Frjáls verslun - 01.03.1976, Síða 22
miklu hærri en þessar 162
milljónir punda auk þeirrar ó-
umræðilegu eymdar, sem kom-
ið hefði yfir fólkið. Auk þess
hefði atvinnuleysistalan í Bret-
landi hækkað verulega, eni um
áramótin voru um 5,2% af
vinnufærum konum og körlum
atvinnulaus. Wilson benti á að
með þessari aðstoð, sérfræði-
þekkingu og valdi stórfyrirtæk-
is sem Chrysler mætti telja víst
að hægt yrði að reisa fyrirtæk-
ið við oig gera það arðbært á
ný. Á það var einnig bent, að
fyrirtækið hefur nýverið fengið
tugmilljónapunda pöntun frá
íran.
# Læti í
þinginu
Mikil læti urðu í þinginu, er
þessi ákvörðun stjórnarinnar
var tilkynnt og sakaði stjórn-
arandstaðan Wilson um heig-
ulshátt fyrir að hafa látið und-
an kúgun Chrysler og skozkra
þjóðernissinna, sem höfðu mjög
látið að sér kveða til stuðnings
Chrysler vegna ótta við að
verksmiðjunni í Linwood yrði
lokað. Ýmsir af þingmönnum
Verkamannaflokksins sjálfs
gagnrýndu þessa ákvörðun
harðlega. Þingmenn úr vinstri
armi flokksins sögðu að stjórn-
in hefði átt að taka hlutabréf í
fyrirtækinu upp í aðstoðina,
menn úr hægri arminum voru
reiðir yfir því að svo miklu
fjármagni skyldi veitt úr ríkis-
sjóði á erfiðum tímum, á sama
tíma og stjórnin væri að reyna
að sýna hörku í að rétta efna-
haginn við. Aðrir sýndu meiri
skilning, en töldu þó að stjórn-
in hefði getað haldið lengur út
áður en hún lét undan. Eftir að
umræðum var lokið var gengið
til atkvæða um málið og þá
kom í ljós hversu sterkur Wil-
son var og raunar hve sterkur
Verkamannaflokkurinn er, því
að nægilegt fylgi fékkst til að
keyra málið í gegn.
Enn ekki eru öll kurl þó
komin til grafar, því að í áætl-
uninni um endurreisn fyrirtæk-
isins er gert ráð fyrir að 8000
manns verði sagt upp störfum
og standa nú yfir samningar
milli verkalýðsfélaganna og
Chrysler um að reyna að lækka
þá tölu.
A VÍÐ OG DREIF
ASEA, raftæknifyrirtækið sænska, hefur tilkynnt, að sala þess
hafi aukizt um 14% í fyrra í 7.683 milljónir sænskra króna. Nettó-
hagnað'ur af rekstri ASEA óx úr 80 milljónum króna í 298 millj-
ónir. Stjóm fyrirtækisins mælti með því að hlutafé yrði aukið úr
787 milljónum í 984 milljónir króna með útgáfu jöfnunarlil'uta-
bréfa.
• • •
NORSKI byggingaverktakinn Ingeriör F. Slemer A/S hefur
gert samninga um byggingarframkvæmdir á Filabeinsströndinni í
Vestur-Afríku að upphæð 90 miilljóndr n. kr. Samningurinn var
gerður við opinbert byggingarfyrirtæki og nær til framkvæmda í
miðborg höfuðstaðarins Abidjan, þar sem Selmer hefur þegar reist
4300 íbúðir samkvæmt fyrri samningum.
• • •
TIL NOREGS komu um 360 þúsund erlendir ferðamenn í fyrra
frá löndum utan Norð'urlandanna. Var þetta 1% aukning frá fyrra
ári. Samningar Norðurlandanna gera það að verkum, að ferða-
menn frá Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og íslandi eru ekki taldir
með. Bretar voru flestir meðal ferðamanna í Noregi eða 101 þús.,
næstir voru Þjóðverjar 72 þús. og Bandaríkjamenn 71 þús.
• • •
FALLANDI gengi pundsins er áberandi veikleikamerki efna-
hagsmála Breta. Miðað við Bandaríkjadollar hefur pundið fallið
verulega frá stríðslokum. Þá var það skráð á $6.50, $4 árið 1947,
$2.43 fyrir ári en fór niður í $1.90 í marzmánuði.
ÚRSMÍÐAR Svisslendinga eru taldar í nokkurri hættu. Sviss-
nesku úrin, sem hafa verið ráðandi á heimsmarkaði eru nú á und-
anhaldi fyrir ódýrum tölvuúrum, sem framleidd eru í Bandaríkj-
unum. Salan á svissneskum úrum minnkaði um 22% í fyrra
miðað við árið á undan.
• • •
VESTUR-Þjóðverjar kaupa síður en áður dýrar gerðir bifreiða
og vilja nú fremur smábíla, bifhjól og notaða bíla. í fyrra óx
framleiðsla minni bíla en hins venjulega Volkswagen í 123 þús.
en var ekki nema 38 þús. 1973. Sala á bifhjólum og öðrum tví-
hjóla vélknúnum farartækjum fór 18% fram úr framleiðslunni
1974. Aldrei hafa selzt fleiri notaðir bílar í V-Þýzkalandi en í
fyrra, 4 milljón stykki.
• • •
VIÐSKIPTIN milli Japans og Kína munu væntanlega stór-
aukast undir lok áratugarins að áliti sérfræðinga. Þeir bjartsýn-
ustu fullyrða, að verzlunarviðskipti landanna aukizt 2 V2 sinnum
fram til ársins 1980. Viðskipti Tokyo og Peking eru þegar í hröð-
um vexti eftir að þau námu á bilinu 500—600 milljónum dollara
árlega á síðari hluta sjöunda áratugarins. Þessi viðskipti námu 3,3
milljörðum dollara 1974 og u.þ.b. 4,3 milljörð'um í fyrra.
22
FV 3 1976