Frjáls verslun - 01.03.1976, Side 71
Fyrirtækjarekstur:
Hver hirðir hagnaðinn?
Grein eftir Palle Hansen prófessor við Verzlunarháskólann í Kaupmanna-
höfn en hún birtist upphaflega sem kjatlaragrein í Berlingske Tidende
Prófessor Palle Hansen hélt nýverið námskeið um „Stjórnun ojaf arðsemi“ fyrir Félag íslenskra
iðnrekenda. Honum varð tíðrætt um að rannsókn ir bentu til þess, að hagnaður danskra fyrirtækja
væri almennt of lítill — og hann taldi allar líkur á því, að sama væri upp á teningnum hér á landi,
sérstaklega vegna þess að menn gerðu sér ekkií grein fyrir því, hve mikinn hagnað þyrfti til þess
að vega upp á móti þeirri verðrýrnun, sem verðbólgan veldur. Höfund'ur þessarar greinar hefur
jafnframt áhyggjur af því, að ekki sé skilningur fyrir hendi í þjóðfélaginu á nauðsyn þess, að nægi-
legur hagnaður verði eftir í fyrirtækjunum.
Mörgum finnst að hugtakið
um „hámörkun ágóða“ merki
eitthvað nálægt því að vera
sviksamlegt. Eitthvað líkt því
að blekkja varnalausa við-
skiptavini og starfsmenn, eða
fela sig í frumskógi skattalag-
anna og í ofanálag að stuðla að
sóun á auðlindum þjóðfélagsins.
Það virðist sem ýmsir sam-
borgarar okkar haldi að eina
takmark hins svonefnda at-
hafnamanns, sé að ná í hagnað
og helst sem mest af honum.
Sem sagt að ná í óréttmætan
hagnað á annarra manna kostn-
að.
HUGTAKARUGLINGUR
Það heyrist jafnvel sagt, að
þessi tilhneiging til að hámarka
ágóða geti eingöngu átt sér stað
í kapitalískum þjóðfélögum, en
alls ekki í þeim sosialísku, þar
sem svo að segja öll fyrirtæki
eru í opiniberri eign.
Það er enginn vafi á því, að
hér gætir mikils hugtakarugl-
Prófessor
Palle
Hansen
er kunnur
hér á
landi af
námskeiða-
haldi
sínu.
FV 3 1976
71