Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1976, Síða 15

Frjáls verslun - 01.03.1976, Síða 15
Salan hjá ÁTVR: Islenzka brennivínið selst allra tegunda bezt Seldir voru 389.697 lítrar af því ■ fyrra Nýlega sendi Áfengis- og tób- aksverslun ríkisins frá sér skýrslu yfir sölu áfengis, vindl- inga, vindla o.fl. árið 1975. Á- fengisneyslan á hvern mann á íslandi á síðasta ári nam 2,87 lítrum af alkóhóli. Árið 1974 var neysla áfengis 3,04 lítrar af alkóhóli á mann, eða nokkru meiri. Áfengi mun nú vera flutt inn frá u.þ.b. 30 löndum og alls eru tegundirnar um 350. Eru umboðsmenn fyrir þær flestar hér á landi. í skýrslunni kemur fram að sala sterkra drykkja svo sem brennivíns, vodka, viskýs o.fl. vintegunda nam 1.274.937 lítr- um sem jafngildir 519.301 alkó- hóllítrum. Seldir voru 357.661 lítrar af heitum vínum eins og portvíni, sherry, vermút og du- bonnet. Sálan á borðvínum eins og rauðvíni, hvítvíni, rósavíni og kampavini var 300.153 lítr- ar. Alls varð því neysla víns árið 1975, 1.932,751 lítrar en það jafngildir 622,930 litrum af alkóhóli. BRENNIVÍNIÐ VINSÆLAST Athyglisvert er að hjá útsöl- um ÁTVR seldist mest af ís- lensku brennivíni eða 389.697 lítrar. Næst í röðinni af sterk- um drykkjum er erlent vodka með 357.870 lítra, em vinsæl- ustu erlendu vodkategundimar eru amerískt Smirnoff-vodka, Vyborowa frá Póllandi og Stolichnaja frá Rússlandi. Næst á eftir með miklu minni lítra- fjölda er líkjör, sem seldist í 82.064 lítrum. Mikið hefur selst af hollenskum Bols-líkjörum og frönskum D.O.M. líkjörum, en dansikir líkjörar hafa einnig verið mjög vinsælir. VISKÍ í FJÓRÐA SÆTI Skoska viskíið er í fjórða sæti af sterkum vinum með 81. 507 'lítra. Johnnie Walker, White Horse, Ballantine og Wat 69 voru vinsælastar af viskíteg- undum. Vermút var efst á list- anum yfir heit vín með 178.351 lítra og rauðvinið langvinsælast borðvína með 160.481 lítra. Framleiðsla á innlendum á- fengistegundum fer nú vaxandi og í fram'leiðslustöð ÁTVR á Draghálsi í Árbæjarhverfi er framleitt m.a. brennivín, áka- víti, hvannarótar- og bitter brennivín, tindavodka, gin, genever og líkjörar. REYNOLDS-VINDLINGAR MEST SELDIR Tóbak er keypt til landsins frá u.þ.b. 10 löndum, tæplega 200 tegundir. Innflutningur á vindlingum hefur verlð lang- mestur frá Bandaríkjunum og eru tegundirnar Winston, Cam- el og Viceroy mest seldu vind- lingarnir á íslenskum markaði. Einnig eru fluttar inn enskar sígarettur, ein tegund franskra og ein tegund grískra sigaretta. Á síðasta ári seldust 109.118.- 80 mille af Wrnston KSF, 93.- 078.80 mille af Camel RS og 80.656.40 mi'lle af Viceroy KSF. Fyrirtækið R. J. Reynolds framleiðandi Winston og Camel vindlinga er með 64.3% alls markaðsins á íslandi. Winston vindlingarnir náðu 13,1% aukn- ingu í sölu á síðasta ári, en sala Camel og Viceroy minnk- aði nokkuð, — Camel um 11.3% en Viceroy um 7.7%. Filter-vindlingar frá þessu sama fyrirtæki hafa verið helm- ingi meira keyptir en þeir sem engan filti hafa og má segja hið sama um aðrar tegundir vindlinga. LONDON DOCKS VINSÆLIR Áfengis- og tóbaksverslunin flytur inn vindla frá Ameríku, Danmörku, Hollandi, Jamaika, Belgíu, Sviss, Þýskalandi og Kúbu. Er áberandi, að sala danskra og hollenskra vindla er mest. Mest seldist af London Docks-vindlum frá Danmörku eða 385.347 pakkar. FV 3 1976 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.