Frjáls verslun - 01.03.1976, Page 87
AUGLÝSING
SAMVINNUTRESMIDJIJRMAR:
Áhersla lögð á vandaða smíði
Samvinnutrésmiðj'ur Kaupfé-
lags Árnesinga, Rangæinga og
Skaftfellinga hafa um þriggja
ára skeið starfað saman að
smíði og framleiðslu eldhúsinn-
réttinga, hurða og húsgagna
ýmis konar. „3K húsgögn og
innréttingar* Suðurlandshraut
18, Reykjavík versla fyrst og
fremst með húsgögn og innrétt-
ingar sem framleidd eru í þess-
um samvinnutrésmiðjum.
Eldhúsinnréttingar 3K eru
framleiddar í stöðluðum eining-
um, en þó hafa orðið undan-
tekningar á þessu, þegar sér-
stakir hlutar í innréttingum
þurfa að vera sérsmíðaðir til að
ná út ákveðinni heild.
Verð á eldhúsinnréttingu í
eldhús, sem er 2.40 m á hvor-
um vegg t.d. í fjölbýlishúsi er
um kr. 195.000. Söluskattur er
innifalinn í verðinu auk þess
flutningur á byggingarstað í
Reykjavík og nágrenni. Eigi
innréttingin að fara út á land
sjá 3K um flutning á flutninga-
miðstöð. Uppsetndng er ekki
innifalin í verðinu, en hægt er
að útvega uppsetningu og verð-
tilboð.
Eldhúsinnréttingar frá 3K
eru fáanlegar í ýmsum viðar-
tegundum t.d. furu, maghony,
palisander og hnotu. Hvað varð-
ar val á plasti á borð og fram-
an á skápahurðir getur kaup-
andinn sjálfur kosið hvort hann
vill það sem er til á lager, eða
séðu um að útvega og velja
þann lit, sem hann óskar. Fram-
leiðendur hafa lagt mikla á-
herslu á að vanda til smíði eld-
húsinnréttinga sinna.
Eftirspurnin í viðartegund-
irnar hefur verið svo mikil, að
ekki hefur verið hægt að anna
henni. Einnig eru framleiddar
eldhúsinnréttingar í plasthúð-
uðum plötum og kemur þá ein-
unigis til greina einn litur.
Reynt er að hafa afgreiðslu-
frest ekki lengi en 8 vikur, en
eftirspurnin hefur verið það
mikil í eldhúsinnréttingamar,
að þær voru uppseldar frá því í
september og fram yfir áramót
sl.
3K hafa tekið upp þá nýjung
að selja einnig heimilstæki með
eldhúsinnréttingunum og er
það til hagræðis fyrir þá sem
eru að stofna heimili í fyrsta
sinn og alla þá er skoða innrétt-
ingar verslunarinnar. Með
þessu geta kaupendur séð,
hvemig best má hagræða heim-
ilistækjum í eldhúsið.
GUNNAR ÁSGEIRSSON HF.
Vinsælar hjá ungu fólki
Gunnar Ásgeirsson hf. Suð-
urlandsbraut 16, Reykjavík hef-
ur frá því í janúar 1974 fl'utt
inn eldhúsinnréttingar frá Pol-
aris í Noregi. Stuttu seinna fór
fyrirtækið einnig að flytja inn
eldhúsinnréttingar frá Grenlig
Trevare er nefnast Sigdal. Inn-
réttingarnar eru framleiddar í
stöðluðum stærðum og hannað-
ar fyrir ákveðna stærð af eld-
húsi. Þó er hægt að bæta við
skápum þar sem eldhúsin eru
stærri.
Ef miðað er við stærðina
2.50—)-2.50 m kostar ódýrasta
FV 3 1976
87