Frjáls verslun - 01.03.1976, Side 49
austur í Vík í Mýrdal. Ástæðan
fyrir því að við keyptum þetta
fyrirtæki var sú, að við einka-
framtaksmenn vildum ekki
vera einangraðir hvað kjötvör-
urnar snertir.
FV.: — Sambúð kaupmanna
og hcildsala hefur verið mcð
ýmsu rnóti og virðist ganga
nokkuð erfiðlega á köfl'um. Eru
kaupmenn sæmilega ánægðir
með viðskipti sín við heild-
verzlunina eða er fyrirsjáan-
Iegt að þessir Iiópar fjarlægist
hvor annan?
S.M.: — Mér er fyllilega
Ijóst, að innflutningsverzlunin
og heildsalar eiga við mörg
vandamál að fást og hefur svo
verið meira og minna svo lengi
sem ég man eftir. Það er hins-
vegar ekkert, sem réttlætir það,
að þeir velti þeim vandamálum
og erfiðleikum yfir á smásölu-
verzlunina, en því miður hafa
verið of mikil brögð að því. —
Heildsala og smásala eru á sinn
hátt tvær greinar á sama meiði
og svo bezt tekst þeim að
byggja upp sterka og hag-
kværna vörudreifingu, að þeir
viðurkenni hvorn annan í
verki.
FV.: — Hvað vilt þú ráð-
leggja ungum mönnurn, sem
hyg£Ía a verzlunarrekstur í
dag?
S.M.: — Það er ekki á mínu
færi að gefa ráðleggingar í þess-
um efnum. Hér er hver og einn
fyrst og fremst sinnar eigin
gæfu smiður. Hins vegar get ég
undirstrikað það, miðað við
mína eigin reynslu, að smásölu-
verslunin er vinna og aftur
vinna. Gæta verður þess vel að
rugla ekki reitum í eigin fjár-
málum og fjármálum fyrirtæk-
isins. Jafnframt er kröfuharka
til sjálfs sin, reglusemi og
skilvísi gagnvart hinum mörgu
viðskiptaaðilum, afgerandi
þáttur í þessum efnum.
Ég veit ekki hvort menn
hafa tekið eftir því, að það er
alger undantekning, ef fólk
með langskólamenntun á sviði
verzlunar og viðskipta, haslar
sér völl í smásöluverzlun.
Hver ástæðan er skal ég ekki
fullyrða, en þetta út af fyrir
sig er nokkurt. umhugsunarefni.
• Skjalaskápar
fyrirliggjandi með 2, 3 og 4 skúffum í A 4 og
foliostærðum.
• Peningaskápar
• Spjaldskrárskápar
í DIN og enskum stæröum
EGILL GUTTORMSSON
SUÐURLANDSBRAUT 4 - SÍMI 25155
FV 3 1976
49