Frjáls verslun - 01.03.1976, Síða 24
Grelnar og uiðlil
Efnahagshorfur
-eftir dr. Guðimund IVIagnússon, prófessor
I»að er einkennandi fyrir þróun efnahagsmála á alþjóðavettvangi síðustu tvö árin, að samdráttur
hefur átt sér stað samtímis í nær öllum löndum. í annan tíma hafa málin æxlast meira á misvíxl
þannig að sterk eftirspurn á einum stað hefur bætt upp eða vegið að einhverj'u leyti á móti slakri
eftirspum annars staðar.
Atvinnuleysi hefur í vetur
verið hið mesta í mörgum iðn-
ríkjum frá stríðslokum og farið
að meðaltali yfir 5%, eða í um
20 milljónir manna á atviranu-
leysisskrá. Nýting afkastagetu
hefur verið slök, eða 70—75%,
og framleiðsia beinlínis dregist
saman um nokkra hundraðs-
hluta.
Fylgifiskar þessarar þróunar
hafa í mörgum löndum verið
tiltölulega ör verðbólga og and-
stæð þróun gjaldeyrismála. Hér
skulu ekki raktar ástæður
þessa, enda margrætt mál. Hins
vegar mun leitast við að skýra
hvers vegna efnahagsbati hafi
látið standa á sér og hver sé
líkleg framvinda mála á þessu
ári.
f Hver á
að borga
brúsann ?
Afturkippurinn í efnahagslífi
umheimsins hefur reynst ó-
venju langvinnur. Efnahags-
málin hafa lent í vítahring.
Minni framleiðsla hefur leitt af
sér minnkun alþjóðaverslunar,
aukið atvinnuleysi og valdið
öryggisleysi hjá einstaklingum
og fyrirtækjum og gert ríkis-
stjórnir ráðvilltar. Einstakling-
ar hafa dregið saman seglin,
minnkað eyðslu en lagt meira
til hliðar. En fyrirtækin kæra
sig ekki um að ráðast í nýjar
fjárfestingar, þegar þau hafa
umframafkastagetu og fram-
leiða á birgðir. Nýfjármuna-
myndun minnkar því, en spar-
að fé liggur ónotað. Allt er
þetta í samræmi við kennslu-
bækur fyrir byrjendur í hag-
fræði.
En sumt er nýtt. Hefðu hag-
fræðinemar verið spurðir að því
á prófi fyrir tíu árum hvort
hugsanlegt væri að í þjóðfélag-
inu færi saman neikvæður hag-
vöxtur, ör verðbólga, verulegt
atvinnuleysi og þrálátur halli á
viðskiptajöfnuði, mundu flestir
þeirra hafa svarað því til, að
þetta gæti einungis átt sér stað
í vanþróuðu ríki. En eins og við
vitum er þetta einmitt lýsing á
ástandi efnahagsmála í sumum
vestrænum iðnríkjum á þessari
stundu.
í slíkri stöðu verða hin hefð-
bundnu meðöl í formi opin-
berra mótvægisaðgerða tvíeggj-
uð. Þess vegna hafa ríkisstjórn-
ir haldið að sér höndum eða
farið afar gætilega í að auka
umsvif hins opinbera af ótta
við enn meiri verðbólgu og enn
meiri halla á fjárlögum en ella.
í þessum efnum hljóta aðgerð-
ir Bandaríkjamanna, Vestur-
Þjóðverja og Japana að vera
þyngstar á metunum. Engin
þessara þjóða hefur viljað grípa
til kraftmikilla mótvægisað-
gerða vegna hættu á enn meiri
verðbólgu heima fyrir. Stjórn-
málaleg samstaða virðist hafa
verið í þessum löndum fyrir
því að þola því meira atvinnu-
leysi. Þetta útilokar ekki að
hvort tveggja fari saman,
hækkandi verðlag og aukið at-
vinnuleysi, heldur merkir að
aukning verðbólgunnar verður
minni en ella.
# Rétt eða
röng
stef na ?
Margir hagfræðingar hafa
haldið því fram, að betra væri
að fara ,,hina leiðina", þ.e. að
örva eftirspurnina og viðhalda
hagvexti á kostnað meiri verð-
bólgu.
Sé vandinn skilgreindur sem
val milli þessara tveggja kosta,
er gert ráð fyrir beinu sam-
bandi milli þensluaðgerða og
verðbólgu annars vegar, en
samdráttaráhrifa og verðhjöðn-
unar hins vegar. Svo virðist
hins vegar sem hið síðara þurfi
ekki að fylgja af hinu fyrra.
Margt bendir til þess að
enda 'þótt raunverulegt val
sé fyrir hendi í sumum löndum
verðbólgu og atvinnuleysis, þá
slái samdráttaraðferðin ekki
jafnmikið á verðbólgu og gert
hefur verið ráð fyrir. Þetta er
m.a. sameiginleg niðurstaða
fjögurra þekktra bandarískra
hagfræðinga sem athugað hafa
hver í sínu lagi þverstæðuna
sem aukið atvinnuleysi og vax-
andi verðbólag mynda. Ástæð-
urnar telja þeir einkum felast í
hegðun verkalýðsfélaga, sam-
24
FV 3 1976