Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1977, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.03.1977, Blaðsíða 31
Mé,r dettur í hug í sambandi við skyldu ríkisútvarpsins til almennrar upplýsingar hvort við gætum ekki notfært okkur áralanga reynslu sænska ríkis- útvarpsins á því sviði að upp- lý,sa íbúa, t.d. Stokkhólms og nágrennis, um starfsemi borg- arráðsins og sveitarstjóra ná- grannabyggða. Þar er útvarpað daglega þætti um borgarmál- efni sem kallast „Stockholms- nytt“. í þeim þætti er gerð grein fyrir þeim málefnum sem borgarráð er að fjalla um, rak- in helstu atriði málsins, tekin viðtöl við borgarfulltrúa og sjónarmið þeirra kynnt auk þess sem rætt er við þá íbúa borgarinnar sem málið kynni að snerta og þá embættismenn sem framkvæmdirnar myndu annast. 0 Vikulegir utvarpsþættir Samkvæmt þjóðskránni 1. desember 1976 voru íbúar Reykjavíkur og nágranna byggða ásamt sveitarfélögum á Suðurnesjum 130573, eða rúmlega 59% þjóðarinnar. Það iþarf ekki að fara í graf- götur um það að Reykjavíkur- borg og sveitarfélögin í ná- grenni hennar hafa margvís- legra hagsmuna að gæta sam- eiginlega, enda er það algengt að íbúarnir sæki vinnu sína út fyrir eða innfyrir borgarmörk- in. Það væri því ekki aðeins til að leysa úr brýnni þörf sem ríkisútvarpið tæki upp t.d. vikulega þætti um borgarmál- efni og málefni nágrannabyggð- aPlaga, það væri um leið að gegna skyldu sinni við þennan meirihluta þjóðarinnar og stuðla að virkri þátttöku fólks- ins á þessu sviði. Það gefur auk þess auga leið, að hverfi eins og Arbær og Breiðholt, sem hvort um sig er á stærð við eða stærra en Akureyri, hafa við ýmis mál að glíma sem tengd eru sjálfum hverf- unum og því nauðsynlegt að íbúarnir geti betur fylgst með framvindunni en nú er, þar sem næstum eingöngu er fjall- að um borgarmálefnin af hinni pólitísku pressu. Og það er engin hætta á að málefni skorti í slíka þætti. Ef einhver ládeyða yrði í skoðana- ágreiningi í borgarráði og hjá sveitarstjórnunum mætti taka fyrir önnur stórmál, svo sem dagvistunarmál, skólamálin, verzlunarþjónustu, löggæzlu, sálgæzlu, félagslega aðstöðu og félagsmál hverfa eða sveitarfé- laga, af nógu er að taka og það er engin hætta á að íbúannir hafi ekki ýmislegt til málanna að leggja. Við gætum hér tekið eitt lít- ið dæmi um mál sem þyrfti að taka fyrir, mál sem snertir all- flesta íbúa á svæðinu og þá ekki sízt skólabörnin. Þetta mál er þjónusta Strætisvagna Reykjavíkur. Þrátt fyrir sí- felldar hækkanir á gjaldskrá SVR og niðurgreiðslur úr borg- arsjóði eru SVR rekið með dúndrandi tapi ár eftir ár. Nú eru fargjöldin orðin svo há að verkamaður hefur varla efni á að ferðast með vögnunum. Vagnarnir aka um götur sem byggðar eru fyrir útsvör reyk- víkinga án nokkurrar aðstoðar ríkissjóðs, en engu að síður verður borgarsjóður að greiða vegagjald af eldsneyti, gúmmí- gjald og þungaskatt til ríkisins vegna strætisvagnanna. Sú upp- hæð mun nema 'hundruðum milljóna á ári og er varið til að byggja vegi út á landsbyggð- inni, vegi sem strætisvagniarnir aka aldrei spönn eftir. Hér er um að ræða sérstaka skattlagn- ingu á reykvíkinga, auðvitað i anda byggðastefnu, en skyldi nú ekki vera mál til komið að kannað sé álit borgarbúa sjálfra á fyrirkomulaginu? 0 Þættir um þjóðmál Hér hefur fyrst og fremst verið vikið að hlutverki út- varpsins, hljóðvarpsins ef not- uð eru nútímahugtök, en á- stæða er <til að benda á að sjón- varpið 'hefur einnig hlutverki að gegna sem það gæti eflaust leyst betur, en það er að upp- lýsa almenning um það sem er að gerast og er á döfinni í þjóð- málum. Þar til fyrir ári síðan voru þingmálum gerð góð skil af tveimur þingfréttamönnum en frá því þeir hættu hefur frammistaða sjónvarpsins ekki verið svipur hjá sjón. Manni kemur í hug hvers vegna sjón- varpið tekur sig ekki til og kynnir ríkisstofnanir svo sem ráðuneyti og ýmsa fram- kvæmdaaðila innan opinbera kei'fisins. Það er oftar en ekki að sú skoðun hey.rist að í þess- um stofnunum sé ekkert unnið af viti og væri því ærin ástæða til þess að sá misskil'ningur yrði leiðréttur, ásamt því að tilgangur og starfstilhögun þessara stofnana væri kynnt fyrir almenningi. Með slíkri kynningu mætti eflaust fækka þeim árekstrum sem þegnarnir lenda allt of oft í við „kerfið“ og þannig stuðla að því að auðveldara væri að lifa í þessu þjóðfélagi. Þættir af þessu tagi eiga ekkert sam- eiginlegt við ,,Kastljós“ eða al- mennan fréttatíma þar sem ein- ungis er tekið á málum til að kynna þau, en ekki brjóta til mergjar. Þessir þættir þyrftu að vera með því sniði að 'hinn almenni borgari hefði þar möguleika til að koma með fyr- irspurnir sem reynt væri að svara með því að leita til réttra aðila. Á sama hátt þyrfti að velja í viðræðuþætti bæði al- menna kjósendur og alþingis- menn eða aðra stjórnmálamenn, en ekki eingöngu þingmenn eins og nú er oftast gert. Á þennan hátt fengi þjóðin ef til vill gagnlegt svar við spurn- ingunnd sem flestir venjulegir menn velta fyrir sér; hvernig stendur á því að hér eru þjóð- artekjur á einstakling með því hæsta í heimi, en hvergi greidd lægri laun? FV 3 1977 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.