Frjáls verslun - 01.07.1976, Blaðsíða 77
Hitaveita Akureyrar:
IVIargt bendir til að hagkvæm-
asta hitaveita landsins
verði á Laugalandi
Verulegur skriður kominn á hönnunarframkvæmdir
- Fyrstu húsin tengd á næsta ári
Mál málanna um þessar mundir á Akureyri er liitaveita, enda ekki óeðlilegt, þegar haft er í huga
hve mikill munur er á hitunarkostnaði húsa þar sem hitaveitu nýtur og húsa sem notast við olíu-
hitun eða rafmagnshitun. Hitaveita hefur lengi verið til 'ujnræðu á Akureyri, cn mikill fjörkippur
komst í málið þegar borhola við Laugaland í Eyjafirði sýndi mjög góðan árangur skömmu eftir að
jarðborinn Jötunn hóf borun þar á síðastliðnu hausti.
Upp úr þessari fyrstu holu
komu í byrjun 90 sekúndulítr-
ar af 95 gráðu heitu vatni, sem
er óvenjulega góður árangur.
Síðan er búið að bora tvær hol-
ur til viðbótar og þó árangur
af því verki væri ekki í sam-
ræmi við byrjunina þá eru
menn nokkuð ánægðir með ár-
angurinn í heild. Verulegur
skriður er kominn á hönnun
hitaveitu fyrir Akureyri og gert
ráð fyrir að fyrstu húsin verði
tengd við hana þegar á næsta
ári.
ALLRI HÖNNUN LOKIÐ 1978
Tveimur verkfræðiskrifstof-
um, þ.e. Verkfræðistofu Norð-
urlands hf. og Verkfræðistofu
Sigurðar Thoroddsen sf. hefur
verið falið að hanna hitaveit-
una, en yfirumsjón með verk-
inu af hálfu VST hefur Harald-
ur Sveinbjörnsson, verkfræð-
ingur. Hanini sagði í viðtali við
Frjálsa veizlun að það hefði
verið í mars sl. að samningar
um hönnun hitaveitu fyrir A'k-
ureyri hefðu verið undirritaðir,
en þá var nýlokið gerð frum-
áætlunar um varmaveitu frá
Laugalandi til Akureyrar.
Leiddi hún í ljós að stofnkostn-
aður við varmaveitu yrði um
2.650 Mkr. og kostnaður á
Kwst fyrstu árin um 2 kr., en
gera mætti ráð fyrir því að hag-
kvæmnin yrði meiri þegar fram
í sækti. Reiknað er með að
Heita
vatnið
streymir
úr
borliolu
á Lauga-
landi.
Athygli
beinist
nú að
fleiri
jarðhita-
svæðum.
hönnun á aðveitukerfi verði
lokið fyrri hluta árs 1977 og þá
á einnig að vera búið að hanna
helming dreifikerfisins innan
bæjarins. Hönnun á allri að
vera lokið á árinu 1978, en
kostnaður við hönnun er áætl-
aður rúmar 50 milljónir.
FLEIRI JARÐHITASVÆÐI
Um mánaðamótin júní/júlí
var borun við Laugaland hætt,
þar sem ekki var unnt að fá að
nota borinn Jötun lengur vegna
verkefna við Kröflu. Þá komu
upp um 100 sekúndulítrar af 95
gráða heitu vatni samtals, upp
úr tveimur holum og er það
rúmlega V3 af áætlaðri varma-
þörf bæjarins árið 1980. Har-
aldur sagði að enn lægi ekki
fyrir umsögn Orkustofnunar
um hve gera mætti ráð fyrir
miklu vatnsmagni frá Lauga-
landi, en nú þegar fengist svo
mikið magn að örugglega borg-
aði sig að leiða vatnið til Ak-
ureyrar.
— Ef ekki fæst nægilegt
vatnsmagn fyrir allan bæinn á
FV 7 1976
77