Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1976, Qupperneq 61

Frjáls verslun - 01.03.1976, Qupperneq 61
Vík sf. Prjónar ýmsar gerðir af sokkum og nærfatnaði Tvenn hjón á Dalvík reka þetta fyrirtæki Hinn 1. mars sl. var stofnað nýtt fyrirtæki á Dalvík. Fyrirtækið heitir Vík sf. og kemur til með að framleiða karlmannasokka, sportsokka, barnasokka og nærfatnað á börn. Þegar Frjáls versl'un heimsótti Dalvík fyrir skömmu var þetta nýja fyrirtæki heimsótt. Þennan sama dag voru eigend- umir að vinna að uppsetningu vélanna, sem frainleiða eiga sokkana og voru fyrstu prufurnar að sjá dagsins Ijós. Eigendur Víkur sf. við prjónavélina sem keypt var úr Grundar- firðinum til að prjóna sokka á Dalvík. Vík sf. er stofnað upp úr öðru fyrirtæki, sem hét Prjóna- stofa Maríu Jónsdóttur og fram- leiddi prjónastofan eingömgu prjónanærfatnað. Frjáls versl- un hitt fyrir Maríu Jónsdóttur og eiginmann hennar Guðmund Jónsson og bað þau að segja nánar frá þessu nýja fyrirtæki. — Við vorum hérna tvenn hjón sem tókum okkur saman um þetta, sagði María, en hinir eigendurnir eru Sigurgeir Ang- antýsson og kona hans, Dóra Þorsteinsdóttir. Við keyptum sokkavélarnar frá Halldóri Finnssyni á Grundarfirði, en hann var með framleiðslu á Mayor-sokkum. Hann hætti þeirri framleiðslu fyrir 2<—3 árum og þá voru aðrir aðilar að hugsa um að kaupa vélarn- ar. Það varð þó ekki af því, svo við kræktum í þær. FYRSTU SOKKARNIR í APRÍL Að sögn þeirra Maríu og Guðmundar vonast þau til að geta sett fyrstu sokkana á markaðinn í apríl. — Við eig- um alveg eftir að vinna markað fyrir sokkana, en salan á nær- fatnaðinum gengur mjög vel og við höfum ástæðu til að ætla að nærfötin séu vinsæl, sögðu Guðmundur og María. — Við erum búin að setja okkur í sam- band við dreifingaraðila í Reykjavík og vonumst til að ná samningum við hann um dreif- ingu framleiðslunnar. Við telj- um að það sé miklu betra en að standa í þessu sjálf. Guðmundur sagði að mikið af efni hefði fylgt með í véla- kaupunum, en þar er um að ræða krep og acryl og ullar- blöndu. — Við notum þetta efni til að byrja með, sagði hann, en síðan munum við kaupa efni frá Steinvör hf. í Reykjavík. LÁNAFYRIRGREIÐSLA Þau Guðmundur og María sögðu að þeim hefði reynst það miklu erfiðara og kostnaðar- samara fyrirtæki að koma þessu af stað en þau höfðu ætl- að. — Við erum þó svo heppin að hafa rnotið ágætis lánafyrir- greiðslu hjá Sparisjóðnum hérna og hjá Útvegsbankanum, sagði Guðmundur. Einnig hvíla gömul lán á vélunum frá byggðasjóði og iðnlánasjóði og vonumst við til að þau verði látin fylgja vélunum áfram. Eigendur nýja fyrirtækisins voru bjartsýnir á að sokkafram- leiðslan myndi ganga vel. — Nú eigum við bara eftir að fá gott vörumerki, sagði María, en það mun Dóra Þorsteinsdóttir, einn af eigendunum sjá um og þá erum við fær í flestan sjó, sagði María að lokum. FV 3 1976 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.