Frjáls verslun - 01.07.1976, Blaðsíða 67
Kaupfélag Eyfirðinga
Fjárfestingar félagsins námu
341 milljón í fyrra
90 ára afmælis félagsins minnst í sumar
Heildarveltan var nærri 8 milljarðar ■ fyrra
Þann 19. júní sl. varð Kaupfélag Eyfirðinga 90 ára og var þessa afmælis minnst með sérstökum
hátíðafundi á Akureyri að viðstöddu miklu fjölmenni, m.a. Halldóri E. Sigurðssyni ráðherra. í
tengslum við hátíðafundinn var haldinn aðalfundur félagsins og ýmsar tölur, sean þar konru fram
segja sína sögu um þann árangur, sem náðst hefur með starfi félagsins fram til þessa.
Heildarvelta félagsins sl. ár
var til dæmis nærri 8 milljarð-
ar króna, fastráðið starfsfólk í
árslok var 717 manns og félagið
greiddi yfir 900 milljónir króna
í laun. Endurgreiddur tekju-
afgangur fyrir sl. ár verður
samkvæmt ákvörðun aðalfund-
ar um það bil 22 milljónir
króna og stofnsjóður félags-
MEIRI FJÁRFESTING EN
NOKKRU SINNI
Á árinu 1975 fjárfesti Kaup-
félag Eyfirðinga meira en
nokkru sinni fyrr eða fyrir
rúma 341 milljón króna. Fjár-
frekasta framkvæmd félagsins
er bygging mjólkurstöðvar en
til hennar fóru 227 milljónir
króna. Til byggingar verslunar-
næsta ári og er stefmt að því að
öll stöðin verði tilbúin árið
1978. Verða þá liðin 50 ár síðan
mjólkursamlag KEA tók fyrst
til starfa. Það var Jónas Krist-
jánsson, sem skipulagði starf-
semi mjólkursamlagsins frá
grunni og stjórnaði því til 1966,
er núverandi samlagsstjóri,
Vernharður Sveinsson tók við.
Frá
vígslu
hinnar
nýju
mjólkur-
stöðvar
KEA
fyrr í
sumar.
manna var í árslok 1975 137
milljónir króna, en hann er all-
ur myndaður af endurgreidd-
um tekjuafgamgi. Niðurstöður
efnahagsreiknings félagsins við
síðustu áramót voru yfir 4
milljarðar króna og félagið
stendur traustum fótum með
verulegt eigin fjármagn að bak-
hjarli.
útibús á Lundstúni fóru 18
milljónir kr. og 28.5 milljónir
kr. til Kjötiðnaðarstöðvar.
HORNSTEINN AÐ MJÓLKUR-
STÖÐ
Sama daginn og KEA fagnaði
90 ára afmæli var lagður horn-
steinn að mjólkurstöðinni og
mun vera stefnt að því að osta-
framleiðsla geti tekið til starfa
í húsinu í mars eða apríl á
Núverandi húsnæði mjólkur-
samlagsins er orðið allt of lítið
fyrir reksturinn, en á sl. ári tók
mjólkursamlagið á móti nær 22
milljón lítrum frá 348 framleið-
endum. Starfsfólk stöðvarinnar
er um 50.
Eins og áður segir fjárfesti
KEA á sl. ári fyrir 18 milljónir
í verslunarhúsnæði við Lunds-
tún á Akureyri. Er áformað að
taka það húsnæði í notkun fyrir
FV 7 1976
67