Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1976, Page 79

Frjáls verslun - 01.03.1976, Page 79
Stjórnun Fjölbreytt starfsemi hjá Stjórnunarfélagi Islands 10 námskeið haldin fram á vor Hinn 5. febrúar sl. var haldinn aðalfundur Stjórnunarfélags Is- lands að Hótel Sögu. Auk venjulegra aðalfundarstarfa flutti Matthías Á Matthíesen, fjármálaráðherra erindi um hagræð- ingu í opinberri stjórnun. Formaður félagsins Ragnar S. Halldórsson forstjóri setti fundinn, en fundarstjóri var kjörinn Eyjólfur ísfeld Eyjólfs- son forstjóri. í skýrslu stjórnar kom m. a. fram, að hinn 24. janúar sl. voru liðin 15 ár frá því að fé- lagið var stofnað, en fyrsti for- maður félagsins var Jakob Gíslason orkumálastjóri. ÖFLUGT NÁMSKEIÐAHALD Á sl. ári voru haldin 25 nám- skeið á vegum Stjórnunarfé- lagsins um 18 mismunandi efni og þátttakendur voru um 470 talsins. Auk fræðslustarfsemi gekkst félagið fyrir fundum og námskeiðum að venju. Stjórnunarfélagið gaf út rit- gerð Ingólfs Hjartarssonar um atvinnulýðræði á sl. ári og átti jafnframt hlut að útgáfu Nú- tíma stjórnunar eftir Peter Gorpe, sem kom út hjá Al- menna bókafélaginu um síð- ustu áramót. Nútímastjórnun er fyrsta bók sinnar tegundar, sem gefin er út á íslenzku. NÁMSKEIÐ í VOR Fram til vors gengst SFÍ fyrir 10 námskeiðum um ým- is efni stjórnunar. Meðal þeirra eru þrjú ný námskeið: Um þjóðarbúskapinn (Leiðbeinend- ur Jón Sigurðsson hagrann- sóknarstjóri, Hallgr. Snorra- son og Ólafur Davíðsson þjóð- hagfræðingar), Línuleg bestun (Leiðbeinandi Þorkell Helga- son dósent) og Stefnumótun fyrirtækja (Leiðbeinandi Árni Vilhjálmsson prófessor). Þá mun félagið gangast fyrir tveim námskeiðum í sam- vinnu við Félag íslenzkra iðn- rekenda. Fyrra námskeiðið fjallar um Stjórnun og arð- semi (15.—17. marz) en hið síðara um Arðsemisáætlanir (17.—19. marz). Leiðbeinend- ur á þessum námskeiðum eru prófessor Palle Hansen og Réne Mortensen framkvæmda- stjóri frá Danmörku, en þeir eru islenzkum stjórnendum að góðu kunnir fyrir námskeið, sem þeir hafa haldið hérlendis áður. SKIPAN STJÓRNAR í stjórn íélagsins sitja: Ragn- ar S. Halldórsson formaður, Hörður Sigurgestsson, Sigurður R. Helgason, Brynjólfur Bjarnason og Eggert Hauksson. í varastjórn eiga sæti: Guð- mundur Einarsson, Sigurður Gils Björgvinsson, Ragnar Kjartansson og Jakob Gísla- son. Ennfremur starfa á vegum félagsins 12 manna fram- kvæmdaráð og 5 manna fræðsluráð. Framkvæmdastjóri SFÍ er Friðrik Sophusson lög- fræðingur. Stjórnar- menn og framkv.stj. F.v.: Jakoh Gíslason, Ragnar Halldórsson form., Hörð- ur Sigur- gestsson. Aftari röð: Friðrik Sophusson, Sigurður R. Helgason, Sigurður G. Björgvins- son, Brynj- ólfur Bjarnason og Ragnar Kjartans- son. FV 3 1976 79

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.