Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1976, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.07.1976, Blaðsíða 31
nokkui't árabil, hafa komizt að því, að íbúum hefur þegar tek- ið að fækka í nýju íbúðar- hverfunum, þegar þessi hverfi eru orðin fullbyggð og öll þjón- usta er komin. Ástæðan er sú, að opinber stuðningur við íbúð- arbyggingar miðast við nýbygg- ingar og er hlutfallslega beztur því smærri sem húsnæðið er. Það er þvi unga fólkið og þar með barnafólkið, sem ræðst í nýbyggingar í miklum meiri- hluta. Þessi mismunun ríkisvaldsins í lánamálum hefur haft ýmsa ókosti í för með sér: ® Fjárfesting í ibúðarhúsnæði og þjónustu við íbúðarhverfi er vannýtt, enda eru fast- eignir einnig notaðar orðið sem geymir verðmæta, vörn gegn verðrýrnun pening- anna. ® Á meðan húsnæðisþörfin er mest vegna fjölskyldustærð- arinnar er húsnæðið minnst. ® Reykjavík hefur þanizt út meira en þörf krefur, sem hefur kostað aukna fjárfest- ingu í þjónustu við ný hverfi, sem fijótlega verður vannýtt vegna fækkunar í- búanna. Sú hugmynd hefur vissulega komið fram að leysa sum þess- ara vandamála með auknum lánum til kaupa á eldra hús- næði. Menn óttast þó, að siíkt hækkaði verð á eldra húsnæði. Þessi ótti er að mestu ástæðu- laus, þar sem byggingarkostn- aður nýs húsnæðis, aðbúnaður í nýjum hverfum og staðsetn- ing hverfanna takmarkar það verð, sem fæst 'fyrir eldra hús- næði. SÖLUSKATTUR Miklar umræður hafa orðið um það, með hvaða hætti mætti lækka byggingarkostnað. Oft er þá bent á staðlaða verk- smiðjuframleiðslu húseininga og innréttinga, þar sem hver eining gæti orðið ódýrari vegna aukins magns framleiðslunnar. Svo kann að vera. Það sem staðið hefur þessari framleiðslu mest fyrir þrifum er það, að á vinnu verkstæðis eða verksmiðju leggst 20% söluskattur, en hann er enginn af þeirri vinnu, sem fram- kvæmd er á byggingarstað. Það er því nauðsynlegt, að þessi skatt'lagning sé sú sama 20% eða engin, ef söluskatturinn á ekki að hafa skekkingaráhrif og drepa í fæðingu slíkar til- raunir til lækkunar byggingar- kostnaðar. ÞINGLÝSING Kaupsamningúm fasteigna- viðskipta er sjaldnast þinglýst af þeirri ástæðu, að verð hús- næðisins er tilgreint í kaup- samningi en ekki í afsali. Þing- lýsing kaupsamnings er því mun dýrari en þinglýsing af- sals, þar sem þinglýsingarkosta- aður miðast við verð fasteignar í kaupsamningi en við fast- eignamatsverð, þegar afsali er þinglýst, komi ekki annað fram, sem bendir til þess, að verð fastsignarinnar sé hærra. Þessi skattlagning, sem þinglýsing er, hefur því skapað umtalsvert ó- öryggi í fasteignaviðskiptum. Þetta atriði má þó lagfæra með því að ákveða fasteigna- matsverð sem þann stofn, sem þinglýsingarkostnaður reiknast af, þó að önnur upphæð sé til- greind í kaupsamningi. Æski- legast væri þó að ákveða þing- lýsingarkostnað þannig, að gjaldið standi einungis undir kostnaði við þinglýsinguna. Slíkt leiðir til þess, að kaup- samningum verður almennt þinglýst, sem tryggir rétt kaup- anda gegn því, að hægt sé að selja eignina öðrum aðila eða að hin keypta eign verði hluti af gjaldþrotabúi seljanda. Bæði þessi atvik hafa orðið til vegna þessarar skattlagningar. BYGGÐASTEFNA Sú byggðastefna, sem ríkis- valdið rekur er alþekkt og um- töluð. Reykjavík hefur einnig rekið ákveðna byggðastefnu, sem á skilið jafnmikið umtal. Tekjur sveitarfélaga eru að meginstofni (60%) útsvör íbú- anna. Sveitarfélög hafa því hag af því að laða til sín menn, sem greiða há útsvör, vilji þau há- marka tekjur sinar. Þar sem gera má ráð fyrir, að húsakost- ur manna sé í nokkuð góðu sam- ræmi við tekjur, gætu sveitar- félög laðað til sín slíka menn með úthlutun eftirsóttra ein- býlishúsalóða. Þetta hefur Rey-kjavíkurborg ekiki gert heldur látið nágrannabyggðum sírum það eftir, svo að áber- andi er orðið. Það hlýtur að fara að valda Reykjavík vaxandi vandræðum, ef þeir, sem vinna fyrir hæstu tekjunum í Reykja- vík, búa utan borgarmarkanna og greiða því sín útsvör þar, en njóta í verulegu mæli sömu þjónustu í Reykjavík og aðrir, án þess að greiða fyrir hana. NIÐURGREIDD ÞJÓNUSTA Annað vandamál er skapað, þegar vara og þjónusta er nið- urgreidd, þar sem slíkt eykur eftirspurn. Þessari auknu eftir- spurn er gjarnan fullnægt með auknu framboði þessarar vöru eða þjónustu, sem aftur kailar á auknar niðurgreiðslur. Þegar einstök sveitarfélög taka slíika stefnu í þjónustu við íbúa sína umfram önnur verður það til þess, að búseturöskun getur orðið. Fólk flytur til þess að njóta þjónustunnar og þá oft þeir, sem ihefðu ekki greitt fyr- ir hana fullu verði. Þessar voru m.a. raunir New York borgar nú fyrir skömmu, þegar altalað var, að borgin gæti orðið gjald- þrota þá og þegar. í Reykjavík hafa vissir fyrir- boðar slíkra hugsanlegra vand- ræða þegar sýnt sig. Reykja- víkurborg hefur verið í farar- broddi sveitarfélaga í því að reisa skóla, sjúkrahús, elliheim- ili, dagheimili, félagsheimili, í- þróttahús, menningarmiðstöðv- ar o.s.frv. Þessi þjónusta er yf- irleitt niðurgreidd og ber FV 7 1976 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.