Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1976, Side 15

Frjáls verslun - 01.07.1976, Side 15
fénu er 1% eða um 800 milljón- ir króna. Fjórðung stofnfjárins á að leggja fram í reiðufé í þremur áföngum á næstu tveimur árum. Framlag Islands í ár er því um 70 milljónir króna. Lán og ábyrgðir bankans mega nema allt að 2,5-földu stofnfénu, eða alls um 200 millj- örðum króna. Þá er einnig gert ráð fyrir, að bankinn afli láns- fjár á hinum alþjóðlega lána- markaði til lánveitinga á Norð- urlöndum. í stjórn bankans sitja tveir menn frá hverju aðildarríkja, fyrir íslands hönd þeir Jón Sigurðsson forstjóri Þjóðhags- stofnunar og Þórhallur Ás- geirsson, ráðuneytisstjóri. Vara- menn eru þeir Guðmundur Magnússon, prófessor, og Tóm- as Árnason, alþingismaður. Stjórnarformaður er norðmað- urinn Hermod Skánland, einn af bankastjórum Noregsbanka. Bankastjóri hefur verið ráðinn svíinn Bert Lindstrqm, en að- setur bankans er í Helsingfors. TÆKIFÆRI TIL HAGKVÆM- ARI FJÁRMÖGNUNAR Stofnuni bankans gefur tæki- færi til hagkvæmari fjármögn- unar en annars væri kostur til þróunar orkufreks iðnaðar á ís- landi í samvinnu við norræn fyrirtæki. Bankinn gæti einnig greitt fyrir norrænu samstarfi á öðrum sviðum framkvæmda. íslenzka járnblendifélagið h.f., sem eins og kunnugt er hefur tekið upp samstarf við norska fyrirtækið Elkem- Spigerverket a/s í stað Union Carbide, hefur þegar tilkynnt lánsumsókn sína til bankans til byggingar járnkísilvers á Grundartanga við Hvalfjörð. Þetta verður sennilega fyrsta lánsumsóknin, sem um verður fjallað í bankanum. Fram- kvæmdaáform járnblendifélags- ins voru reyndar þegar á s.l. vori kynnt í bankastjórninni. W FV 7 1976 15

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.