Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1976, Side 25

Frjáls verslun - 01.03.1976, Side 25
keppni um vinnuaflið og verð- myndun á markaði þar sem fyr- irtækin hafa einkasölu eða fá- keppnisaðstöðu. Frá því á síðari hluta fyrra árs má greina nokkur bata- merki í efnahagslífi vestrænna ríkja og má skipta löndunum i grófum dráttum í fjóra flokka eftir stöðu þeirra í hagsveifl- unni. 0 Bandaríkin: Bandaríkin hafa náð sér einna best á strik, en ýmislegt bendir til þess, að hvatinn valdi ekki jafnmiklum straumhvörf- um og vonast var til í lok fyrra árs. Þetta á einkum rót sína að rekja til mikillar varfærni í peningamálum og er líklegt að sama aðhalds gæti í þeim mál- um enn um stund, ef dæma má af orðum forsvarsmanna pen- ingamála þar í landi. Japan virðist svipað á vegi statt og Bandaríkin. 0 Efnahagsbanda- lagið Innan Efnahagsbandalagsins eru Bretland og Ítalía sér á báti. Staða efnahagsmála í þess- um löndum var afar veik þegar samdrátturinn hófst. Hið sama gilti reyndar um Danmörku, en Danir hafa tekið sig á, en slæg- leg frammistaða Breta endur- speglast þessa dagana í gengis- skráningu pundsins. Enginn veit hver framvinda mála verð- ur á Ítalíu, en sem kunnugt er eru þeir með skuldseigustu þjóðum Evrópu um þessar mundir. Að því er varðar önnur lönd Efnahagsbandalagsins en ítalíu og Bretland virðast þau hafa siglt upp úr öldudalnum. í EFTA-ríkjunum, svo sem Austurríki, Finnlandi, Noregi, Sviss og Svíþjóð hefur batinn látið á sér s>tanda, en Norðmenn hafa allt fram á siðustu mánuði haft nokkra sérstöðu, þar sem framleiðsla hefur aukist þar eðlilega og atvinna verið nóg. Þessi lönd mega ekki síður en Islendingar búast við öllu min.ni framleiðsluaukningu á þessu ári en vonir stóðu til fyr- ir hálfu ári eða svo. Greinilegt er, að afborganir og vextir af eyðslulánum munu setja svip sinn á aðgerðir í efnahagsmál- um í flestum þessara landa næstu árin. Að því leyti eru viðhorfin ekki frábrugðin því sem gerist hér á landi. En við eigum þar met í stærðargráðu á mörgum sviðum. SUMARHÓTELIÐ ÓLAFSFIRÐI Ferðamannaþjónusta allt sumarið. Gisting, 1, 2ja og 3ja manna herbergi. Matur, kaffi, smurt brauð o. fl. SÍMAR 96-62315 OG 96-62384, ÓLAFSFIRÐI. FRAMLEIÐUM SKINNA- OG LEÐUR- FATNAÐ. • HOFUR • JAKKA • LÚFFUR í öllum stærSum og gerðum. ÝLIR SF. Saumastofa SKÍÐABRAUT 3 — DALVÍK — SÍMI 96-61405 FV 3 1976 25

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.