Frjáls verslun - 01.03.1976, Page 45
Verzlunin Víðir í Starmýri, sein Sigurður og
synir hans reka í félagsskap auk verzlunar-
innar í Austurstræti 17.
FV.: — Það rnunu áreiðan-
lega flestir telja það unitals-
vert framtak að ráðast í kaup á
fyrirtæki eins og Silla og Valda
í Austurstræti. Hvaða aðgang
hafa kaupmcnn að stofnlána-
sjóðum til að slíkt sé mögulegt?
S.M.: — í fyrsta lagi hefði
ekki hvarflað að mér að ráðast
í þessi kaup, nema vegna þess
að synir mínir báðir stai'fa mér
við hlið og hafa gert á undan-
förnum árum, enda eru þeir sú
driffjöður, sem ég treysti mest
á, og eru þeir eigendur fyrir-
tækisins hvor um sig að jöfnu
við mig. Matthías var í skóla í
Danmörku og lærði sérstaklega
verzlunarrekstur í tengsium við
nám sitt. Hann er nú verzlun-
arstjóri í Austurstrætinu. Eirík-
ur er aftur á móti verzlunar-
stjóri í Víði en segja má að við
skiptum þannig með okkur
verkum, að synirnir annast all-
an daglegan rekstur, innkaup,
verðlagningu og mannaráðn-
ingar, en ég sé um bókhald og
fjármál. Ég orða það þannig að
,nú sé maður farinn að sendast
aftur.
Verzlunarlánasjóður við
Verzlunarbanka íslands hf. er
eini sameiginlegi fjárfestingar-
sjóður einkaverzlunarinnar, en
með alltof takmörkuð fjárráð.
Kaupmenn hafa einnig stofnað
nokkra sérstofnlánasjóði til að
leysa úr minniháttar viðfangs-
efnum. Sjálfur nýt ég þess að
Sigurður
með
somun
sínum
Matthíasi
og Eiríki.
vera búinn að starfa með eigin
verzlun í 25 ár og hafa ávallt
staðið í skilum.
FV.: — Eiga smærri verzlan-
ir í vök að verjast vegna sam-
keppi markaðsverzlana?
S.M.: — Ég veit ekki hvort
rétt er að segja, að þær eigi
beint í vök að verjast. Vissu-
lega hefur verzlunin á seinni
árum, hér eins og annars stað-
ar, færzt yfir á færri og stærri
einingar, en markaðir sem slík-
ir eru engin patentlausn á
verzlunarfyrirkomulagi. Þess
vegna held ég að „kaupmaður-
inn á horninu“ ef svo má orða
það, hafi áfram sitt fulla gildi
og gegni sínu ákveðna hlut-
verki. Það er nú einu sinni svo,
að fjöldi viðskiptavina leggur
mikið upp úr þjónustu og per-
sónulegum tengslum, sem
fylgja smærri verzlunum, en
fyrirfinnast ekki í svokölluðum
mörkuðum. í þessu sambandi
vil ég árétta, að ég tel ekki, að
það eigi að vera vandalaust að
reka verzlun. Þvert á móti eru
vandamálin til að herða og
stæla þann, sem rekur verzlun-
ina, og því aðeins að verzlunar-
reksturinn sé krefjandi og út-
heimti vinnu og útsjónarsemi,
verður hún neytandanum til
þeirra hagsbóta og þæginda,
sem hún á að vera.
FV.: — Er ekki augljóst að
verzlunarhættirnir eigi eftir að
færast meira út í markaðs-
formið eins og annars staðar
hefur orðið?
S.M.: — Markaðir eiga vissu-
lega rétt á sér. En uppbygging
þeirra og rekstur verður að
vera þannig að eigendur þeirra
sitji við sama borð og hinn al-
menni kaupmaður. Þannig er
það t.d. algerlega óviðunandi,
að markaðir geti skotið upp
kollinum t.d. í iðnaðarhverfum,
sem eru byggð upp í allt öðrum
tilgangi og fjármögnuð með allt
öðrum og hagstæðari hætti en
FV 3 1976
45