Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1977, Blaðsíða 98

Frjáls verslun - 01.03.1977, Blaðsíða 98
Frá riistjórn Frjáls fjölmiðlun Loks hefur það gerzt, að alþingismaður hefur lagt til að lög landsins um útvarps- rekstur, sem að mestu hafa verið óbreytt í næstum hálfa öld, verði tekin til endur- skoðunar og veigamiklar breytingar á gerð- ar. Frumvarp Guðmundar H. Garðarssonar, alþingismanns, gerir ráð fyrir að sú grund- vallarstefnubreyting verði 1 útvarpsmálum íslendinga, að einokun Ríkisútvarpsins verði felld niður og samkeppni leyfð á þessu sviði fjölmiðlunar með því að ráðherra geti heimilað sveitarfélögum, menntastofnun- um og einstaklingum að reka útvarpsstöðv- ar gegn vissum skilyrðum. Það er víðast lenzka, þar sem ríkið hefur tekið sér einka- leyfi til að reka útvarp og sjónvarp, að al- menningur meðtekur hreinlega ekki þá hugsun, að nokkrum öðrum sé fært að beita þeirri tækni og kunnáttu, sem þarf til að gera frambærilegt útvarps- og sjónvarps- efni eða dreifa því. Ef dæma má af samtals- þætti í útvarpinu um þessi mál nýlega, er viðhorf islendinga nokkuð annað og nú- tímalegra. Áberandi meirihluti þeirra, sem spurðir voru, taldi ekkert sjálfsagðara en að samkeppni yrði leyfö í útvarpsrekstri og voru sannfærðir um að starfsmönnum hjá einkaútvarpsstöðvum færi ekki síður vel úr hendi að setja saman útvarpsdagskrár en þeim, sem valizt hafa til starfa hjá Ríkis- útvarpinu. Einn þátttakenda 1 þessum viðtölum sagði réttilega, að í grundvallaratriðum ætti málið ekki að snúast um það, hverjum skyldi heimilt að setja á stofn útvarpsstöð heldur hversu gild rök væru fyrir að meina mönnum það. Tæknilega séð er útvarp ákaflega einföld framkvæmd og engan veg- inn það undur, sem það upphaflega var og sennilega hefur átt drjúgan þátt í að ríkið ætlaði sér forystuhlutverkið, sem það gegn- ir enn í þessum málaflokki. Staðbundnar útvarpsstöðvar, eins og líklegast er að starf- ræktar yrðu hér á landi, kosta lítið fé í upp- byggingu og munu örugglega geta aflað sér nauðsynlegra tekna til myndarlegs reksturs. Þaö er ástæðulaust að tala um það sem eitt- hvert feimnismál, að tekjur þessara stöðva fengjust fyrst og fremst af auglýsingum. Fjölbreytt blaðaútgáfa 1 landinu byggir til- veru sína á þeim tekjustofni og ríkisfjöl- miðlarnir núverandi einnig. Engin ástæða er til að ætla, að auglýsingatekjur Ríkisút- varpsins myndu skerðast þótt aörar út- varpsstöðvar tækju að keppa við það heldur er miklu líklegra að í útvarpsauglýsingum yrði aukning með sama hætti og orðið hefur á blaöamarkaöinum. Þá er ennfremur gert ráð fyrir að Ríkisútvarpið héldi eftir sem áður afnotagjöldum, sem aðrar stöðvar fengju ekki. Víðast, þar sem ríkisfjölmiölar eru starfræktir, verður þessi skattur aö nægja sem tekjustofn. Meö tilliti til öryggis í öðrum fjarskiptum getur útvarpsrekstur ekki orðið jafnóhindr- aöur og t.d. útgáfa dagblaðs. Misjafnlega ritfærir menn geta gengið inn í hvaða prentsmiðju sem er og fengið prentaö fyrir sig blað, ef þeir hafa aura til að borga verk- ið. Útvarpsstöðvar, sem á annað borð ættu að ná til heilla byggðarlaga eða landshluta, verða ekki reknar á hverju götuhorni. Út- hlutun á bylgjulengdum verður óhjákvæmi- lega ákvörðunaratriði opinberra aðila og annaö er ófært en að hjá útvarpsstöðvum sé tryggt að starfi menn, sem bera gott skynbragð á gerð dagskrárefnis og vel þjálf- aðir tæknimenn, líkt og fagmenn, sem vinna að uppsetningu og prentun dagblaða. íslenzka afturhaldið í fjölmiðlunarmál- um, sem hefur Þjóðviljann að málgagni, er þegar búið að reka upp ramakvein mikið. Á þeim bæ er þrástagast á svonefndri stjórn fjármagnsins á skoðanamyndun almenn- ings, ef frjáls útvarpsrekstur yrði leyfður. Hér er um algjörlega staðlausar fullyröing- ar að ræða, sennilega settar fram af ótta við að kommúnistaklíkurnar, sem hreiðrað hafa um sig í dagskrá Ríkisútvarpsins verði ekki alveg jafnskæðar og fyrr, ef fólk fær tækifæri til að hlusta á eitthvað annað. Það er rétt, sem fram kom í áður nefnd- um útvarpsþætti, þegar vegfarendur voru meðal annars spuröir um þetta atriði, að íslendingar láta ekkert fjármagn stjórna skoðunum sínum á mönnum og málefnum. 98 FV 3 1977
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.