Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1976, Side 74

Frjáls verslun - 01.03.1976, Side 74
Sé meiru skipt, kemur fram tap, sem aðeins er unnt að bjarga með lánsfjármagni í skemmri tíma. >essi regla á jafnt við um einkafyrirtæki og opinberar stofnanir. Þetta er sá raunveruleiki, sem við verðum að horfast í augu við nú sem stendur, þeg- ar hvert fyrirtækið á fætur öðru verður að stöðva rekstur sinn vegna þess að peningar eru ekki í kassanum og þegar þar að auki er erfitt fyrir stjórnvöld og banka að fá er- lend lán til að jafna óhagstæða gjaldeyrisstöðu. Önnur staðreynd er sú, að það er ekki til nein skiptapró- senta, sem á hlutlausan og al- gjörlega réttlátan hátt deilir ,,framleiðslukökunni“ milli hagsmunahópanna, hvort sem um er að ræða hjá einkafyrir- tækjum eða opinberum stofn- unum. Það er einfaldlega ó- mögulegt að reikna út, hvað hver hagsmunahópur fær í sinn hlut, þ.e.a.s. hvaða þátt hann átti í verðmæti hinnar veittu þjónustu. HVERS VIROI ER FRAM- LAGIÐ? Hvaða áhrif hefur framlag þeirra, sem vinna að vöruþróun miðað við hinna sem vinna að framleiðslu, á endanlegt verð- mæti vörunnar? Hvers virði er framlag vél- anna? Hver getur reiknað hlut- laust út hvers virði umönnun á sjúkrahúsi er sjúklingnum? Hér er aðeins hægt að nota eina aðferð — það er viðskipti. Hagsmunahóparnir verða ein- faldlega að versla hver við ann- an. Það er reyndar þetta, sem á sér stað þegar t.d. aðilar vinnu- markaðsins fjalla um launa- kjör, þegar kennarar gera launakröfur til hins opinbera, þegar viðskiptavinur og kaup- maður ræða um verð vöru og þegar ríkið ákveður álagning- arreglur til skatts. ALLIR VILJA HÁMARKA HAGNAÐ SINN í öllum þessum tilvikum er samið, þ.e.a.s. það er verslað um skiptingu hagsmunahóp- anna á ,,framleiðslukökunni“. Og sérhverju sinni getum við verið viss um að hver einstak- ur hagsmunaaðili leitast við að fá sem stærsta sneið af tískunni — sem sagt þeir reyna að há- marka hagnað sinn. Við erum þess vegna öll „hagnaðar-há- markendur" af guðs náð. Að minnsta kosti er eitt víst: Atvinnurekandinn er alls ekki ágjarnari í þessari keppni en aðrir hópar. Líti maður á þá rýru rekstr- arafkomu sem fyrirtækin sýna (undir % af því sem þau þyrftu að hafa í hagnað), getur maður næstum sagt þvert á móti. Hefðu fyrirtækin sýnt þann hagnað, sem þau þyrftu til að dafna, hefðu þau afgang til að byggja upp nauðsynlega vara- sjóði og hluti þeirra fyrirtækja, sem nú standa höllum fæti myndu standast a.m.k. fyrstu vetrarveðrin. Við nánari athugun mun maður geta séð nákvæmlega sömu keppnina milli hagsmuna- hópa í sósialískum löndum, þar sem svo til eingöngu eru opin- ber fyrirtæki. Maður heyrir að- eins minna um hvað þar gerist. En af og til má lesa um „skyndiuppþot“ sem við nán- ari eftirgrennslan eru tilkomin vegna óánægju með skiptingu „framleiðslukökunnar“. Fyrir ekki svo mjög löngu síðan áttu sér stað slíkar ,,kjaradeilur“ í Póllandi, sem í fyrstu varð að brjóta á bak aft- ur með fallbyssum en síðar urðu valdamenn að koma til móts við kröfurnar bæði með launahækkunum, niðurfærslu verðlags og með auknu fram- boði á neysluvörum. Baráttan milli hagsmunahópa um skipt- ingu kökunnar er þannig við lýði í öllum löndum, en í hin- um kapitalísku löndum fer hún fram fyrir opnum tjöldum og er ekki jafn tilfinningaþrungin, þegar allt kemur til alls. SJÁVARFRÉTTIR koma nú út í hverjum mánuði frá og með janúarmánuði 1976. Upplag SJÁVARFRÉTTA er nú á sjöunda þúsund eintök. Fjórfalt stærra blað en nokkuð annað á sviði sjávarútvegsins. • SJÁVARFRÉTTIR er lesið af þeim, sem starfa við sjávarútveginn og taka ákvarðanir um innkaup vöru og þjónustu fyrir útgerð, fiskiðnað, skipa- smíðastöðvar, vél- smiðjur og aðra aðila á sviði sjávarútvegs og þjónustu- grcina hans. Eflið viðskiptin við s j ávarút veginn og kynnið vörur og þjónustu í SJÁVARFRÉTTUM. SJÁVARFRÉTTIR LAUGAVEGI 178. SÍMAR 82300 OG 82302. 74 FV 3 1976

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.