Frjáls verslun - 01.03.1977, Blaðsíða 9
Stjórnarráðsmenn segja
að utanríkisráðherra, auk
dómsmálaráðhcrra, hafi
undir höndum mjög
greinargóða skýrslu um
sovésku njósna- og hler-
unartækin, sem fundust í
Kleifarvatni. I skýrslunni
kemur m.a. fram, að tæk-
in hafi verið notuð í
fjölda ára til að hlusta á
símtöl milli íslands og
útlanda. Símtöl við út-
lönd fara í Ioftinu milli
Reykjavíkur og Eyja, en
þaðan fara þau áfram um
sæsíma. Sovéskir sendi-
ráðsmenn notuðu tækin
til að hlusta á símtöl milli
lands og Eyja. Það mun
vera einhver „framsókn-
arpólitík“ sem ræður því
að ráðherrarnir vilja ekki
greina opinberlega frá
innihaldi skýrslunnar,
sem gerð er af færustu
sérfræðingum. Nú velta.
menn þvi fyrir sér,
hvort sovésku fulltrúarn-
ir noti hér á landi enn
fullkomnari hlerunartæki
en Kleifarvatnstækin.
Alþýðubandalagsmenn
á Neskaupsstað gera grín
að pólitískum möguleik-
um prófessors Ólafs
Ragnars Grímssonar á
Austurlandi. Þeir segja að
hann fái alls ekki þriðja
sæti á lista bandalagsins
fyrir austan í næstu þing-
kosningum, þótt svo að
Baldur Óskarsson sérleg-
ur ráðgjafi Ólafs í flokka-
flakki, haldi því f.ram í
viðræðum við menn.
Bandalagsmenn á Nes-
kaupsstað segja að kjós-
endurnir, sem greiddu Ól-
afi atkvæði í síðustu kosn-
ingum, fylgi honum fæst-
ir yfir í bandalagið og þar
með sé eniginn hagnaður
í að fá prófessorinn á list-
ann. Lúðvík og Helgi
Seljan verða áfram á sín-
um stað og í þriðja sæti
verði hugsanlegt for-
mannsefni Alþýðubanda-
lagsins, Hjörleifur Gutt-
ormsson, sem nú er hug-
mynda- og skipulags-
f.ræðingur kommúnista
fyrir austan.
Pétur Thorsteinsson,
farandsendiherra íslands
i Austurlöndum fjær, er
um þessar mundir í em-
bættiserindum þar eystra
og hefur m.a. heimsótt
Kína, Indland, Pakistan
og Norður-Kóreu. Það
liefur vakið athygli að
hann skyldi hafa farið til
Norður-Kóreu og velta
starfsbræður hans vöng-
um yfir því, hvort opna
eigi sendiráð í Pyong-
yang. Ef af því verður á
sennilega að senda Hann-
es Jónsson, sem nú er
sendiherra í Moskvu, til
Norður-Kóreu.
— • —
Ástandið í flokks- og
framboðsmálum Alþýðu-
flokksins í Reykjaneskjör-
dæmi er slæmt um þessar
mundir og virðist flokk-
urinn vera að blofna í
þrjá hópa. Tveir frama-
gjarnir kratar, þeir Kjart-
an Jóhannsson, varafor-
maður flokksins, og Karl
Steinar Guðnason vilja
báðir fá sæti Jóns Á.r-
manns Héðinssonar á
þingi, sem getur orðið til
þess að kratar missi sinn
mann í kjördæminu.
— • —
Hægri menn í Fram-
sóknarflokknum vilja nú
fá ritstjóra á Tímann á
móti Tíma-Tóta, sem þcim
þykir vera orðinn einum
of valdamikill á blaðinu
eftir hreinsanirnar á rit-
stjórninni undanfarið og
hafa ýmsir verið nefndir.
Einn af valdameiri mönn-
um flokksins sem vill fá
nýjan ritstjóra sagði á
dögunum: „Nú skrifa bara
þrír aðilar í blaðið, Þór-
arinn, Jón Helgason og
Novosty“.
— • —
Lögreglan á Keflavík-
urflugvelli er að rann-
saka atferli nokkurra í.s-
lenskra starfsmanna hjá
varnarliðinu vegna gruns
um að þeir hafi staðið
fyrir smygli út af vellin-
um. í þessu sambandi hafa
sérstaklega verið skoðað-
ir nokkrir sumarbústaðir
austur í sveitum, því talið
er að timbur í þá hafi
verið flutt út af vellinum
úr birgðastöð varnarliðs-
ins. Sagt er, að 'háttsettur
embættismaður ríkisins á
Keflavíkurflugvelli sé eig-
andi eins af bústöðunum.
M'ál þessi munu ekki hafa
verið lögð fyrir varnar-
máladeild utanrí'kisráðu-
neytisins heldur annast
ráðherra þau sjálfur.
— • —
Stjórnmálasérfræðing-
ar vorir telja með ólíkind-
um, að skattalagafrum-
varp ríkisstjórnarinnar
verði afgreitt á þessu
þingi. Margir stuðnings-
menn stjórnarflokkanna
hafa gert athugasemdir
við mjög veigamikil at-
riði frumvarpsins en
cinna þyngst á metunum
er þó andstaða formanns
þingsflokks Sjálfstæðis-
flokksins við frumvarpið.
FV 3 1977
9