfram í
tölvunetinu, ef tölva Háskólans
nægði ekki til lausnar verk-
efninu gæti það farið til
Skýrsiuvéla eða um gervihnött
til tölva t. d. við háskóla er-
lendis og skólarnir þannig unn-
ið verkefni sín á milli. Slíkt
er að vísu ekki fyrir hendi
enn, en raunin gæti orðið þessi
í framtíðinni.
Nú er í vændum að stofna
Reiknistofnun Háskólans, sem
á að reka sem þjónustustofnun
við Háskólann, stofnanir hans
og ýmsa aðra aðila.
FJARVINNSLA.
Fjarvinnsla hefur verið not-
uð ihér á landi um nokkurra
ára skeið af ýmsum aðilum og
var Borgarspítalinn í Reykja-
vík fyrstur til að nýta sér
þessa tækni. Borgarspitalinn
fékk spjaldalesara og prentara
sem eru tengd við tölvu
Skýrsluvéla með símalínu. Nú
hafa fleiri fyrirtæki og stofn-
anir og tekið upp fjarvinnslu
m. a. Háskólinn til tengingar
við tölvur Skýrsluvéla ríkis-
ins, Reykjavíkurborg og KEA
á Akureyri, sem hefur fjar-
vinnslu við tölvu Sambandsins
í Reykjavík.
Flugleiðir hf. hafa tekið upp
nýstárlega fjarvinnslu við Atl-
anta í Bandaríkjunum. Skráð-
ar eru inn á tölvu hérlendis
bókanir í flugvélar. Tölvan
sendir síðan upplýsingarnar til
tölvunnar í Atlanta, sem geym-
ir þær, þangað til Flugleiðir
þurfa á þeim að halda.
Fjarvinnsla fer í grundvall-
aratriðum þannig fram, að
tveir aðilar oftast tvær vélar
eru tengdar saman með síma-
línu og geta þá „talað“ saman.
Telex er gott dæmi um hæg-
genga fjarvinnslu. Má segja að
í þessa samlíkingu vanti
„vinnslu“ hlutann í hugtakið.
Það þýðir að frumhugmyndin
gengur út frá að annar aðilinn
að fjarvinnslunni sé tölva, sem
hinn aðilinn geti sent vinnslu-
gögn gegnum símann, fengið
þau meðhöndluð í tölvunni og
meðtekið niðurstöður aftur
gegnum símann, prentaðar á
blað, sýndar á sjónvarpi eða
skráðar á eitthvert véltækt
form.
Það er ýmist að fjarvinnsla
fari fram gegnum venjulegan
talsíma eða leigðar línur, sem
ekki eru þá notaðar til annars.
í sumum löndum fást leigðar
línur með sérstökum eiginleik-
um til gagnsendinga, og fer
það að nokkru eftir því, hver
hraði gagnsendingarinnar á að
vera, hvort þörf er fyrir slíkt.
Hér hafa gagnsendingar ver-
ið reyndar til helstu símstöðva
á landinu og til útlanda, og
línur víðast reynst fullnægj-
andi fyrir þá sendingarhraða,
sem algengastir eru.
Á milli símalínu og enda-
stöðvar þarf tengibúnað, Mo-
dem, sem breytir merkjum
sendum frá endastöð yfir í
hljóðmerki hæf til sendingar í
síma, og breytir svo aftur
hina leiðina úr símamerkjum
yfir í tölvutæk merki, þegar
kemur að hinum endanum.
Modem fylgja oft með síma-
línum frá Pósti og síma, en
fást líka hjá mörgum tölvu-
framleiðendum.
Nú hefur verið tekin upp
ný tækni í fjarvinnslu hér á
landi en það er svokölluð „on
line“ fjarvinnsla. Notandinn
er í stöðugu sambandi við
tölvu, sem svarar um leið og
vinnur úr öllum verkefnum
strax. Kúlulegusalan og Krist-
inn Guðnason hafa yfir slikum
„on line“ fjarvinnslubúnaði að
ráða.
STOFN- OG REKSTURS-
KOSTNAÐUR.
Hér á landi þarf að greiða
7% toll og 20% söluskatt af
tölvubúnaði, sem uppfyllir til-
tekna skilmála skv. tollskrá og
vörugjaldi. Verð til tolls af
leiguvélum miðast við 30 mán-
aða leigugjald. Þetta að við-
bættum flutningskostnaði er
stofnkostnaður fyrir vélbúnað.
Auk þess kemur til í mismun-
andi mæli eftir stærð tölvunn-
ar, kostnaður við innréttingu
húsnæðis, þjálfun starfsfólks,
skipulagningu verkefna, breyt-
ingar úr fyrra kerfi yfir í nýtt,
ef um slíkt er að ræða og for-
ritun.
Ógerlegt er að nefna ein-
hverjar tölur í þessu sambandi.
Hið sama gildir um rekst-
urskostnað. Engin einföld for-
múla er til um það, hvenær
tölvunotkun borgi sig. Slíkt
verður að meta hverju sinni,
að undangenginni athugun og
skipulagsvinnu. Getur þá enn
verið álitamál, hvort afla skuli
eigin tölvu, stórrar eða lítillar,
hvort kaupa skuli aðgang að
tölvu annars notanda eða
þjónustumiðstöðvar, annað-
hvort gegnum fjarvinnslu með
eigin endastöð, eða að gögn
séu flutt til úrvinnslu.
STÓRAR TÖLVUR VÍKJA
FYRIR LITLUM.
Þróun virðist vera sú, að
fyrirtæki og stofnanir, sem að-
gang hafa haft sameiginlega
að stórum tölvum komi sér
frekar upp litlum.
Þróunin stefnir í þá átt, að
vélar margfaldist af afköstum
á fáum árum á meðan bæði
verð og fyrirferð minnkar að
sama skapi. Nokkuð af þeirri
afkastaaukningu sem vinnst
er svo að jafnaði notað til að
auðvelda meðferð vélanna,
gera þær sjálfvirkari og létta
vinnuálagi af notendum að því
er snertir forritun og mótun.
Síðustu 5 árin hefur vinnslu-
hraði í minni venjulegra tölva
aukist allt að því þrjátíu falt.
Mikið er farið að nota tölv-
ur í læknavísindunum og við
alls konar rannsóknir á sviði
heilbrigðismál. Tölvurnar eru
orðnar ódýrari og þess vegna
er læknavísindum gert kleift
að notfæra sér tölvutæknina.
Rauntímavinnsla („real-time
processing) og bein vinnsla
(on line), sem áður hefur ver-
ið minnst á eru að byrja að
ryðja sér til rúms hér á landi.
Þessi tækni er orðin mjög al-
menn erlendis t. d. á skattstof-
um, í börakum og hjá bifreiða-
eftirlitum.
íslenski markaðurinn er
ennþá óreyndur, en hann fet-
ar sig með miklum hraða inn
í þróunina og eftir 3-4 ár mun
íslenski markaðurinn standa
jafnfætis öðrum þjóðum hvað
tölvuþróun snertir.
14
FV 3 1976