Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1976, Side 67

Frjáls verslun - 01.03.1976, Side 67
íþróttir: Skíðastökkpallur í miðjum bænum — Á skíðalandsmótinu 1975 áttu Ólafsfirðingar alla ung- lingameistara í göngu og stökki og helst ætlum við að endurtaka þetta á landsmótinu 1976 sagði Björn Þór Ólafsson íþróttakennari á Ólafsfirði er hann var heimsóttur fyrir skömmu. Björn Þór hefur verið okk- ar helsti skíðastökkvari á und- anförnum árum og hefur vel- gengni hans i stökkinu sjálf- sagt átt sinn þátt í því að vekja áhuga ungra Ólafsfirð- inga á þessari skíðagrein, á- samt því að Ólafsfjörður getur státað af því að hafa varan- legan skíðastökkpall inni í miðjum bæ. — Ólafsfirðingar og Sigl- firðingar eru þeir einu sem eitthvað fást við skiðastökk, sagði Björn Þór. — Við erum nú að vonast til að fá annan stærri stökkpall yfir í Kleifar- horni, en þar höfum við æft. á snjópöllum í vetur. Ólafs- fjarðarkaupstaður og íþróttafé- lagið standa saman að byggingu þessa palls og við erum að vona að honum verði komið upp á næsta sumri. Það kemur til að gera aðstöðuna einstaka. Sigfirðingarnir eru líka að koma sér upp palli, sem gæti verið kominn í gagnið í vetur. Á Ólafsfirði er mikill áhugi á íþróttum, en skíðaíþróttin situr þar í fyrirrúmi. — Mest eru það norrænu grpinarnar ganga og stökk sem hér eru stundaðar og rásmörkin í göngukeppnum eru yfirleitt höfð hjá barnaskólanum, sem stendur í miðjum bænum. Handknattleikur er mikið stundaður af öllum aldurs- flokkum á Ólafsfirði. íþrótta- félagið Leiftur er með III. deild í handknattleik. Einnig er talsverður áhugi á fótbolta á staðnum. — Það er búið að ráða þjálfara fyrir Leiftur fyr- ir næsta sumar, sagði Björn Þór. Það er skotinn Duncan McDonald, sem þjálfað hefur Reyni á Árskógsströnd. Hann ætlar að vera hjá okkur 3 daga í viku næsta sumar og þjálfa alla aldursflokka. Við teljum það mjög mikilvægt að allir aldursflokkar fái að njóta þess- Björn Þór Ólafsson. arar þjálfunar og vonumst til að þannig verði varanlegur ár- angur af þessu. LÍTIL AÐSTAÐA FYRIR INNANHÚSÍÞRÓTTIR Hópur af fólki á Ólafsfirði hefur hafið ástundun badmin- tons sér til heilsubótar, en að- staða fyrir innanhússíþróttir er af skornum skammti á staðnum. — Við erum að von- ast til að það verði bráðlega tekin ákvörðun um byggingu nýs íþróttahúss, sagði Björn Þór, — því hér vantar stór- lega aðstöðu bæði til kennslu og eins fyrir íþróttafélögin. En þótt á'hugi á íþróttum sé mik- ill hér, þá finnst mér vanta stórlega á áhuga fullorðins fólks á því að stunda íþróttir. Þótt yfirleitt sé hægt að stíga á skíðin við húsdyrnar hérna á veturna, þá er allt of_lítið um að fullorðið fólk bregði sér á skíði sér til heilsubótar, sagði Björn Þór Ólafsson að lokum. Hótel Selfoss FERÐAMENN ATHUGIÐ: Veitingar allt árið. Kaffiveitingar. Ódýrir smáréttir. Lax og silungur. Annar heitur matur. VERIÐ VELKOMIN. Hótel Selfoss SlMI 99-1230 FV 3 1976 67

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.