Frjáls verslun - 01.03.1977, Blaðsíða 55
óviðunandi. Vikulegur vinnu-
tími hjá sumu af þessu fólki er
kannski 50—70 vinnustundir.
Það getur ekki lengur talizt
einu gilda með 'hvaða álagi
menn ná nauðsynlegum tekj-
um.
F.V.: — Eru ekki yfirborg-
anir mjög algengar hjá þeim
hópum, sem mynda samtökin,
sem þú ert í forsvari fyrir, það
er að segja verzlunarmönnum?
Fær ekki skrifstofufólk oft
mun hærri laun fyrir venjulega
dagvinnu sína en taxtar verzl-
unarmannafélaga gefa til
kynna?
Björn: — Við höfum gert
vissar tilraunir til að kanna
þessi mál en bæði vkmuveit-
endurnir og launþegarnir eru
trggir til að veita réttar upp-
lýsingar um þetta.
Þegar á heildina er litið, tel
ég að meira sé úr þessu gert en
tilefni er til. Það er þó senni-
lega nokkuð um að fólk fái
hærra kaup en kauptaxtinn seg-
ir til um. Oft er þó innbyggð í
slí'kar yfirborganir einhver á-
kveðin, reglubundin yfirvinna
cða tilfallandi. Þó að samning-
urinn geri ekki beinlínis ráð
fyrir að svona sé farið að, er
áreiðanlega eitthvað um það að
gerðar séu meiri kröfur til
starfsfólksins en almennt tíðk-
ast. Því er borgað hærra kaup.
Þessa verður aðallega vart á
skrifstofunum en dálítið í
verzlununum líka. Þá er aðah
lega um svokallaðar sérverzl-
arair að ræða og hærri stöður.
Nú hefur smásöluveralunin,
t.d. í matvörunni færzt í aukn-
um mæli i stærri einingar.
Þeim mun stærri sem þær
verða, er haldið fastar við hið
umsamda kaup. Það veldur auð-
sjáanlega meiri erfiðleikum
fyrir vinnuveitandann að búa
til eigið launakerfi fyrir fyrir-
tækið eftir því sem það verður
stærra og því hverfur hann til
þess arna. Þetta er áberandi
hér í Reykjavík og hjá sam-
vinnufélögunum á landsbyggð-
irjni, sem halda sig nánast
alveg við umsamda launataxt-
ann. Það gildir alveg sérstak-
lega um verzlunarfólk, að hjá
því er yfirvinna mjög lítil. Hún
Verkfall
verzlunar-
fólks og
kaupmað-
urinn
stendur
í búðinni
til að af-
greiða
viðskipta-
vinina.
Afgreiðslu-
fólk í
verzlunum
er mcðal
hinna
lægst laun-
uðu á landi
hér.
er ekki tengd aðalstarfinu að
minnsta kosti.
F.V.: — Síðasta ASÍ-þing,
sem haldið var í vetur þótti
nokkuð stormasamt og sögu-
legt. Hefur aðdragandinn, að
átökunum, sem þar urðu staðið
lengi yfir eða er hann ný til
kominn?
Björn: — Ég held að aðdrag-
andinn sé orðinn býsna langur.
Fyrst og fremst telja viss öfl
innan Alþýðubandalagsins, að
barátta verkalýðshreyfingar-
innar hafi ekki verið nægilega
flokkspólitísk. Þessi öfl vilja
blanda sínum flokkspólitísku
hugmyndum við kjarabarátt-
una, virkja verkalýðshreyfing-
una í þágu þeirrar baráttu.
Þessum aðilum hafa þótt Al-
þýðubandalagsmenninnir í for-
ystu ASÍ of faglegir, ef svo
mætti að orði komast.
Þó að ráðizt hafi verið sér-
staklega á okkur Sjálfstæðis-
mennina á þinginu er það líkt
og þegar verið var að skamma
Albani fyrir Kínverja. Þessum
árásum var ekkert síður beint
gegn eigin flokksmönnum
þeirra, er þarna höfðu sig
mest í frammi. Sami hópur
hefur á undanförnum árum
reynt að gera forystu Alþýðu-
sambandsins sem tortryggileg-
asta og hefur náð talsverðum
árangri. Menn eru aldrei full-
komlega ánægðir með samn-
inga á vinnumarkaðnum og á
þeirri óánægju vill þessi vissi
hópur ala. Þannig er hann að
fiska í gruggugu vatni en ég
hefi ekki miklar áhyggjur aí'
þessu, ekki enn sem komið er
að minnsta kosti.
Ég held, að mikill meirihluti
þeirra, sem áhrif hafa innan
ASÍ og fulltrúar á ASÍ-þingi
séu beinlínis andvígir þeim
vinnubrögðum, sem þarna voru
boðuð. Kosning okkar tveggja
Sjálfstæðismannanna í mið-
stjórn ASÍ á þinginu saininar
þetta. Af atkvæðatölunum er
hægt að gera sér grein fyrir, að
Alþýðubandalagsmenn kusu
okkur og gagnkvæmt.
F.V.: — Hver eru viðhorf þín
til samstarfsins við vinstri-
menn í samtökum verkalýðs-
ins?
Björn: — Það hefur ekki
komið til neirana harðra á-
rekstra milli okkar og þeirra,
sem eru lengst til vinstri um
nein stórþýðingarmikil mál.
Ekki ennþá segi ég.
Vissulega kemur upp ágrein-
ingur um einstök atriði eins og
á kjaramálaráðstefnunni síð-
ustu, þegar ályktað var um tak-
markanir á innflutningi sem
nauðsynlega ráðstöfun í efna-
hagsmálunum. Út af fyrir sig
er þetta stórt mál, sem ég
mælti mjög eindregið gegn á-
samt Guðmundi H. Garðars-
FV 3 1977
55