Frjáls verslun - 01.10.1976, Qupperneq 37
Þrír íslenzkir starfsmenn Iceland Products ásamt tveim banda-
rískum viðskiptavinum. Lengst til vinstri er Þórir Gröndal, síðan
Guðjón B. Ólafsson og Geir Magnússon lengst til hægri í aftar;
röð.
tækar um almenna þróun á
þessum markaði. En hún hefur
allavega verið mjög jákvæð.
Fyrir allt þetta ár er salan á-
ætluð 45 millj. dollara, eða um
8,5 milljarðar króna og við
munum skila íslenzka þjóðar-
búinu 30 milljónum dollara á
árinu.
VERKSMIÐJAN SKOÐUÐ
Áður en lengra yrði haldið
bauð Guðjón okkur ag ganga út
í verksmiðjusalina og sjá
hvernig framleiðsluhættirnir
eru þar. Eftir endilangri verk-
smiðjunni ganga færibönd og
meðfram þeim stendur fjöldi
starfsfólks, aðallega konur, í
hvítum sloppum. Þær vinna til-
tekin verk í meðferð fisksins og
sjá um að öllum kröfum um
stærðir, þyngd og hreinlæti sé
fullnægt.
Við annan enda færibandsins
er fiskurinn tekinn úr umbúð-
um, sem hann berst í frá ís-
landi og blokkirnar settar á
vélsög sem sneiðir þær niður í
ræmur eftir nákvæmu máli.
Aftur eru ræmurnar svo sagað-
ar niður í lítil ferhyrnd eða þrí-
'hyrnd stykki, sem renna áfram
á færibandinu. Yfir þau er svo
hellt fljótandi deigi og síðan
brauðmylsnu áður en þau
renna áfram á bandinu iran í
steikingarpott. Út úr honum
koma stykkin með aðeins yzta
lagið steikt en annars eru bit-
arnir frosnir í gegn, þegar um
þá er búið í nýjum umbúðum
og þeir settir i frysti, en þar
bíða þeir dreifingar.
Meðferðin á fiskinum getur
verið nokkuð mismunandi og
þarna er unnið upp í margs
konar pantanir eftir óskum
kaupenda. Má segja, að teg-
undir, sem verksmiðjan fram-
leiðir, séu rúmlega 100 en þær
eiga sammerkt, að endanleg
matreiðsla tekur mjög stuttan
tíma. Það þarf rétt að stinga
fiskinum niður í feiti eða
bregða honum á pönnu til að fá
gómsætan tilbúinn fiskrétt.
Guðjón: — Hérna í verk-
smiðjunni getum við framleitt
um 100 tonn á dag í hverri af
þremur framleiðslulínum en
venjuleg afköst eru samanlagt
120 tonn á dag. Við erum í
þeirri aðstöðu, að fá ekki það
magn af þorskblokk, sem við
þurfum á að halda jafnvel þótt
við höfum keypt talsvert magn
af blokk frá Noregi, Dan-
mörku og Kanada til að sjá
föstum viðskiptavinum okkar
fyrir því magni af fiski, sem
þeir vilja fá frá okkur. Það
sem af er þessu ári hafa um
80% af þorskblokkinni, sem
við framleiddum úr, komið frá
íslandi.
F.V.: — Getur það ekki verið
tvíeggjað fyrir ykkur að fram-
leiða úr hráefni frá öðrum, þar
sem hér er verið að vinna ís-
lenzkum fiski markað og á-
herzla Iögð á gæði hans í aug-
lýsingum?
Guðjón: — Við verðum
vissulega að fara mjög varlega
í þetta en eins og ég lýsti áður
gætum við glatað mikilsverðum
viðskiptasamböndum, sem erf-
itt væri að vinna á nýjan leik,
ef við segðum einfaldlega að
nú kæmi ekki meiri fiskur í
bili heiman frá íslandi og við
gætum þar af leiðandi ekkert
afgreitt um sinm. Við reynum
að nota ekki eigið vörumerki á
fisk, sem við kaupum annars
staðar að og vissir viðskipta-
vinir kaupa undir öðrum
merkjum.
F.V.: — Hvernig er sölu-
starfsemi þessa fyrirtækis ann-
ars háttað í stórum dráttum?
Guðjón: — Við höfum 52
umboðsmenn starfandi víðs
vegar um Bandaríkin og þeir
selja áfram til heildsala gegn
umboðslarmum. Heildsalinn
dreifir vörunni síðan til endan-
legra kaupenda, sem að lang-
verulegustum hluta eru veit-
ingahús, smá og stór. Við selj-
um þó beint til stærstu veit-
ingahúsakeðjanna en þar má
nefna nöfn eins og Long John
Silver’s, sem rekur 600 veit-
ingastaði, McDonald’s, sem á
4000 veitingastofur, Arthur
TreaOher’s og Burger King,
sem eru líka fræg nöfn í veit-
ingarekstri. Burger King á
2300 staði og meira en helm-
ingur af hráefninu, sem þeir
nota, er fiskur.
Það má geta þess til fróð-
leiks, að Long John Silver’s
kaupir fisk af okkur og Cold-
water fyrir u.þ.b. 30 milljónir
dollara þannig að fisksala ís-
lendinga til þessa eina fyrir-
FV 10 1976
37