Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1976, Side 91

Frjáls verslun - 01.03.1976, Side 91
AUGLÝSING SAMVIIMIVUTRÉSMIDJIJRIMAR: Mismunandi gerdir,- mismunandi viðartegundir Samvinnutrésmiðjurnar eru samstarfsfyrirtæki trésmiðja 3ja Kaupfélaga á Suðurlandi, Kaupfélags Árnesinga, Kaupfé- lags Rangæinga og Kaupfélags Skaftfellinga. Elsta trésmiðjan hcfur staMað í um 30 ár og hafa trésmiðjurnar aðallega fram- leitt innréttingar og hurðir. Fyrir þremur árum hófst fyrrnefnt samstarf, markmiðið með samstarfinu er að ná hag- kvæmara verði á framleiðsl- unni með hagkvæmri skiptingu verkefna, sérhæfingu og stöðl- un. Samvinnutrésmiðjurmar fram- leiða: Eldhúsinnréttingar, úti- og innihurðir, póstkassa, fata- skápa, bólstruð húsgögn og skrifstofuhúsgögn. Útihurðirnar eru fáanlegar í mismunandi gerðum og viðar- tegundum, en innihurðirnar hægt að fá í einni gerð i mis- munandi viðartegundum eða tilbúnar undir málningu. Aðal- lega er um staðlaða framleiðslu að ræða. Þar sem trésmiðjurnar eru úti á landi, hefur verið sett upp útstillinga- og söluskrifstofa að Suðurlandsbraut 18, Reykja- vík. Húsbyggjendur geta þarna séð fjölmargar gerðir innrétt- inga og hurða og eru gerð tilboð í tréverk, hvort heldur er í ný- byggingar eða eldri íbúðir. Öll tilboð eru með söluskatti og flutningskostnaði. Ef pakka þarf inn vörum vegna sending- ar út á land, þarf að greiða fyrir það aukalega. Framleiðsla og sala á inni- hurðum úr gullálmi hefur ver- ið hvað mest og er verð á slíkri hurð kr. 26.000. Innifalið í verð- inu er söluskattur og sending- arkostnaður að byggingarstað í Reykjavík eða á flutningamið- stöð. Útihurð er hægt að fá frá um kr. 65.000. Þær eru fáanlegar með gleri, heilar, með fulning- um eða panel og með bréfalúgu. Hvað sérstaka meðhöndlun og hreinsun hurðanna varðar, þurfa hurðir frá 3K litla með- höndlun og hreinsun. Það er nægilegt að nota rakan klút, en forðast öll kemísk þvottaefni, því sum þeirra efna ganga beint inn í lakkið. Afgreiðslufrestur er um 8 vikur, en ekki er séð um isetn- ingu hurðanna. Hins vegar benda 3K kaupendum á aðila, sem setja upp hurðir og einnig tekur fyrirtækið að sér að semja við þessa aðila, þannig að þjónusta við kaupanda hvað uppsetningu varðar er alltaf fyrir hendi. Greiðsluskilmálar eru mögu- legir og er ákveðið greiðslufyr- irkomulag á allri framleiðslu trésmiðjanna. Markaðsþáttur FRJÁLSRAR VERSLUNAR kynnir vörur og vörumerki. Birtir ítarlegar, áreiðanlegar og tæknilcgar upplýsingar, sem gefa kaupcndiiim meiri valkosti. Markaðsþáttur FRJÁLSRAR VERSLUNAR — ný aðferð, sem skilar árangri. FRJÁLS VERZLUN — kynningardeild — Laugavegi 178. FV 3 1976 91

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.