Frjáls verslun - 01.03.1976, Page 15
Salan hjá ÁTVR:
Islenzka brennivínið selst
allra tegunda bezt
Seldir voru 389.697 lítrar af því ■ fyrra
Nýlega sendi Áfengis- og tób-
aksverslun ríkisins frá sér
skýrslu yfir sölu áfengis, vindl-
inga, vindla o.fl. árið 1975. Á-
fengisneyslan á hvern mann á
íslandi á síðasta ári nam 2,87
lítrum af alkóhóli. Árið 1974
var neysla áfengis 3,04 lítrar af
alkóhóli á mann, eða nokkru
meiri. Áfengi mun nú vera flutt
inn frá u.þ.b. 30 löndum og alls
eru tegundirnar um 350. Eru
umboðsmenn fyrir þær flestar
hér á landi.
í skýrslunni kemur fram að
sala sterkra drykkja svo sem
brennivíns, vodka, viskýs o.fl.
vintegunda nam 1.274.937 lítr-
um sem jafngildir 519.301 alkó-
hóllítrum. Seldir voru 357.661
lítrar af heitum vínum eins og
portvíni, sherry, vermút og du-
bonnet. Sálan á borðvínum eins
og rauðvíni, hvítvíni, rósavíni
og kampavini var 300.153 lítr-
ar. Alls varð því neysla víns
árið 1975, 1.932,751 lítrar en
það jafngildir 622,930 litrum af
alkóhóli.
BRENNIVÍNIÐ VINSÆLAST
Athyglisvert er að hjá útsöl-
um ÁTVR seldist mest af ís-
lensku brennivíni eða 389.697
lítrar. Næst í röðinni af sterk-
um drykkjum er erlent vodka
með 357.870 lítra, em vinsæl-
ustu erlendu vodkategundimar
eru amerískt Smirnoff-vodka,
Vyborowa frá Póllandi og
Stolichnaja frá Rússlandi. Næst
á eftir með miklu minni lítra-
fjölda er líkjör, sem seldist í
82.064 lítrum. Mikið hefur selst
af hollenskum Bols-líkjörum og
frönskum D.O.M. líkjörum, en
dansikir líkjörar hafa einnig
verið mjög vinsælir.
VISKÍ í FJÓRÐA SÆTI
Skoska viskíið er í fjórða
sæti af sterkum vinum með 81.
507 'lítra. Johnnie Walker,
White Horse, Ballantine og Wat
69 voru vinsælastar af viskíteg-
undum. Vermút var efst á list-
anum yfir heit vín með 178.351
lítra og rauðvinið langvinsælast
borðvína með 160.481 lítra.
Framleiðsla á innlendum á-
fengistegundum fer nú vaxandi
og í fram'leiðslustöð ÁTVR á
Draghálsi í Árbæjarhverfi er
framleitt m.a. brennivín, áka-
víti, hvannarótar- og bitter
brennivín, tindavodka, gin,
genever og líkjörar.
REYNOLDS-VINDLINGAR
MEST SELDIR
Tóbak er keypt til landsins
frá u.þ.b. 10 löndum, tæplega
200 tegundir. Innflutningur á
vindlingum hefur verlð lang-
mestur frá Bandaríkjunum og
eru tegundirnar Winston, Cam-
el og Viceroy mest seldu vind-
lingarnir á íslenskum markaði.
Einnig eru fluttar inn enskar
sígarettur, ein tegund franskra
og ein tegund grískra sigaretta.
Á síðasta ári seldust 109.118.-
80 mille af Wrnston KSF, 93.-
078.80 mille af Camel RS og
80.656.40 mi'lle af Viceroy KSF.
Fyrirtækið R. J. Reynolds
framleiðandi Winston og Camel
vindlinga er með 64.3% alls
markaðsins á íslandi. Winston
vindlingarnir náðu 13,1% aukn-
ingu í sölu á síðasta ári, en
sala Camel og Viceroy minnk-
aði nokkuð, — Camel um
11.3% en Viceroy um 7.7%.
Filter-vindlingar frá þessu
sama fyrirtæki hafa verið helm-
ingi meira keyptir en þeir sem
engan filti hafa og má segja
hið sama um aðrar tegundir
vindlinga.
LONDON DOCKS VINSÆLIR
Áfengis- og tóbaksverslunin
flytur inn vindla frá Ameríku,
Danmörku, Hollandi, Jamaika,
Belgíu, Sviss, Þýskalandi og
Kúbu. Er áberandi, að sala
danskra og hollenskra vindla er
mest. Mest seldist af London
Docks-vindlum frá Danmörku
eða 385.347 pakkar.
FV 3 1976
15