Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1976, Page 76

Frjáls verslun - 01.03.1976, Page 76
dæmi um verkefni sem falla undir þennan flokk: Hag- kvæmniskannanir, áætlanagerð og fleira vegna fjárfestinga og lánsumsókna, tímamælingar o. fl. b) Þörf þekkingar og reynslu. Flest fyrirtæki eru svo smá, að þau hafa ekki á að skipa starfsliði, sem hefur til að bera sérhæfða þekkingu og reynslu, sem spannar öll ,þau vandamál, sem fyrirtækið glímir við. Talsverðan hluta vandamála í stjórnun og rekstri fyrirtækja ber svo sjaldan að höndum, að óhag- kvæmt væri að halda sérhæft starfslið til þess að leysa þau. Skyld þessu er þörfin fyrir að fá aðila inn í fyrirtækið, sem sjá vandamálin í nýju Ijósi og eru óháðir þeirri vanahugsun, sem ríkir í fyrirtækinu. Dæmi verkefna í þessum flokki eru t. d. rekstrareftirlitskerfi, kerf- isathuganir, framleiðsluskipu- lagning, „lay out“ verkefni, kannanir á skipulagi fyrir- tækja og stofnana, markaðs- kannanir o. f1. c) Eðli verkefnis krefst þess að óháður aðili leysi það af hendi. Deilur aðila innan fyrirtæk- is, deilur hagsmunahópa og ýmis konar hagsmunabarátta krefst þess ósjaldan að óháðir aðilar fjalli um deilumálin. Nefna má sem dæmi gerð launakerfa, launadeilur og deilur vegna áhrifa opinberra aðgerða á ýmsa hagsmuna- hópa. Hvernig er bezt að velja rekstrarráðgjafa? Setjum sem svo að nú höfum við ákveðið að fá rekstrarráð- gjafa til að leysa ákveðið verk- efni. Val og ráðning ráðgjafa gæti þá farið fram á eftirfar- andi máta: Grndvöllur vals- ins er að afmarka og skýr- greina verkefnið svo sem frek- ast er unnt. Nauðsyn skýr- greiningar byggist annarsvegar á því að velja hæfan rekstrar- ráðgjafa að verkinu og hins vegar að eiga auðveldara með að upplýsa rekstrarráðgjafann um verkefnið — og um leið auðvelda honum að gera grein fyrir sinni reynslu í svipuðum verkefnum. Vert er að hafa í huga, að í sumum tilvikum getur skýrgreining og afmörk- un vandamáls verið erfið og þær lausnir, sem augljósastar virðast kunna að vera rangar. Nefna má sem dæmi að óþægi- lega tíður birgðaskortur verð- ur ekki einungis leystur með auknum birgðum heldur mögu- lega einnig með bættum sölu- og framleiðsluáætlunum, eða þá með því að draga úr vöru- úrvali. f slíku tilviki kann að vera heppilegra að nota rekstr- arráðgjafann við skýrgreiningu verkefnisins. Leitað að ráðgjafa. Næsta skrefið er að finna ráðgjafa, sem hæfir verkefn- inu. Oft er haganlegt að leita ráða hjá félagi viðkomandi at- vinnugreinar eða þá til for- svarsmanna annarra fyrirtækja í sömu grein. Þeir aðilar geta oft bent á og gefið umsögn um ráðgjafa, sem leyst hafa svipuð verkefni. Heppilegt getur ver- ið að ræða við fleiri en eitt rekstrarráðgjafafyrirtæki, til þess að fá gleggri hugmynd um möguleikana. Slíkar upp- hafsviðræður væru eðlilega viðkomandi fyrirtæki að kostnaðarlausu. Eðlilegt er við upphafsviðræður, að rekstrar- ráðgjafinn fái góða yfirsýn yf- ir rekstur fyrirtækisins, svo hann geti mótað hugmyndir sínar að lausn verkefnisins. Ósk um tilboð. f lok upphafsviðræðna við rekstrarráðgjafa er eðlilegt að æskja skriflegs tilboðs, eða verkáætlunar, sem fæli í sér t. d. eftirfarandi atriði: 1. Mat rekstrarráðffjafa á markmiði, eðli og umfangi verkefnis. 2. Tillaga að verklýsingu og vinnuaðferðum. 3. Áætlaða tímanotkun og upphafstíma verks. 4. Kostnaðaráætlun. Þegar borist hefur verklýs- ing og kostnaðaráætlun, er BlLAVERKSTÆÐI ÓLAFSFJARÐAR VIÐ ÆGISGÖTU, SÍMI 96-62277, ÓLAFSFIRÐI • Bifreiðaverkstæði • Dekkjaviðgerðir • BP smurstöð • Sprautun • Miðstöðvavinna, breytingar og nýlagnir. SÍMI: 96-62277 76 FV 3 1976

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.