Frjáls verslun - 01.03.1977, Blaðsíða 60
IMjarðvíkur:
„Brýnt að gera áætlun um
árviss verkefni fyrir
skipasmíðaiðnaðinn”
— segir Bjarni Einarsson framkvæmdastjóri
— Þegar rætt er um skipai$naðinn er ekki hægt að ræða um hann, nema í einni heild yfir landið.
Við eigum innanlandsmarkað, sem árlega annar 4000 tonnum. Það verður hins vegar að' segjast
eins og er, að innanlandsmarkaðinn verður aðbyggja upp með stefnumótun yfirvalda svo að fyr-
irtækin innanlands hafi næg verkefni og geti annað eftirspum. Það þarf að afnema. þessa óreglu-
legu endumýjun fiskiskipaflotans, sem sést best á því, að á 13 árum er enginn togari keyptur, en
síðan kemur gusa inn á tveimur til þremur árum, sem veldur því, að Fiskveiðasjóður er í fjár-
svelti. Þegar endurnýjun flotans er gerð í stórum stökkum er fjármagn bundið fram í tímann
og bitnar það á innlendum skipasmíðastöðvum, en þar eru seglin dregin saman. Það er mjög brýnt
að gera áætlun um árviss verkefni, svo að innlend skipasmíði þróist á eðlilegan hátt.
Þetta kom fram í viðtali sem
F.V. átti við Bjarna Einarsson,
framkvæmdastjóra Skipasmíða-
stöðvar Njarðvíkur, en 'hann er
einn af stofnendum fyrirtækis-
ins og hefur verið stjórnarfor-
maður alla tíð, en fram-
kvæmdastjóri frá 1971
VERKEFNASKORTUR
FYRIRSJÁANLEGUR
Og Bjami heldur áfram: —
Árið 1976 gerist margt í senn.
Mikil breyting á sjóðakerfi
sjávarútvegsins. Sá hluti tjóna,
sem var í sjálfsábyrgð eigenda
hækkaði gífurlega, sem varð
strax til iþess að eigendur frest-
uðu viðgerðum, sem hafði þau
áhrif að hjá okkur kom upp
verkefnaskortur. Þá var um
tvennt að ræða að segja upp
fólki og fá það ekki aftur, eða
hafa það á launum við mis-
munandi arðbær störf. Þess
má geta að við sóttum um lán
til Fiskveiðasjóðs til endur-
byggingar á báti, sem fyrir-
tækið á, en fengum neitun.
Við teljum að endurbygging
bátsins eigi rétt á sér bæði
hvað gildi bátsins snertir og
eins að brúa þetta erfiða tíma-
bil.
Nú er sama sagan að endur-
taka sig. Við höfðum næg verk-
efni fram í miðjan febrúar, en
þegar þau fóru minnkandi sótt-
60
FV 3 1977