Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1976, Side 22

Frjáls verslun - 01.07.1976, Side 22
franska flugfélaginu Air France á leiðinni frá ísrael til Parísar með viðkomu í Aþenu hinn 26. júní. Að kröfu flugræningjanna lenti vélin í Líbýu til að taka eldsneyti, en flaug þaðan til Entebbe-flugvallar í Úganda. Þar voru farþegar og áhöfn rek- in inn í gamla flugstöðvarbygg- ingu og höfð þar í geymslu. Flugræningjunum barst liðs- auki frá öðrum skæruliðum, sem þegar voru komnir til Úganda. Þeir höfðu birgðir af vopnum og sprengiefni með- ferðis. Hópurinn krafðist þess að 53 hermdarverkamenn, sem hlynntir eru málstað Palestínu- skæruliða, yrðu látnir lausir úr fangelsum í fsrael og Evrópu. Hótað var að myrða alla gísl- ana í sprengingu kl. 8 f. h. 30. júní, ef ekki yrði gengið að þessum, kröfum. Allir gíslar aðrir en ísraelsk- ir borgarar og áhöfn flugvélar- innar voru afhentir yfirvöldum í Úganda og fengu að fara úr landi. # Frestur framlengdur Eftir að ríkisstjórn ísraels hafði tjáð sig fúsa til samninga við flugræningjana var frestur- inn framlengdur til sunnudags- ins 4. júlí. Þetta var á yfir* borðinu fráhvarf frá fyrri stefnu stjórnarinnar, sem hefur jafnan neitað að semja við hryðjuverkamenn. Það var þessi þriggja daga framlenging á frestinum, sem gaf ísraelsmönnum tóm til að skipuleggja þessa löngu björg- unarferð. Eftir 4000 kílómetra ferðalag lenti sérþjálfuð sveit ísraels- hermanna í Entebbe og kom hryðjuverkamönnunum og her- mönnum Úgandastjórnar í opna skjöldu. # 90 mínutna aðgerft Að minnsta kosti 10 hryðiu- verkamenn, sem gættu gíslanna, voru felldir, þar á meðal Arabi, sem sagður var einn af stofn- endum Þjóðfrelsishreyfingar Palestínu. Þá lágu og í valnum 20 hermenn Úgandastjórnar, sem sumir voru að hjálpa til við að gæta gíslanna. Aðgerðinni var lokið eftir hálfa aðra klukkustund. Á leið- inni heim lentu ísraelsku flug- vélarnar í Kenía og höfðu þar stutta viðkomu til þess að taka eldsneyti. Fjórir ísraelsmenn féllu í að- gerðinni, ungur herforingi og þrír gíslar. Örlög fjórða gisls- ins, 73 ára gamallar ísraelskar konu, eru ókunn, en hún var flutt á sjúkrahús í Úganda skömrnu áður en árásin var gerð. Idi Amin, forseti Úganda, hef- ur sakað ísraelsmenn um oí- beidisaðgerðir, þegar þeir sendu vopnaðar liðsveitir inn í land hang. Yitzhak Rabin, forsætis- ráðherra ísraels, svaraði þeirri ásökun á þá leið, að Amin for- seti hefði unnið með hermdar- verkamönnunum. Samkvæmt ísraelskum heimildum á Amin að hafa faðmað foringja flug- ræningjanna að sér, er þeir komu til Úganda, heimilað fleiri hryðjuverkamönnum að slást i hópinn, búið þá vopnum og leyft eigin hermönnum að að- stoða skæruliðana við að gæta gíslanna. # Gerist hið sama annars staðar? Æitlar ísrael að gera leiftur- árásir í hverju því landi, sern veitir flugvélaræningjum við- töku? Yfirmaður ísraelska herráðs- ins, Mordechai Gur, hershöfð- ingi, segir: „Við getum gert þetta aftur innan fárra daga eða vikna.“ Samgönguráðherra landsins, Gad Yaacobi, leggur áherzlu á þá óhagganlegu ákvörðun ísia- elsstjórnar að vernda borgara sína hvar sem er í heiminum, en þó ekki nauðsynlega með þeim hætti, sem gert var í Entebbe. Hann segir: „ísrael áskilur sér rétt lil sjálfsvarnar sem þjóð og mun hvarvetna standa vörð um vel- ferð borgara sinna eins vel og kostur er. Þannig höguðum við okkur í þetta sinn og þannig munum við hegða okkur aftur.“ # Þekktu vel til í Úganda Yfirmenn hersins í Jerúsalem voru í sérstakri aðstöðu tii að leggja á ráðin með vel heppn- aða hernaðaraðgerð gegn hryðjuverkamönnunum í Úganda. ísraelar gjörþekktu allar aðstæður á staðnum. Ráð- gjafar þeirra höfðu þjálfað Úganda-hermenn í landi þeirva og byggt mikinn hluta af flug- vellinum í Entebbe áður en þeir voru reknir úr landi árið 1972 eftir valdatöku Arnins for- seta. Yfirmenn leyniþjónustu ísra- els fengu líka ítarlegar upp- lýsingar um ástandið innan- dyra í flugstöðinni í Entebbe, þar sem gíslarnir voru geymd- ir. Þessar upplýsingar fengust hjá þeim farþegum flugvélar- innar, sem sleppt var lausum. Miðað við allar þessar aðstæð- ur voru ráðamenn í ísrael til- búnir að taka áhættuna af að- gerð, sem var afar tvísýn frá upphafi. Það er óvíst hvers konar að gerðir yrðu áformaðar í annarri úlfakreppu undir öðrum kring- umstæðum. En stjórnin í Jerú- salem gaf skýrt til kynna, að hún væri búin til hemaðarað- gerða gegn hryðjuverkastarf- semi langt utan landamæra sinna og að hún hefði hernaðar- mátt til þess. # Tilefni til umhugsunar Hver sem áhrif árásar ísraels- manna kunna að verða á Pale- stínuskæruliðana sjálfa, er þó víst, að ríkisstjórnir, sem gefa flugræningjum grið, eru undir auknum þrýstingi. Ef þær sleppa undan strangari refsi- aðgerðum annarra ríkja, verða þær nú að hætta á leifturárás- ir ísraelsmanna. Eltingaleikur vopnaðra sér- sveita við hóp skæruliða mun ekki binda enda á hryðjuverka- starfsemi víða um lönd, en rík- isstjórnir, sem hingað til hafa veitt hermdarverkamönnunum aðstoð, hafa fengið tilefni til umhugsunar. 22 FV 7 1976

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.