Frjáls verslun - 01.07.1976, Blaðsíða 94
AUGLÝSING
Ferðamiðstöðin hf.:
Skipulagðar ferðir á kaupstefnur
Ferðamiðstöðin h.f. skipu-
leggur hópferðir á hinar ýmsu
vörusýningar víðs vegar um
heim, útvegar hótel og allar
nauðsynlegar upplýsingar. Mun
Ferðamiðstöðin h.f. vera sá
stærsti aðili hér á landi í skipu-
lagningu slíkra hópferða. Með-
al annars eru skipulagðar hóp-
ferðir til stærstu kaupstefnu-
horgarinnar, Köln í V.-Þýska-
landi.
Ein vinsælasta kaupstefnan,
sem haldin er í Köln á þessu
ári, er Photokina ljósmynda-
vörusýningin, en hún er nú
haldin í 14. sinn. Köln í Vestur-
Þýskalandi er borg kaupstefn-
anna og á síðasta ári voru
haldnar þar 20 kaupstefnur, en
þær sóttu um 730 þúsund kaup-
endur og gestir.
Jóhann V. Sigurjónsson, einn
af forstjórum verslunarinnar
Filmur og Vélar s.f., hefur tek-
ið þátt í Photokina sýningun-
um allt frá því árið 1963.
Fyrsta sýningin, sem hann
fór á, var opin almenningi, og
var því mjög óhentugt fyrir
viðskiptafólk hvaðanæva úr
heiminum að Ijúka viðskipta-
erindum sínum á skömmum
tíma. Nú er sá háttur hafður
á, að sýningin er lokuð almenn-
ingi og sækir hana því ein-
göngu fólk, sem þangað á
ákveðið erindi. Sýningunum óx
fiskur um hrygg og eru Photo-
kina sýningarnar nú haldnar á
tveggja ára fresti. Nú getur við-
skiptafólk komið til Köln og
lokið erindagerðum sínum á
styttri tíma, og fengið góða og
óskipta athygli umboðsmanna
sinna.
Einnig skapast persónuleg
tengsl milli viðskiptaaðila, sem
aldrei kæmu til í gegnum
bréfaskriftir. Jóhann skýrði frá
því, að hann hefði þurft á því
að halda gegnum árin, að
hringja til forstjóra verksmiðju
einnar í V-Þýskalandi til að fá
... ................. . =■:?«_
fyrirgreiðslu á sínum málum.
Hann hefur ætíð fengið lausn
sinna mála samstundis, og
taldi hann, að það væri að
þakka því persónulega sam-
bandi og kynnum, sem hann
hefur fengið við þennan við-
skiptaaðila á Photokina sýning-
unum á undanförnum árum.
Hópurinn, sem sækir Photo-
kina sýninguna í Köln, saman-
stendur af fólki, sem hefur bein
eða óbein afskipti af ljós-
myndavörum, þ. e. a. s. umboðs-
menn helstu ljósmyndavöru-
framleiðenda í heiminum, og
er því Photokina sýningin nauð-
synleg fyrir alla þá aðila, sem
starfa fyrir þessi fyrirtæki víðs
vegar í heiminum.
Einnig má geta þess, að opin-
berar stofnanir eins og skólar
geta haft mikið gagn af að
kynnast þeim nýjungum sem
eru kynntar, því alls konar
myndvörpur og kvikmyndavél-
ar eru nú mikið notaðar við
hvers konar kennslu.
Kvikmyndahúseigendur hafa
einnig mikið gagn af slíkri sýn-
ingu, og mun Photokina sýn-
ingin geta boðið þeim upp á
nýjungar frá Zeissikon, Bauer,
Piopion og Philips m. a.
Photokina
sýninguna
sækir aðeins
fólk sem
hefur afskipti
af Ijósmynda-
vörum.
94
FV 7 1976