Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1976, Page 13

Frjáls verslun - 01.07.1976, Page 13
þeim skeljasandi sem verk- smiðjan þarfnast til sements- framleiðslunnar. Skeljasandin- um er dælt í skipið úr Faxa- flóa í gegnum sogrör, 40 m langt inn í lestir skipsins. Síð- an er sjórinn skilinn frá sand- inum og siglt með hann til Akraness og sandinum dælt inn i þró við Sementsverksmiðjuna. Sandey I hefur einnig sótt sand og möl upp i Hvalfjörð, sem dælt er á land við Sævar- höfða. Sandurinn og mölin eru síðan seld til steypustöðvanna sem byggingarefni. Sandey II, sem er nýtt skip, hefur það verkefni að flytja fyllingarefni út í Grímsey í flugbraut, sem á að gera þar. Sandey III, sem einnig er nýr dæluprammi, vinnur við að dýpka höfnina í Þorlákshöfn. BREIÐHOLT H.F., Lágmúla 9. Breiðholt h.f. hefur nýlega gert fokhelt 8 hæða fjölbýlis- hús við Krummahóla í Breið- holti. í húsinu eru 45 íbúðir 2ja-8 herbergja. Þessar íbúðir reisir Breiðholt sjálft og selur tilbúið undir tréverk og máln- ingu. Með íbúðunum við Krummahóla fylgir bílgeymsla hverri íbúð. Breiðholt h.f. er nú langt komið með að reisa verka- mannabústaði fyrir Fram- kvæmdanefnd byggingaráætl- unar í Seljahverfi í Breiðholti. Verða ibúðirnar alls 308. í Síðu- múla í Reykjavík er verið að reisa þrjú hús fyrir Alþýðu- bankann og Alþýðusamband ís- lands og er hvert hús 3 hæðir og kjallari. Þegar er eitt hús- anna uppsteypt og er áætlað að það verði tilbúið fullgert í nóvember n.k. A Háaleitisbrautinni við Austurver í Reykjavík er Breiðholt að byggja nýtt skrifstofu- og verzlunarhúsnæði á 7 hæðum. Húsið er nýorðið fokhelt. Húsnæðið verður selt fullgert með innréttingum og málað. í Mosfellssveit hefur fyrir- tækið þegar reist um 40 ein- býlishús og 10 eru í smíðum. Húsin eru steypt upp í sérstök- um stálmótum, sem Breiðholt h.f. hefur hannað. Loks hefur Breiðholt h.f. nýlokið við að reisa 7 fjölbýlishús í Vest- mannaeyjum fyrir byggingar- áætlun Vestmannaeyja. HLAÐBÆR H.F., Siðumúla 21. Hlaðbær h.f. vinnur nú við gatnagerð í Seljahverfi í Breið- holti fyrir Reykjavíkurborg. Fyrir Kópavogskaupstað er unnið að gatnagerð og malbik- un. Undanfarið hefur Hlaðbær h.f. unnið við að gera grunn að Húsi verslunarinnar, sem rísa á í nýja miðbænum í Reykjavík. Einnig hefur fyrir- tækið verið með malbikunar- framkvæmdir fyrir Akranes- kaupstað og einkaaðila og unnið að gatnagerð við Hafnar- fjarðarveg fyrir Vegagerð rík- isins. Framkvæmdastjóri Hlaðbæj- ar h.f. er Páll Hannesson. ÍSTAK, Iþróttamiðstöðinni í Laugardal. ístak hefur unnið að hafnar- gerð í Þorlákshöfn fyrir Hafna- málastofnunina og verður verk- inu lokið í haust. Einnig hefur ístak unnið við Hofsárveitu við Mjólkárvirkjun, en þar á að leggja 2V2 km leiðslur til að veita vatni úr Hofsá yfir í Mjólká. Verkið er unnið fyrir Rafmagnsveitur ríkisins. Þá er ístak að byggja fjöÞ brautarskóla í Breiðholti og eru framkvæmdir nýhafnar. Loks er verið að ljúka við vega- lagningu í Flóa fyrir Vegagerð ríkisins. ístak hefur einnig ýmis önnur verkefni með hönd- um. Velta fyrirtækisins á sl. ári var 1 milljarður. Fram- kvæmdastjóri er Páll Sigur- jónsson. LOFTORKA S.F., Skipholti 35. Nú vinnur Loftorka að gatna- og holræsagerð í IV. áfanga í Hólahverfi í Breiðholti. Þá er unnið að grjótnámi á Korp- úlfsstöðum fyrir Reykjavíkur- borg. Fyrirtækið sér um að sprengja og flytja allt grjót sem er notað við malibikunar- framkvæmdir hjá Reykjavík- urborg. Grjótið er flutt í muln- ingsstöðina á Ártúnshöfða. Áætlað er að Loftorka s.f. flytji 73.000 tonn af sprengdu grjóti úr grjótnáminu á Korpúlfsstöð- um. Að öðru leyti vinnur Loft- orka í samvinnu við Hlaðprýði h.f. að malbikunar- og gatna- gerð, m. a. að undirbúningi undir malbik og malbikun 1 Hafnarfirði og unnið er við að malbika götur og bílaplön fyr- ir Iðngarða í Skeifunni i Reykjavík. Einnig er verið að vinna við að malbika götur og plön á Áburðarverksmiðju- svæðinu í Gufunesi. Þá vinna Lcftorka og Hlaðprýði einnig að malbikun bílastæða í íbúða- hverfum og fyrir verslunarhús- næði. Framkvæmdastjóri Loftorku s.f. er Sigurður Sigurðsson. MIÐFELL H.F., Funahöfða 7. Nú vinnur fyrirtækið að byggingu stöðvarhúss við Kröflu og vinnubúða þar svo og að byggingu kæliturna. Einnig er verið að malbika á Neskaupstað og leggja olíumöl á götur á Seyðisfirði. Á Sauð- árkróki vinnur Miðfell h.f. að endurnýjun lagna og malbikun á götum. Nýhafnar eru fram- kvæmdir á Garðskagavegi, milli Keflavíkur og Garðs, en þar er verið að leggja olíumöl á veginn. Þá hefur fyrirtækið tek- ið að sér það verk að leggja olíumöl á götur í Höfðakaup- stað og á Patreksfirði. Einnig er unnið að ýmsum verkefn- um í Reykjavík. í haust mun FV 7 1976 13

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.