Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1977, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.03.1977, Blaðsíða 9
Stjórnarráðsmenn segja að utanríkisráðherra, auk dómsmálaráðhcrra, hafi undir höndum mjög greinargóða skýrslu um sovésku njósna- og hler- unartækin, sem fundust í Kleifarvatni. I skýrslunni kemur m.a. fram, að tæk- in hafi verið notuð í fjölda ára til að hlusta á símtöl milli íslands og útlanda. Símtöl við út- lönd fara í Ioftinu milli Reykjavíkur og Eyja, en þaðan fara þau áfram um sæsíma. Sovéskir sendi- ráðsmenn notuðu tækin til að hlusta á símtöl milli lands og Eyja. Það mun vera einhver „framsókn- arpólitík“ sem ræður því að ráðherrarnir vilja ekki greina opinberlega frá innihaldi skýrslunnar, sem gerð er af færustu sérfræðingum. Nú velta. menn þvi fyrir sér, hvort sovésku fulltrúarn- ir noti hér á landi enn fullkomnari hlerunartæki en Kleifarvatnstækin. Alþýðubandalagsmenn á Neskaupsstað gera grín að pólitískum möguleik- um prófessors Ólafs Ragnars Grímssonar á Austurlandi. Þeir segja að hann fái alls ekki þriðja sæti á lista bandalagsins fyrir austan í næstu þing- kosningum, þótt svo að Baldur Óskarsson sérleg- ur ráðgjafi Ólafs í flokka- flakki, haldi því f.ram í viðræðum við menn. Bandalagsmenn á Nes- kaupsstað segja að kjós- endurnir, sem greiddu Ól- afi atkvæði í síðustu kosn- ingum, fylgi honum fæst- ir yfir í bandalagið og þar með sé eniginn hagnaður í að fá prófessorinn á list- ann. Lúðvík og Helgi Seljan verða áfram á sín- um stað og í þriðja sæti verði hugsanlegt for- mannsefni Alþýðubanda- lagsins, Hjörleifur Gutt- ormsson, sem nú er hug- mynda- og skipulags- f.ræðingur kommúnista fyrir austan. Pétur Thorsteinsson, farandsendiherra íslands i Austurlöndum fjær, er um þessar mundir í em- bættiserindum þar eystra og hefur m.a. heimsótt Kína, Indland, Pakistan og Norður-Kóreu. Það liefur vakið athygli að hann skyldi hafa farið til Norður-Kóreu og velta starfsbræður hans vöng- um yfir því, hvort opna eigi sendiráð í Pyong- yang. Ef af því verður á sennilega að senda Hann- es Jónsson, sem nú er sendiherra í Moskvu, til Norður-Kóreu. — • — Ástandið í flokks- og framboðsmálum Alþýðu- flokksins í Reykjaneskjör- dæmi er slæmt um þessar mundir og virðist flokk- urinn vera að blofna í þrjá hópa. Tveir frama- gjarnir kratar, þeir Kjart- an Jóhannsson, varafor- maður flokksins, og Karl Steinar Guðnason vilja báðir fá sæti Jóns Á.r- manns Héðinssonar á þingi, sem getur orðið til þess að kratar missi sinn mann í kjördæminu. — • — Hægri menn í Fram- sóknarflokknum vilja nú fá ritstjóra á Tímann á móti Tíma-Tóta, sem þcim þykir vera orðinn einum of valdamikill á blaðinu eftir hreinsanirnar á rit- stjórninni undanfarið og hafa ýmsir verið nefndir. Einn af valdameiri mönn- um flokksins sem vill fá nýjan ritstjóra sagði á dögunum: „Nú skrifa bara þrír aðilar í blaðið, Þór- arinn, Jón Helgason og Novosty“. — • — Lögreglan á Keflavík- urflugvelli er að rann- saka atferli nokkurra í.s- lenskra starfsmanna hjá varnarliðinu vegna gruns um að þeir hafi staðið fyrir smygli út af vellin- um. í þessu sambandi hafa sérstaklega verið skoðað- ir nokkrir sumarbústaðir austur í sveitum, því talið er að timbur í þá hafi verið flutt út af vellinum úr birgðastöð varnarliðs- ins. Sagt er, að 'háttsettur embættismaður ríkisins á Keflavíkurflugvelli sé eig- andi eins af bústöðunum. M'ál þessi munu ekki hafa verið lögð fyrir varnar- máladeild utanrí'kisráðu- neytisins heldur annast ráðherra þau sjálfur. — • — Stjórnmálasérfræðing- ar vorir telja með ólíkind- um, að skattalagafrum- varp ríkisstjórnarinnar verði afgreitt á þessu þingi. Margir stuðnings- menn stjórnarflokkanna hafa gert athugasemdir við mjög veigamikil at- riði frumvarpsins en cinna þyngst á metunum er þó andstaða formanns þingsflokks Sjálfstæðis- flokksins við frumvarpið. FV 3 1977 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.