Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1976, Page 37

Frjáls verslun - 01.10.1976, Page 37
Þrír íslenzkir starfsmenn Iceland Products ásamt tveim banda- rískum viðskiptavinum. Lengst til vinstri er Þórir Gröndal, síðan Guðjón B. Ólafsson og Geir Magnússon lengst til hægri í aftar; röð. tækar um almenna þróun á þessum markaði. En hún hefur allavega verið mjög jákvæð. Fyrir allt þetta ár er salan á- ætluð 45 millj. dollara, eða um 8,5 milljarðar króna og við munum skila íslenzka þjóðar- búinu 30 milljónum dollara á árinu. VERKSMIÐJAN SKOÐUÐ Áður en lengra yrði haldið bauð Guðjón okkur ag ganga út í verksmiðjusalina og sjá hvernig framleiðsluhættirnir eru þar. Eftir endilangri verk- smiðjunni ganga færibönd og meðfram þeim stendur fjöldi starfsfólks, aðallega konur, í hvítum sloppum. Þær vinna til- tekin verk í meðferð fisksins og sjá um að öllum kröfum um stærðir, þyngd og hreinlæti sé fullnægt. Við annan enda færibandsins er fiskurinn tekinn úr umbúð- um, sem hann berst í frá ís- landi og blokkirnar settar á vélsög sem sneiðir þær niður í ræmur eftir nákvæmu máli. Aftur eru ræmurnar svo sagað- ar niður í lítil ferhyrnd eða þrí- 'hyrnd stykki, sem renna áfram á færibandinu. Yfir þau er svo hellt fljótandi deigi og síðan brauðmylsnu áður en þau renna áfram á bandinu iran í steikingarpott. Út úr honum koma stykkin með aðeins yzta lagið steikt en annars eru bit- arnir frosnir í gegn, þegar um þá er búið í nýjum umbúðum og þeir settir i frysti, en þar bíða þeir dreifingar. Meðferðin á fiskinum getur verið nokkuð mismunandi og þarna er unnið upp í margs konar pantanir eftir óskum kaupenda. Má segja, að teg- undir, sem verksmiðjan fram- leiðir, séu rúmlega 100 en þær eiga sammerkt, að endanleg matreiðsla tekur mjög stuttan tíma. Það þarf rétt að stinga fiskinum niður í feiti eða bregða honum á pönnu til að fá gómsætan tilbúinn fiskrétt. Guðjón: — Hérna í verk- smiðjunni getum við framleitt um 100 tonn á dag í hverri af þremur framleiðslulínum en venjuleg afköst eru samanlagt 120 tonn á dag. Við erum í þeirri aðstöðu, að fá ekki það magn af þorskblokk, sem við þurfum á að halda jafnvel þótt við höfum keypt talsvert magn af blokk frá Noregi, Dan- mörku og Kanada til að sjá föstum viðskiptavinum okkar fyrir því magni af fiski, sem þeir vilja fá frá okkur. Það sem af er þessu ári hafa um 80% af þorskblokkinni, sem við framleiddum úr, komið frá íslandi. F.V.: — Getur það ekki verið tvíeggjað fyrir ykkur að fram- leiða úr hráefni frá öðrum, þar sem hér er verið að vinna ís- lenzkum fiski markað og á- herzla Iögð á gæði hans í aug- lýsingum? Guðjón: — Við verðum vissulega að fara mjög varlega í þetta en eins og ég lýsti áður gætum við glatað mikilsverðum viðskiptasamböndum, sem erf- itt væri að vinna á nýjan leik, ef við segðum einfaldlega að nú kæmi ekki meiri fiskur í bili heiman frá íslandi og við gætum þar af leiðandi ekkert afgreitt um sinm. Við reynum að nota ekki eigið vörumerki á fisk, sem við kaupum annars staðar að og vissir viðskipta- vinir kaupa undir öðrum merkjum. F.V.: — Hvernig er sölu- starfsemi þessa fyrirtækis ann- ars háttað í stórum dráttum? Guðjón: — Við höfum 52 umboðsmenn starfandi víðs vegar um Bandaríkin og þeir selja áfram til heildsala gegn umboðslarmum. Heildsalinn dreifir vörunni síðan til endan- legra kaupenda, sem að lang- verulegustum hluta eru veit- ingahús, smá og stór. Við selj- um þó beint til stærstu veit- ingahúsakeðjanna en þar má nefna nöfn eins og Long John Silver’s, sem rekur 600 veit- ingastaði, McDonald’s, sem á 4000 veitingastofur, Arthur TreaOher’s og Burger King, sem eru líka fræg nöfn í veit- ingarekstri. Burger King á 2300 staði og meira en helm- ingur af hráefninu, sem þeir nota, er fiskur. Það má geta þess til fróð- leiks, að Long John Silver’s kaupir fisk af okkur og Cold- water fyrir u.þ.b. 30 milljónir dollara þannig að fisksala ís- lendinga til þessa eina fyrir- FV 10 1976 37
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.