Frjáls verslun - 01.03.1976, Side 89
AUGLÝSING
J.P. IIMIMRÉTTIINIGAR:
lltvegum allt sem kaupandinn
óskar
í J. P. innréttingum, Skeif-
unni 7, Reykjavík, hafa verið
smíðaðar eldhúsinnréttingar
frá því árið 1962. Innrétting-
arnar eru framleiddar í stöðl-
uðum einingum, en einnig er
hægt að fá sérsmíðaðar inn-
réttingar. Reynt er að anna
öllum fyrirspurnum um sér-
smíði.
Nóg er til á lager af stöðl-
uðum eldhúsinnréttingum og
afgreiðslufrestur á þeim því
nær enginn, en hins vegar hef-
ur afgreiðslufrestur á sérsmíði
verið u. þ. b. 2V2-3 mánuðir.
Eldhúsinnrétting með kústa-
skáp, hólfi fyrir ísskáp og elda-
vél, plastáferð á hurðum eða
spónalögðum viði fyrir eldhús-
innréttingu, sem er 2.50 m á
hvorum vegg kostar kr. 316.000.
Er þetta miðað við staðlaða inn-
réttingu. Þær viðartegundir
sem eru fáanlegar eru eik, tekk
og maghoný.
Sams konar eldhúsinnrétting
með blýlögðu gleri kostar kr.
385.000, en innrétting með
bogadregnum hurðum kostar
kr. 400.000.
Innréttingar með bogadregn-
um hurðum eru fáanlegar úr
bæsuðum viði t. d. eik og kost-
ar þá kr. 420.000. Innrétting
með rammahurðum með blý-
gleri í efri skápum kostar kr.
490.000. Verð þetta er miðað
við innréttingu af stærðinni
2.50+2.50 m. í öllum ofan-
greindum verðum er uppsetn-
ing innifalin.
Eins og að ofan greinir er
hægt að fá mismunandi viðar-
tegundir og einnig er hægt að
fá mismunandi gerðir og liti af
plasti á borð og á hurðir. Hafi
viðskiptavinurinn sérstakar
óskir er reynt að framleiða
innréttinguna samkvæmt þeim.
J.P. innréttingar framleiða
auk eldhúsinnréttinga, fata-
skápa, innréttingar í baðher-
bergi, sólbekki og skrifstofu-
innréttingar. Þar að auki bjóða
þeir upp á margs konar vegg-
klæðningar, loftklæðningar og
innihurðir, sem fluttar eru inn
frá Portúgal. Fyrirtækið reynir
að smíða og útvega allt sem
kaupandinn óskar.
FV 3 1976
89