Frjáls verslun - 01.03.1976, Side 37
getur hún hafa tekið meiri
framförum síðan þá en við???
# Allt dregiö
í meðalmennskuna
Það er einn af ósiðum þjóð-
arinnar að draga allt í meðal-
mennskuna, að ofan niður og
að neðan upp. Ég held engan
veginn, að það sé ein af ástæð-
unum fyrir skrifum Leós um
menntamennina. Hann er jú
sjálfur einn af þeim, einn af
fræðingunum. Sem slík er gagn-
rýni hans réttmæt.
Ekki dettur mér til hugar að
fara að taka upp hanskann fyr-
ir arkitekta í málum, sem eru
þeirri stétt til vanvirðu. Enda
hef ég gagnrýnt kollega mína
opinberlega við litlar vinsældir
sumra þeirra. En öll fjölmiðlun
hefur sín áhrif til hins betra
eða verra, svo að ekki sakar að
líta á málið frá fleiri en einni
hlið.
Eins og Leó segir er Breið-
holtið arkitektum ekki til mik-
ils sóma, eða réttara sa-gt sá
þáttur þess, sem þeir bera á-
byrgð á. Það er öllum vonandi
ljó-st, að útlit og skipulag Breið-
holtsins er ekki einfarið verk
arkitekta iheldur einnig stjórn-
málamanna, tækndfræðinga,
verkfræðinga, byggingameist-
ara, embættismanna borgar-
innar og síðast en ekki síst
borgaranna, en verðbólguupp-
eldi þeirra ,,neyðir“ þá til þess
að byggja yfir sig í stórum hóp-
um árlega ella tapa þeir fjár-
munum. Þetta er ákaflega
margslungið mál eins og allt
skipulag, ákvörðunartaka um
það, framkvæmd og fjármögn-
un þess vitaskuld er. Þ-etta er
of stórt mál til þess að sortéra
arkitekta úr hópnum og
kannski stjórnmálamennina
eins og Leó gerir.
• Blokkir viö ÁlftamýrÍ
„hugmyndaleysr'
Eina ákveðna dæmið, sem
hann nefnir í þessari grein frá
Breiðholtinu er ljót blokkar-
bygging, „eitt af ljótustu mann-
virkjum á norðurhveli jarðar“.
í orðum hans felst, að arkitekt
hafi teiknað þetta hús svo að þá
koma fimm eða sex blokkir þar
efra til greina. Allar hinar hafa
aðrir en arkitektar teiknað. Nú
er smekkur alltaf umdeilanleg-
ur en- ekki finnst mér allar
þessar fimm til sex fallegar.
Að mínu mati má þó finna ljót-
ari blokk en þessar í Breiðholt-
inu. — Ég get glatt Leó með
því að íslenzkar „mennta-
mannaafurðir" á sviði skipu-
lags eru þegar komnar í banda-
ríska kennslubók, sem dæmi
um það hvernig ekki á að fara
að. Þetta dæmi eru blokkirnar
við Álftamýri. Fyrir neðan
mynd af þeim er talað um
hugmyndaleysi.
Álit mitt á Breiðholtinu, sem
ég von-a, að menn te-lji ekki um
of litað þeirri atvinnu, sem ég
alla jafnan stunda, er þetta:
Skipulagning Breiðholtsskipu-
lagsins eru að mínu viti þau
hrapallegustu upplýsingamiðl-
unarmistök, sem orðið hafa hér
á landi í seinni tíð og er þó
nógu af að taka. Þeir aðilar
sem lögðu hönd á plóginn -gerðu
áreiðanlega sitt besta en það e-r
ekki nógu gott. Nú skildi eng-
inn halda, að hér sé verið að
afsaka Breiðholtið, þvert á
móti. Skortur á upplýsingum,
nýjustu upplýsingum nú á tím-
um tækninnar og hraðans er
ófyrirgefanlegur. Einhver vís
maður sagði sem svo, að slíkur
skortur gæti komið heilum
þjóðum fyrir kattarnef á stuttu
tímabili og lengd þess tímabils
styttist hraðfara.
# Skortur á
upplýsinffamiðlun
Þetta er annar landlægur
þjóðarósiður einkum hjá þeim,
sem með völdin og fjármálin
fara. Áhugaleysi þeirra á greið-
ari upplýsimgamiðlun á öllum
sviðum er ekki aðeins til há-
borinnar skammar heldur veld-
ur það gífurlegri sóun á fjár-
munum þjóðarinnar. Fjármun-
um, sem þeir telja sig sennilega
vera að spara með því að strika
yfir liðinn: upplýsingamiðlun.
Ég vona, að ég sé ekki að
ljóstra upp neinu leyndarmáli,
þegar ég nefni það, að hér á
landi mun aðeins vera einn
maður, sem gagngert vinnur að
því að safna alhliða upplýsing-
um. Öll hans vinna í nokkur
ár mun t.d. haf-a greiðst af því,
að hann fann eitt gataspjald
hjá viðskiptastöðum sínum er-
lendis. Á sama tíma og við ís-
lendingar eigum einn alhliða
upp-lýsingasafnara eiga öll
menningarlönd upplýsinga-
miðlunarstofnanir og flestar
þeirra starfrækja eigin hug-
myndabanka.
. . . . En við erum svo fáir og
smáir? Ef til vill kennir Breið-
holtið okkur hve það er dýrt
að hafa ekki efni á því að fylgj-
ast með.
Ég veit ekki hvort það er rétt
skilið hjá mér í lok greinar
Leós, þar sem hann fjallar um
skýrslur og skýrslu'gerðarmenn,
að þar sé enn komin fram þessi
landlæga andúð á upplýsinga-
söfnun. En ég vil benda honum
á til vonar og vara að athuga
það dálítið nániar, hvort hugs-
anlega gæti Breiðholtið hafa
litið öðruvísi út, hefðu verið
gerðir um það „hnausþykkir
doðrantar" og meiri fjármunum
eytt í undirbúning áður en haf-
ist var handa. Eða er íslenska
aðferðin betri, að rjúka af stað
af því hve allt er orðið dýrt og
borga svo helmingi meira eftirá
þegar öllu þarf að breyta?
# Þakleki
Leó fullyrðir að „þakleki
hafi verið svo til óþekkt fyrir-
brigði í áratugi“ áður en arki-
tektar hófu starf sitt hér á
landi. Mér er nær að halda að
þeir, sem fyrir þann tíma
gegndu störfum arkitekta, en
nefndu starf sitt öðru nafni,
hafi átt við samsvarandi þak-
lekavandamál að stríða í 1100
ár hérlendis. Kjarni þessa máls
er vitaskuld sú að allar mennta-
mannastéttir eiga sitt grínsögu-
einkenni hjá þjóðinni. T.d. láta
arkitektar þökin leka, verk-
fræðingar pissa uppí vindinn,
lækmar grafa misheppnuðu
verkin, sáifræðingar eru sjúkl-
ingar sjálf sín o.s.frv. Þetta er
um leið eins konar viðurkenn-
ing söguþjóðfélagsins á því, að
þessir aðskotagemlingar, sem
FV 3 1976
37